Vill banna börnum að skalla fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 10:30 Ung stelpa að skalla bolta. Getty/Shawn Patrick Ouellette Ryan Mason þurfti að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Nú ætlar hann að berjast fyrir reglubreytingu í barnafótboltanum í Englandi. Ryan Mason höfuðkúpubrotnaði í leik Hull og Chelsea í janúar 2017 og þurfti að leggja skóna á hilluna þrettán mánuðum síðar vegna áhrifa frá höfuðhögginu. Nú vill hann að það verði bannað að skalla boltann í fótboltaleikjum barna. Ryan Mason meiddist þegar hann fór upp í skallaeinvígi við Chelsea manninn Gary Cahill en Cahill missti af boltanumm og skallaði beint í gagnaugað á Mason."I don't think kids should be heading real balls." Ryan Mason has called for a ban on children heading footballs to be introduced. More: https://t.co/bM4rfaH3Kfpic.twitter.com/zKMamiHaI4 — BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2019Svona skallabann þekkist í Bandaríkjunum þar sem bandaríska knattspyrnusambandið bannar börnum ellefu ára og yngri að skalla boltann. Þar eru líka takmarkanir í gildi fyrir börn ellefu til þrettán ára. „Þegar sjö eða átta ára gömul börn eru að skalla bolta þá er heili þeirra og höfuðkúpa ekki fullþroskuð. Það gæti skaðað þau til frambúðar,“ segir Ryan Mason í viðtali við BBC. „Ég horfi á suma krakka þegar þau eru að skalla boltann og tækni þeirra er kolröng. Með því setja þau enn meiri pressu á heilann sinn. Ég tel að börn ættu ekki að vera skalla alvöru fótbolta,“ sagði Mason.“I don’t think I’ll ever be able to accept retiring.” One year on from being forced to quit football, Ryan Mason has spoken about his experience.https://t.co/JpavMGBh3epic.twitter.com/2eOozXHsxw — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2019„Því eldri sem þú verður þeim mun betri verður skallatæknin. Kannski væri réttast að kenna rétta skallatækni með því að nota svampbolta í byrjun,“ sagði Mason sem er nú yngri flokka þjálfari hjá Tottenham. „Ég er allavega á því að það gerir börnum ekki gott að vera alltaf að skalla boltann,“ sagði Mason. Börn og uppeldi Enski boltinn Heilbrigðismál Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Sjá meira
Ryan Mason þurfti að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Nú ætlar hann að berjast fyrir reglubreytingu í barnafótboltanum í Englandi. Ryan Mason höfuðkúpubrotnaði í leik Hull og Chelsea í janúar 2017 og þurfti að leggja skóna á hilluna þrettán mánuðum síðar vegna áhrifa frá höfuðhögginu. Nú vill hann að það verði bannað að skalla boltann í fótboltaleikjum barna. Ryan Mason meiddist þegar hann fór upp í skallaeinvígi við Chelsea manninn Gary Cahill en Cahill missti af boltanumm og skallaði beint í gagnaugað á Mason."I don't think kids should be heading real balls." Ryan Mason has called for a ban on children heading footballs to be introduced. More: https://t.co/bM4rfaH3Kfpic.twitter.com/zKMamiHaI4 — BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2019Svona skallabann þekkist í Bandaríkjunum þar sem bandaríska knattspyrnusambandið bannar börnum ellefu ára og yngri að skalla boltann. Þar eru líka takmarkanir í gildi fyrir börn ellefu til þrettán ára. „Þegar sjö eða átta ára gömul börn eru að skalla bolta þá er heili þeirra og höfuðkúpa ekki fullþroskuð. Það gæti skaðað þau til frambúðar,“ segir Ryan Mason í viðtali við BBC. „Ég horfi á suma krakka þegar þau eru að skalla boltann og tækni þeirra er kolröng. Með því setja þau enn meiri pressu á heilann sinn. Ég tel að börn ættu ekki að vera skalla alvöru fótbolta,“ sagði Mason.“I don’t think I’ll ever be able to accept retiring.” One year on from being forced to quit football, Ryan Mason has spoken about his experience.https://t.co/JpavMGBh3epic.twitter.com/2eOozXHsxw — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2019„Því eldri sem þú verður þeim mun betri verður skallatæknin. Kannski væri réttast að kenna rétta skallatækni með því að nota svampbolta í byrjun,“ sagði Mason sem er nú yngri flokka þjálfari hjá Tottenham. „Ég er allavega á því að það gerir börnum ekki gott að vera alltaf að skalla boltann,“ sagði Mason.
Börn og uppeldi Enski boltinn Heilbrigðismál Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Sjá meira