Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 21:19 Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Vísir/getty Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Díana lést í umferðarslysi fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Talið er að rekja megi slysið til þess að Henri Paul, lífvörður hennar, hafi verið ölvaður undir stýri auk þess sem hópur ljósmyndara á mótorhjólum eltu prinsessuna og trufluðu aksturinn og urðu þess valdandi að ökutæki Díönu skall á vegg í göngum í Parísarborg. Clooney líkti raunum kvennanna saman í ræðu sem hann hélt á viðburði í Los Angeles. „Hún er barnshafandi kona sem er gengin sjö mánuði og það er verið að elta hana og rægja hana með sama hætti og var gert við Díönu [prinsessu]. Sagan er að endurtaka sig og við vitum hvernig sú saga endar,“ sagði Clooney. Fjölmiðlar og papparassar sitji um og elti Markle á röndum. „Það er svo gremjulegt að horfa upp á þetta,“ sagði Clooney. Samband Markle og föður hennar hefur farið hátt í fjölmiðlum eftir að fréttir af ástarsambandi þeirra Harry bretaprins tók að spyrjast út. Thomas Markle hefur verið iðinn við að veita slúðurmiðlum viðtöl og hefur hann talað afar frjálslega um dóttur sína. Eftir konunglega brúðkaupið í sumar sendi Markle föður sínum bréf þar sem hún segir honum frá því hvað hann hafi sært hana mikið með framferði sínu. Hann hafi ítrekað sagt ósatt og búið til alls kyns sögur um Harry sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Ef þú elskar mig, eins og þú segist gera á síðum blaðanna, þá bið ég þig um að hætta að tjá þig í fjölmiðlum og láta okkur vera. Hættu að ljúga og nota samband mitt og eiginmanns míns til að koma þér á framfæri,“ skrifaði Markle til föður síns. Clooney er giftur Amal Clooney, mannréttindalögfræðingi, en þau voru viðstödd konunglega brúðkaupið í sumar. Kóngafólk Tengdar fréttir Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Díana lést í umferðarslysi fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Talið er að rekja megi slysið til þess að Henri Paul, lífvörður hennar, hafi verið ölvaður undir stýri auk þess sem hópur ljósmyndara á mótorhjólum eltu prinsessuna og trufluðu aksturinn og urðu þess valdandi að ökutæki Díönu skall á vegg í göngum í Parísarborg. Clooney líkti raunum kvennanna saman í ræðu sem hann hélt á viðburði í Los Angeles. „Hún er barnshafandi kona sem er gengin sjö mánuði og það er verið að elta hana og rægja hana með sama hætti og var gert við Díönu [prinsessu]. Sagan er að endurtaka sig og við vitum hvernig sú saga endar,“ sagði Clooney. Fjölmiðlar og papparassar sitji um og elti Markle á röndum. „Það er svo gremjulegt að horfa upp á þetta,“ sagði Clooney. Samband Markle og föður hennar hefur farið hátt í fjölmiðlum eftir að fréttir af ástarsambandi þeirra Harry bretaprins tók að spyrjast út. Thomas Markle hefur verið iðinn við að veita slúðurmiðlum viðtöl og hefur hann talað afar frjálslega um dóttur sína. Eftir konunglega brúðkaupið í sumar sendi Markle föður sínum bréf þar sem hún segir honum frá því hvað hann hafi sært hana mikið með framferði sínu. Hann hafi ítrekað sagt ósatt og búið til alls kyns sögur um Harry sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Ef þú elskar mig, eins og þú segist gera á síðum blaðanna, þá bið ég þig um að hætta að tjá þig í fjölmiðlum og láta okkur vera. Hættu að ljúga og nota samband mitt og eiginmanns míns til að koma þér á framfæri,“ skrifaði Markle til föður síns. Clooney er giftur Amal Clooney, mannréttindalögfræðingi, en þau voru viðstödd konunglega brúðkaupið í sumar.
Kóngafólk Tengdar fréttir Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01
Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20