Maduro segir ríkisstjórn Trumps vera öfgasamtök hvítra þjóðernissinna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 19:18 Nicolás Maduro forseti Venesúela vill að alþjóðasamfélagið opni augun og sjái að Bandaríkjaforseti sé að leiða það í ógöngur með framferði sínu gagnvart Venesúela. epa Nicolás Maduro, forseti Venesúela, fordæmir Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans harðlega. Hann sakar Trump um að vera hægriöfgamann og ríkisstjórn hans um að vera öfgasamtök með fasískar tilhneigingar. Hann kennir Bandaríkjastjórn um hið bága ástand í Venesúela. Maduro var afdráttarlaus í málflutningi sínum í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu BBC sem fór fram í Caracas, höfuðborg Venesúela, í dag. „Þetta er pólitískt stríð af hálfu Bandaríska stórveldisins,“ segir Maduro sem bætir við að ríkisstjórn Bandaríkjanna samanstandi af öfgahægri mönnum úr Ku Klux Klan sem hvetji til stríðsæsinga í Venesúela. Bandaríkjastjórn sé að reyna að koma á ríkisstjórn í Venesúela sem enginn hafi kosið því sé þetta ekkert annað en valdarán. Maduro segir að Bandaríkjastjórn hafi með mikilli kænsku og ráðsnilld beitt áhrifum sínum í alþjóðasamfélaginu til að reyna að koma sér frá völdum. Bandaríkjastjórn hefur verið fremst í flokki þeirra sem hafa fordæmt Maduro og á sama tíma viðurkennt Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem lögmætan forseta landsins til bráðabirgða. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur til að mynda hvatt ríki heims til að slíta viðskiptasambandi við ríkisstjórn Maduro til að hrekja hann frá völdum og knýja á um kosningar í landinu. Bandaríkjastjórn hefur þá einnig átt í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins til að fá herinn til að snúa baki við Maduro. Þegar Maduro var spurður út í ummælin sem hann lét falla í viðtalinu er varðar tengsl Bandaríkjastjórnar við Ku Klux Klan svaraði hann því til að það sé ekkert launungarmál að Trump sé yfirlýstur hvítur þjóðernissinni. Það hafi orðið til þess að tvíefla Ameríkana með fasískar skoðanir sem og nýfasista og nýnasista í Bandaríkjunum, í Evrópu og í rómönsku-Ameríku. Þetta sé öfgahópur sem hati alheiminn. „Þeir hata okkur, þeir gera lítið úr okkur. Þeir eru eiginhagsmunaseggir sem hugsa eingöngu um hagsmuni Bandaríkjanna. Í þessari baráttu sem við stöndum frammi fyrir í Venesúela, ég segi þér það, það nær langt út yfir landamæri landsins okkar,“ segir Maduro sem bendir á að Trump hafi hótað, fyrir örfáum dögum, að senda hervald inn í Venesúela. „Af hverju? Hvers vegna að lýsa yfir stríði gegn Venesúela sem er friðsælt land? Ég biðla til fólksins í alþjóðasamfélaginu að vakna og opna augun til að sjá að hér er í gangi árás gegn friðsælu landi. Venesúela hefur margvísleg vandamál líkt og önnur ríki en það er aðeins með friðarsamkomulagi sem hægt verður að leysa úr vandamálunum og ef þið viljið hjálpa fólkinu í Venesúela þá verðið þið að velja frið. Segið nei við inngripum, segiði Bandaríkjunum að láta okkur vera og styðjið okkur í viðleitni okkar að leysa úr vandamálunum með samtali,“ segir Maduro. Bandaríkin og flest vestræn ríki hafa viðurkennt Juan Guaído sem lögmætan forseta landsins en Ísland er eitt þeirra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í lok janúar að hann útilokaði ekki að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro. Maduro hefur verið sakaður um gerræðislegt stjórnarfar og um að hafa valdið efnhagslegri og pólitískri kreppu í heimalandinu. Bandaríkjastjórn sakaði hann meðal annars um kosningasvindl og alvarlegar athugasemdir hafa verið gerðar við framkvæmd forsetakosninganna 2018. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna segja Maduro vanhæfan því hann hafi á valdatíma sínum látið hjá líða að grípa til ráðstafana til að taka á vandamálum landsins á borð við skort á matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum. Maduro hefur bannað innflutning á hjálpargögnum til landsins erlendis frá. Í viðtalinu hjá BBC biðlaði Maduro til ríkisstjórna í hinum vestræna heimi að spyrja sig hvort Trump sé með framgöngu sinni að leiða þær í ógöngur með öfgasinnaðri og ólögmætri pólitík sem brjóti í bága við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Maduro útilokar ekki að borgarastríð brjótist út Hart er sótt að forseta Venesúela þessa dagana. 4. febrúar 2019 09:42 Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58 Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Nicolás Maduro, forseti Venesúela, fordæmir Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans harðlega. Hann sakar Trump um að vera hægriöfgamann og ríkisstjórn hans um að vera öfgasamtök með fasískar tilhneigingar. Hann kennir Bandaríkjastjórn um hið bága ástand í Venesúela. Maduro var afdráttarlaus í málflutningi sínum í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu BBC sem fór fram í Caracas, höfuðborg Venesúela, í dag. „Þetta er pólitískt stríð af hálfu Bandaríska stórveldisins,“ segir Maduro sem bætir við að ríkisstjórn Bandaríkjanna samanstandi af öfgahægri mönnum úr Ku Klux Klan sem hvetji til stríðsæsinga í Venesúela. Bandaríkjastjórn sé að reyna að koma á ríkisstjórn í Venesúela sem enginn hafi kosið því sé þetta ekkert annað en valdarán. Maduro segir að Bandaríkjastjórn hafi með mikilli kænsku og ráðsnilld beitt áhrifum sínum í alþjóðasamfélaginu til að reyna að koma sér frá völdum. Bandaríkjastjórn hefur verið fremst í flokki þeirra sem hafa fordæmt Maduro og á sama tíma viðurkennt Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem lögmætan forseta landsins til bráðabirgða. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur til að mynda hvatt ríki heims til að slíta viðskiptasambandi við ríkisstjórn Maduro til að hrekja hann frá völdum og knýja á um kosningar í landinu. Bandaríkjastjórn hefur þá einnig átt í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins til að fá herinn til að snúa baki við Maduro. Þegar Maduro var spurður út í ummælin sem hann lét falla í viðtalinu er varðar tengsl Bandaríkjastjórnar við Ku Klux Klan svaraði hann því til að það sé ekkert launungarmál að Trump sé yfirlýstur hvítur þjóðernissinni. Það hafi orðið til þess að tvíefla Ameríkana með fasískar skoðanir sem og nýfasista og nýnasista í Bandaríkjunum, í Evrópu og í rómönsku-Ameríku. Þetta sé öfgahópur sem hati alheiminn. „Þeir hata okkur, þeir gera lítið úr okkur. Þeir eru eiginhagsmunaseggir sem hugsa eingöngu um hagsmuni Bandaríkjanna. Í þessari baráttu sem við stöndum frammi fyrir í Venesúela, ég segi þér það, það nær langt út yfir landamæri landsins okkar,“ segir Maduro sem bendir á að Trump hafi hótað, fyrir örfáum dögum, að senda hervald inn í Venesúela. „Af hverju? Hvers vegna að lýsa yfir stríði gegn Venesúela sem er friðsælt land? Ég biðla til fólksins í alþjóðasamfélaginu að vakna og opna augun til að sjá að hér er í gangi árás gegn friðsælu landi. Venesúela hefur margvísleg vandamál líkt og önnur ríki en það er aðeins með friðarsamkomulagi sem hægt verður að leysa úr vandamálunum og ef þið viljið hjálpa fólkinu í Venesúela þá verðið þið að velja frið. Segið nei við inngripum, segiði Bandaríkjunum að láta okkur vera og styðjið okkur í viðleitni okkar að leysa úr vandamálunum með samtali,“ segir Maduro. Bandaríkin og flest vestræn ríki hafa viðurkennt Juan Guaído sem lögmætan forseta landsins en Ísland er eitt þeirra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í lok janúar að hann útilokaði ekki að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro. Maduro hefur verið sakaður um gerræðislegt stjórnarfar og um að hafa valdið efnhagslegri og pólitískri kreppu í heimalandinu. Bandaríkjastjórn sakaði hann meðal annars um kosningasvindl og alvarlegar athugasemdir hafa verið gerðar við framkvæmd forsetakosninganna 2018. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna segja Maduro vanhæfan því hann hafi á valdatíma sínum látið hjá líða að grípa til ráðstafana til að taka á vandamálum landsins á borð við skort á matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum. Maduro hefur bannað innflutning á hjálpargögnum til landsins erlendis frá. Í viðtalinu hjá BBC biðlaði Maduro til ríkisstjórna í hinum vestræna heimi að spyrja sig hvort Trump sé með framgöngu sinni að leiða þær í ógöngur með öfgasinnaðri og ólögmætri pólitík sem brjóti í bága við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna.
Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Maduro útilokar ekki að borgarastríð brjótist út Hart er sótt að forseta Venesúela þessa dagana. 4. febrúar 2019 09:42 Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58 Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Maduro útilokar ekki að borgarastríð brjótist út Hart er sótt að forseta Venesúela þessa dagana. 4. febrúar 2019 09:42
Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58
Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52