Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 22:55 Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar.Fréttaskýringarþátturinn Kveikur fjallaði um málið í kvöld en í þættinum kom fram að bílaleigan Procar hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem hafa verið seldir. Akstursmælar bílanna voru færðir niður og þannig gefið til kynna að þeir væru eknir minna en þeir raunverulega voru. Fyrrverandi starfsmaður bílaleigunnar, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að bílaleigan Procar hefði leigt bíla út til ferðamanna en að seinna hefði verið átt við kílómetrastöðu bílanna og þeir seldir sem notaðir bílar hérlendis. Gögn sem Kveikur hefur undir höndum sýna að tugir þúsunda kílómetra hafa verið teknir af akstursmælum í tugum bíla. „Þennan dómgreindar-og trúnaðarbrest er ekki hægt að afsaka en fyrirtækið hefur fullan vilja til að bæta hlut þeirra sem urðu sannarlega fyrir tjóni í þessum viðskiptum,“ segir í tilkynningu sem forsvarsmenn Procar sendu frá sér í kvöld. Þeir sem keyptu bíla af bílaleigunni á árunum 2013-2016 er boðið að hafa samband með tölvupósti við Draupni lögmannsþjónustu á netfangið dls(hjá)dls.is sem mun hafa milligöngu um greiðslu bóta. Þá geta þeir sem keyptu bíla af Procar á umræddu tímabili fengið ópersónugreinanleg afrit af leigusamningum viðkomandi bíls til að fá fullvissu um hvort átt hafi verið við kílómetramæli hans. Á árunum 2013-2015 seldi Procar um 659 notaða bíla en fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að átt hafi við kílómetramæla í um 100-120 þeirra en endanleg tala liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Forsvarsmenn Procar biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk, sem unnið hefur fyrir fyrirtækið í góðri trú, afsökunar á þessum mistökum.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar.Fréttaskýringarþátturinn Kveikur fjallaði um málið í kvöld en í þættinum kom fram að bílaleigan Procar hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem hafa verið seldir. Akstursmælar bílanna voru færðir niður og þannig gefið til kynna að þeir væru eknir minna en þeir raunverulega voru. Fyrrverandi starfsmaður bílaleigunnar, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að bílaleigan Procar hefði leigt bíla út til ferðamanna en að seinna hefði verið átt við kílómetrastöðu bílanna og þeir seldir sem notaðir bílar hérlendis. Gögn sem Kveikur hefur undir höndum sýna að tugir þúsunda kílómetra hafa verið teknir af akstursmælum í tugum bíla. „Þennan dómgreindar-og trúnaðarbrest er ekki hægt að afsaka en fyrirtækið hefur fullan vilja til að bæta hlut þeirra sem urðu sannarlega fyrir tjóni í þessum viðskiptum,“ segir í tilkynningu sem forsvarsmenn Procar sendu frá sér í kvöld. Þeir sem keyptu bíla af bílaleigunni á árunum 2013-2016 er boðið að hafa samband með tölvupósti við Draupni lögmannsþjónustu á netfangið dls(hjá)dls.is sem mun hafa milligöngu um greiðslu bóta. Þá geta þeir sem keyptu bíla af Procar á umræddu tímabili fengið ópersónugreinanleg afrit af leigusamningum viðkomandi bíls til að fá fullvissu um hvort átt hafi verið við kílómetramæli hans. Á árunum 2013-2015 seldi Procar um 659 notaða bíla en fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að átt hafi við kílómetramæla í um 100-120 þeirra en endanleg tala liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Forsvarsmenn Procar biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk, sem unnið hefur fyrir fyrirtækið í góðri trú, afsökunar á þessum mistökum.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira