Kúltúrinn í klessu Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Fréttir af hækkun mánaðarlauna bankastjóra Landsbankans um 1,2 milljónir hinn 1. júlí 2017 og aftur um 550 þúsund í apríl 2018 koma á versta tíma inn í viðkvæmar kjaraviðræður. Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt hana harkalega, líkt og var fyrirséð. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur einnig gagnrýnt ákvörðunina og kallað hana taktlausa. Undir sjónarmið beggja er vel hægt að taka í þetta sinn. Stjórnmálamenn hafa einnig nýtt sér tækifærið undanfarna daga og gagnrýnt mjög launahækkun bankastjórans. Þar á meðal eru þingmenn og ráðherrar. Þótt launahækkun bankastjórans sé fullkomlega taktlaus og beinlínis hættulegt innlegg inn í þungan kjaravetur virðast stjórnmálamennirnir sem það gagnrýna einfaldlega of auðvelt skotmark, sérstaklega fyrir popúlista. Forsætisráðherra, sem kallaði launahækkun bankastjórans „óverjandi“, hefur ívið meira í mánaðarlaun en forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, þar sem um 66 milljónir manna búa. Það er vitaskuld umhugsunarefni, en það dæmir hana ekki sjálfkrafa úr leik þegar rætt er um kjaramál. Vandi vinnumarkaðarins er miklu djúpstæðari en samningar um launahækkanir nú. Kúltúrinn er allur í klessu. Þeir sem hafa sig mest í frammi úr ranni verkalýðsforystunnar leggja sig fram um að þagga niður í öllum þeim sem dirfast að koma fram á völlinn með skynsamar og hófstilltar skoðanir, og lemja þá niður með gífuryrðum og dónaskap. Ef marka má fullyrðingar sumra verkalýðsforingja má ekki einu sinni hlusta á seðlabankastjóra fjalla almennt um íslenskan efnahag. Einn verkalýðsforingjanna lýsti borðleggjandi málflutningi Más Guðmundssonar um að verkföll og launahækkanir umfram svigrúm yrðu hagkerfinu áfall sem ,,sjokkerandi“. Dæmdi seðlabankastjóra svo úr leik því hann er með svo há laun. Á hinum endanum situr bankaráð Landsbankans og virðist telja það forsvaranlega hugmynd og heppilegan tíma til þess að hækka laun bankastjóra ríkisbanka um 82 prósent, þvert á öll fyrirmæli úr fjármálaráðuneytinu sem fór fram á að fyrirtæki í ríkiseigu gættu varkárni við launaákvarðanir. Forsætisráðherra, sem ætlar að vanda um við bankaráðið, er svo aftur ótrúverðug í augum þeirra sem hafa hæst í kjarabaráttunni. Umræðan um kjaramál, og raunar umræðan um svo margt annað, er komin í miklar ógöngur. Eins og hundur sem eltir skottið á sér. Menn skipa sér í fylkingar, öskra og æpa út í tómið og svo kemur nýr fréttadagur og sagan endurtekur sig. Þetta getur ekki verið vænlegt til árangurs. Skynsamt fólk hlýtur að sakna margumtalaðs stöðugleika, lágmarksstillingar og almennrar skynsemi þegar rætt og fjallað er um stærsta hagsmunamál þjóðarinnar, stöðuna á vinnumarkaði. Annars er hætt við að fari illa. Venjulegt fólk á allt undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir af hækkun mánaðarlauna bankastjóra Landsbankans um 1,2 milljónir hinn 1. júlí 2017 og aftur um 550 þúsund í apríl 2018 koma á versta tíma inn í viðkvæmar kjaraviðræður. Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt hana harkalega, líkt og var fyrirséð. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur einnig gagnrýnt ákvörðunina og kallað hana taktlausa. Undir sjónarmið beggja er vel hægt að taka í þetta sinn. Stjórnmálamenn hafa einnig nýtt sér tækifærið undanfarna daga og gagnrýnt mjög launahækkun bankastjórans. Þar á meðal eru þingmenn og ráðherrar. Þótt launahækkun bankastjórans sé fullkomlega taktlaus og beinlínis hættulegt innlegg inn í þungan kjaravetur virðast stjórnmálamennirnir sem það gagnrýna einfaldlega of auðvelt skotmark, sérstaklega fyrir popúlista. Forsætisráðherra, sem kallaði launahækkun bankastjórans „óverjandi“, hefur ívið meira í mánaðarlaun en forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, þar sem um 66 milljónir manna búa. Það er vitaskuld umhugsunarefni, en það dæmir hana ekki sjálfkrafa úr leik þegar rætt er um kjaramál. Vandi vinnumarkaðarins er miklu djúpstæðari en samningar um launahækkanir nú. Kúltúrinn er allur í klessu. Þeir sem hafa sig mest í frammi úr ranni verkalýðsforystunnar leggja sig fram um að þagga niður í öllum þeim sem dirfast að koma fram á völlinn með skynsamar og hófstilltar skoðanir, og lemja þá niður með gífuryrðum og dónaskap. Ef marka má fullyrðingar sumra verkalýðsforingja má ekki einu sinni hlusta á seðlabankastjóra fjalla almennt um íslenskan efnahag. Einn verkalýðsforingjanna lýsti borðleggjandi málflutningi Más Guðmundssonar um að verkföll og launahækkanir umfram svigrúm yrðu hagkerfinu áfall sem ,,sjokkerandi“. Dæmdi seðlabankastjóra svo úr leik því hann er með svo há laun. Á hinum endanum situr bankaráð Landsbankans og virðist telja það forsvaranlega hugmynd og heppilegan tíma til þess að hækka laun bankastjóra ríkisbanka um 82 prósent, þvert á öll fyrirmæli úr fjármálaráðuneytinu sem fór fram á að fyrirtæki í ríkiseigu gættu varkárni við launaákvarðanir. Forsætisráðherra, sem ætlar að vanda um við bankaráðið, er svo aftur ótrúverðug í augum þeirra sem hafa hæst í kjarabaráttunni. Umræðan um kjaramál, og raunar umræðan um svo margt annað, er komin í miklar ógöngur. Eins og hundur sem eltir skottið á sér. Menn skipa sér í fylkingar, öskra og æpa út í tómið og svo kemur nýr fréttadagur og sagan endurtekur sig. Þetta getur ekki verið vænlegt til árangurs. Skynsamt fólk hlýtur að sakna margumtalaðs stöðugleika, lágmarksstillingar og almennrar skynsemi þegar rætt og fjallað er um stærsta hagsmunamál þjóðarinnar, stöðuna á vinnumarkaði. Annars er hætt við að fari illa. Venjulegt fólk á allt undir.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun