Ábyrgðin um að viðkvæmar upplýsingar birtust á hendi sveitarfélaganna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. febrúar 2019 20:30 Birting þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum í opnu bókhaldi sveitarfélaganna var brot á lögum um persónuvernd. Skýring þjónustuaðila sveitarfélaganna á að öryggisbresturinn hafi orðið til við uppfærslu á hugbúnaði átti heldur ekki við rök að styðjast. Í lok apríl á síðasta ári sagði fréttastofan frá því að þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Hægt var að nálgast gögnin í gegnum svo kallað opið bókhald sem sveitarfélögin birtu en þeim var ekki kunnugt um aðgengi að upplýsingum væri óhindrað, fyrr en fréttastofan vakti athygli i þeirra á málinu.Vegna alvarleika lekans hóf Persónuvernd frumkvæðisrannsókn á málinu og birti niðurstöður sínar í dag og er hún á sama veg fyrir sveitarfélögin þrjú, að birting viðkvæmra persónuupplýsinga á vefsíðum sveitarfélaganna þriggja hafi ekki samrýmdist lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og að öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laganna.Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sagði sviðstjóri ráðgjafarsviðs KPMG að gögnin hafi orðið aðgengileg eftir sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslu hjá Microsoft í febrúar í fyrra og því hafi gögnin verið aðgengileg öllum í 2-3 mánuði. Í úrskurði Persónuverndar eru þessar skýringar hraktar en í niðurstöðunum kemur fram að hægt hafi verið að nýta þessa virkni í hugbúnaði sem birtir bókahaldið á netinu frá árinu 2016. Lögin um Persónuvernd voru hert í vor og hefði málið komið upp eftir það hefðu viðurlög verið harðari, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrir þjónustuaðilann.Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá PersónuverndVísir/Baldur„Það mynda allavega koma til skoðunar í dag, samkvæmt núgildandi löggjöf hvort tilefni væri til að leggja á stjórnvaldssekt. Eins og kemur fram í ákvörðunarorðunum að þá er í raun ekki tilefni til að skoða það nánar vegna þess að sú heimild var ekki til staðar,“ sagði Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá Persónuvernd. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa sveitarfélögin þrjú ekki hafið birtingu á upplýsingum úr bókhaldi sínu að nýju frá því að málin komu upp. Sjá úrskurð um SeltjarnarnesbæSjá úrskurð um AkraneskaupstaðSjá úrskurð um Garðabæ Akranes Garðabær Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17 Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Birting þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum í opnu bókhaldi sveitarfélaganna var brot á lögum um persónuvernd. Skýring þjónustuaðila sveitarfélaganna á að öryggisbresturinn hafi orðið til við uppfærslu á hugbúnaði átti heldur ekki við rök að styðjast. Í lok apríl á síðasta ári sagði fréttastofan frá því að þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Hægt var að nálgast gögnin í gegnum svo kallað opið bókhald sem sveitarfélögin birtu en þeim var ekki kunnugt um aðgengi að upplýsingum væri óhindrað, fyrr en fréttastofan vakti athygli i þeirra á málinu.Vegna alvarleika lekans hóf Persónuvernd frumkvæðisrannsókn á málinu og birti niðurstöður sínar í dag og er hún á sama veg fyrir sveitarfélögin þrjú, að birting viðkvæmra persónuupplýsinga á vefsíðum sveitarfélaganna þriggja hafi ekki samrýmdist lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og að öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laganna.Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sagði sviðstjóri ráðgjafarsviðs KPMG að gögnin hafi orðið aðgengileg eftir sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslu hjá Microsoft í febrúar í fyrra og því hafi gögnin verið aðgengileg öllum í 2-3 mánuði. Í úrskurði Persónuverndar eru þessar skýringar hraktar en í niðurstöðunum kemur fram að hægt hafi verið að nýta þessa virkni í hugbúnaði sem birtir bókahaldið á netinu frá árinu 2016. Lögin um Persónuvernd voru hert í vor og hefði málið komið upp eftir það hefðu viðurlög verið harðari, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrir þjónustuaðilann.Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá PersónuverndVísir/Baldur„Það mynda allavega koma til skoðunar í dag, samkvæmt núgildandi löggjöf hvort tilefni væri til að leggja á stjórnvaldssekt. Eins og kemur fram í ákvörðunarorðunum að þá er í raun ekki tilefni til að skoða það nánar vegna þess að sú heimild var ekki til staðar,“ sagði Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá Persónuvernd. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa sveitarfélögin þrjú ekki hafið birtingu á upplýsingum úr bókhaldi sínu að nýju frá því að málin komu upp. Sjá úrskurð um SeltjarnarnesbæSjá úrskurð um AkraneskaupstaðSjá úrskurð um Garðabæ
Akranes Garðabær Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17 Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17
Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44