Alvarleg árekstrarhætta þegar flugvél rétt náði yfir söndunarbíl í flugtaki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2019 08:55 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm Litlu mátti muna að flugvél rækist á söndunarbíl á Reykjavíkurflugvelli 11.janúar á síðasta ári í flugtaki. Flugvélin tók á loft án heimildar frá flugturni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað inn lokaskýrslu vegna málsins, sem flokkað er sem alvarlegt flugatvik, en um einkaþotu af gerð Cessna 525A var að ræða. Þrír voru um borð. Flugvélin var að undirbúa sig undir flugtak á flugbraut 19 en á sama tíma var söndunarbíll að sanda flugbraut 13. Í skýrslunni kemur fram að áhöfn vélarinnar hafi ekki gert sér grein að verið væri að sanda hina flugbrautina.Eins og ef til vill má sjá á þessari óskýru mynd mátti ekki miklu muna að illa færi.Mynd/RNSAÍ skýrslunni kemur einnig fram að áhöfnin hafi ekki fengið heimild frá flugturninum til þess að hefja flugtak, áhöfnin hafi heyrt einhverjar upplýsingar frá flugturninum, en ekki skilið þær þar sem þau samskipti hafi verið á íslensku, enda ætlaðar annarri flugvél. Engu að síður hóf flugmaðurinn flugtak á sama tíma og söndunarbílinn var við það að fara yfir þar sem flugbrautirnar mætast. Bílstjóri bílsins sagðist hafa tekið eftir flugvélinni á síðustu stundu og ekki haft tíma til að bregðast við. Í skýrslunni kemur fram að alvarleg árekstrarhætta hafi skapast og að flugvélin hafi rétt sloppið yfir söndunarbílinn í flugtakinu, en talið er að minna en einum metra hafi munað á bílnum og flugvélinni þegar minnst var. Rannsóknarnefndin mælir með því að öll samskipti á milli flugturns og flugvéla fari fram á ensku, þegar áhöfn minnst einnar flugvélar í samskiptum við flugturninn, tali ensku við flugturninn. Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Litlu mátti muna að flugvél rækist á söndunarbíl á Reykjavíkurflugvelli 11.janúar á síðasta ári í flugtaki. Flugvélin tók á loft án heimildar frá flugturni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað inn lokaskýrslu vegna málsins, sem flokkað er sem alvarlegt flugatvik, en um einkaþotu af gerð Cessna 525A var að ræða. Þrír voru um borð. Flugvélin var að undirbúa sig undir flugtak á flugbraut 19 en á sama tíma var söndunarbíll að sanda flugbraut 13. Í skýrslunni kemur fram að áhöfn vélarinnar hafi ekki gert sér grein að verið væri að sanda hina flugbrautina.Eins og ef til vill má sjá á þessari óskýru mynd mátti ekki miklu muna að illa færi.Mynd/RNSAÍ skýrslunni kemur einnig fram að áhöfnin hafi ekki fengið heimild frá flugturninum til þess að hefja flugtak, áhöfnin hafi heyrt einhverjar upplýsingar frá flugturninum, en ekki skilið þær þar sem þau samskipti hafi verið á íslensku, enda ætlaðar annarri flugvél. Engu að síður hóf flugmaðurinn flugtak á sama tíma og söndunarbílinn var við það að fara yfir þar sem flugbrautirnar mætast. Bílstjóri bílsins sagðist hafa tekið eftir flugvélinni á síðustu stundu og ekki haft tíma til að bregðast við. Í skýrslunni kemur fram að alvarleg árekstrarhætta hafi skapast og að flugvélin hafi rétt sloppið yfir söndunarbílinn í flugtakinu, en talið er að minna en einum metra hafi munað á bílnum og flugvélinni þegar minnst var. Rannsóknarnefndin mælir með því að öll samskipti á milli flugturns og flugvéla fari fram á ensku, þegar áhöfn minnst einnar flugvélar í samskiptum við flugturninn, tali ensku við flugturninn.
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira