Atburðarás slagsmála við Borgarholtsskóla liggur fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 08:55 Lögregla bíður fyrstu skýrslu af líðan mannsins, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Vísir/vilhelm Maðurinn sem slasaðist lífshættulega í slagsmálum við Borgarholtsskóla í gær liggur enn á spítala en ekki fengust upplýsingar um líðan hans hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir tveir sem áttu í hlut eru á fimmtugsaldri og þá liggur atburðarásin nokkuð skýrt fyrir, að sögn lögreglu.Tilkynnt var um málið í dagbók lögreglu í gærkvöldi. Þar kemur fram að tveir einstaklingar hafi slegist svo heiftarlega við Skólaveg í Grafarvogi síðdegis í gær að annar var færður með sjúkrabifreið á slysadeild með lífshættulega höfuðáverka. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins. Aðspurður segir hann þó að vitað sé hver átti í hlut. „Jú, jú, ég held að það sé nokkuð skýrt hvað gerðist þannig að það voru ekki taldir neinir rannsóknarhagsmunir í því að handtaka einhvern.“ Þá gat Margeir ekki sagt til um líðan mannsins sem fluttur var með lífshættulega höfuðáverka á slysadeild. Margeir segir manninn enn á spítala en lögregla bíði enn eftir fyrstu skýrslum af líðan hans. Aðspurður segir Margeir mennina tvo, sem eru á fimmtugsaldri, ekki tengjast Borgarholtsskóla. Þá vildi hann ekki segja til um það af hverju mennirnir slógust í gær en það sé á meðal þess sem verið er að rannsaka. Ekki fékkst heldur uppgefið hvort kært yrði í málinu. „Málið er bara í rannsókn og við erum að skoða það, með tilliti til þess meðal annars,“ segir Margeir. Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Með lífshættulega höfuðáverka eftir slagsmál við Borgarholtsskóla Síðdegis í gær var tilkynnt um slagsmál við Skólaveg í Grafarvogi sem er við Borgarholtsskóla. 13. febrúar 2019 07:34 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Maðurinn sem slasaðist lífshættulega í slagsmálum við Borgarholtsskóla í gær liggur enn á spítala en ekki fengust upplýsingar um líðan hans hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir tveir sem áttu í hlut eru á fimmtugsaldri og þá liggur atburðarásin nokkuð skýrt fyrir, að sögn lögreglu.Tilkynnt var um málið í dagbók lögreglu í gærkvöldi. Þar kemur fram að tveir einstaklingar hafi slegist svo heiftarlega við Skólaveg í Grafarvogi síðdegis í gær að annar var færður með sjúkrabifreið á slysadeild með lífshættulega höfuðáverka. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins. Aðspurður segir hann þó að vitað sé hver átti í hlut. „Jú, jú, ég held að það sé nokkuð skýrt hvað gerðist þannig að það voru ekki taldir neinir rannsóknarhagsmunir í því að handtaka einhvern.“ Þá gat Margeir ekki sagt til um líðan mannsins sem fluttur var með lífshættulega höfuðáverka á slysadeild. Margeir segir manninn enn á spítala en lögregla bíði enn eftir fyrstu skýrslum af líðan hans. Aðspurður segir Margeir mennina tvo, sem eru á fimmtugsaldri, ekki tengjast Borgarholtsskóla. Þá vildi hann ekki segja til um það af hverju mennirnir slógust í gær en það sé á meðal þess sem verið er að rannsaka. Ekki fékkst heldur uppgefið hvort kært yrði í málinu. „Málið er bara í rannsókn og við erum að skoða það, með tilliti til þess meðal annars,“ segir Margeir.
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Með lífshættulega höfuðáverka eftir slagsmál við Borgarholtsskóla Síðdegis í gær var tilkynnt um slagsmál við Skólaveg í Grafarvogi sem er við Borgarholtsskóla. 13. febrúar 2019 07:34 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Með lífshættulega höfuðáverka eftir slagsmál við Borgarholtsskóla Síðdegis í gær var tilkynnt um slagsmál við Skólaveg í Grafarvogi sem er við Borgarholtsskóla. 13. febrúar 2019 07:34