Maduro segir ríkisstjórn Trumps vera öfgasamtök hvítra þjóðernissinna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 19:18 Nicolás Maduro forseti Venesúela vill að alþjóðasamfélagið opni augun og sjái að Bandaríkjaforseti sé að leiða það í ógöngur með framferði sínu gagnvart Venesúela. epa Nicolás Maduro, forseti Venesúela, fordæmir Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans harðlega. Hann sakar Trump um að vera hægriöfgamann og ríkisstjórn hans um að vera öfgasamtök með fasískar tilhneigingar. Hann kennir Bandaríkjastjórn um hið bága ástand í Venesúela. Maduro var afdráttarlaus í málflutningi sínum í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu BBC sem fór fram í Caracas, höfuðborg Venesúela, í dag. „Þetta er pólitískt stríð af hálfu Bandaríska stórveldisins,“ segir Maduro sem bætir við að ríkisstjórn Bandaríkjanna samanstandi af öfgahægri mönnum úr Ku Klux Klan sem hvetji til stríðsæsinga í Venesúela. Bandaríkjastjórn sé að reyna að koma á ríkisstjórn í Venesúela sem enginn hafi kosið því sé þetta ekkert annað en valdarán. Maduro segir að Bandaríkjastjórn hafi með mikilli kænsku og ráðsnilld beitt áhrifum sínum í alþjóðasamfélaginu til að reyna að koma sér frá völdum. Bandaríkjastjórn hefur verið fremst í flokki þeirra sem hafa fordæmt Maduro og á sama tíma viðurkennt Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem lögmætan forseta landsins til bráðabirgða. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur til að mynda hvatt ríki heims til að slíta viðskiptasambandi við ríkisstjórn Maduro til að hrekja hann frá völdum og knýja á um kosningar í landinu. Bandaríkjastjórn hefur þá einnig átt í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins til að fá herinn til að snúa baki við Maduro. Þegar Maduro var spurður út í ummælin sem hann lét falla í viðtalinu er varðar tengsl Bandaríkjastjórnar við Ku Klux Klan svaraði hann því til að það sé ekkert launungarmál að Trump sé yfirlýstur hvítur þjóðernissinni. Það hafi orðið til þess að tvíefla Ameríkana með fasískar skoðanir sem og nýfasista og nýnasista í Bandaríkjunum, í Evrópu og í rómönsku-Ameríku. Þetta sé öfgahópur sem hati alheiminn. „Þeir hata okkur, þeir gera lítið úr okkur. Þeir eru eiginhagsmunaseggir sem hugsa eingöngu um hagsmuni Bandaríkjanna. Í þessari baráttu sem við stöndum frammi fyrir í Venesúela, ég segi þér það, það nær langt út yfir landamæri landsins okkar,“ segir Maduro sem bendir á að Trump hafi hótað, fyrir örfáum dögum, að senda hervald inn í Venesúela. „Af hverju? Hvers vegna að lýsa yfir stríði gegn Venesúela sem er friðsælt land? Ég biðla til fólksins í alþjóðasamfélaginu að vakna og opna augun til að sjá að hér er í gangi árás gegn friðsælu landi. Venesúela hefur margvísleg vandamál líkt og önnur ríki en það er aðeins með friðarsamkomulagi sem hægt verður að leysa úr vandamálunum og ef þið viljið hjálpa fólkinu í Venesúela þá verðið þið að velja frið. Segið nei við inngripum, segiði Bandaríkjunum að láta okkur vera og styðjið okkur í viðleitni okkar að leysa úr vandamálunum með samtali,“ segir Maduro. Bandaríkin og flest vestræn ríki hafa viðurkennt Juan Guaído sem lögmætan forseta landsins en Ísland er eitt þeirra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í lok janúar að hann útilokaði ekki að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro. Maduro hefur verið sakaður um gerræðislegt stjórnarfar og um að hafa valdið efnhagslegri og pólitískri kreppu í heimalandinu. Bandaríkjastjórn sakaði hann meðal annars um kosningasvindl og alvarlegar athugasemdir hafa verið gerðar við framkvæmd forsetakosninganna 2018. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna segja Maduro vanhæfan því hann hafi á valdatíma sínum látið hjá líða að grípa til ráðstafana til að taka á vandamálum landsins á borð við skort á matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum. Maduro hefur bannað innflutning á hjálpargögnum til landsins erlendis frá. Í viðtalinu hjá BBC biðlaði Maduro til ríkisstjórna í hinum vestræna heimi að spyrja sig hvort Trump sé með framgöngu sinni að leiða þær í ógöngur með öfgasinnaðri og ólögmætri pólitík sem brjóti í bága við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Maduro útilokar ekki að borgarastríð brjótist út Hart er sótt að forseta Venesúela þessa dagana. 4. febrúar 2019 09:42 Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58 Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Nicolás Maduro, forseti Venesúela, fordæmir Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans harðlega. Hann sakar Trump um að vera hægriöfgamann og ríkisstjórn hans um að vera öfgasamtök með fasískar tilhneigingar. Hann kennir Bandaríkjastjórn um hið bága ástand í Venesúela. Maduro var afdráttarlaus í málflutningi sínum í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu BBC sem fór fram í Caracas, höfuðborg Venesúela, í dag. „Þetta er pólitískt stríð af hálfu Bandaríska stórveldisins,“ segir Maduro sem bætir við að ríkisstjórn Bandaríkjanna samanstandi af öfgahægri mönnum úr Ku Klux Klan sem hvetji til stríðsæsinga í Venesúela. Bandaríkjastjórn sé að reyna að koma á ríkisstjórn í Venesúela sem enginn hafi kosið því sé þetta ekkert annað en valdarán. Maduro segir að Bandaríkjastjórn hafi með mikilli kænsku og ráðsnilld beitt áhrifum sínum í alþjóðasamfélaginu til að reyna að koma sér frá völdum. Bandaríkjastjórn hefur verið fremst í flokki þeirra sem hafa fordæmt Maduro og á sama tíma viðurkennt Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem lögmætan forseta landsins til bráðabirgða. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur til að mynda hvatt ríki heims til að slíta viðskiptasambandi við ríkisstjórn Maduro til að hrekja hann frá völdum og knýja á um kosningar í landinu. Bandaríkjastjórn hefur þá einnig átt í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins til að fá herinn til að snúa baki við Maduro. Þegar Maduro var spurður út í ummælin sem hann lét falla í viðtalinu er varðar tengsl Bandaríkjastjórnar við Ku Klux Klan svaraði hann því til að það sé ekkert launungarmál að Trump sé yfirlýstur hvítur þjóðernissinni. Það hafi orðið til þess að tvíefla Ameríkana með fasískar skoðanir sem og nýfasista og nýnasista í Bandaríkjunum, í Evrópu og í rómönsku-Ameríku. Þetta sé öfgahópur sem hati alheiminn. „Þeir hata okkur, þeir gera lítið úr okkur. Þeir eru eiginhagsmunaseggir sem hugsa eingöngu um hagsmuni Bandaríkjanna. Í þessari baráttu sem við stöndum frammi fyrir í Venesúela, ég segi þér það, það nær langt út yfir landamæri landsins okkar,“ segir Maduro sem bendir á að Trump hafi hótað, fyrir örfáum dögum, að senda hervald inn í Venesúela. „Af hverju? Hvers vegna að lýsa yfir stríði gegn Venesúela sem er friðsælt land? Ég biðla til fólksins í alþjóðasamfélaginu að vakna og opna augun til að sjá að hér er í gangi árás gegn friðsælu landi. Venesúela hefur margvísleg vandamál líkt og önnur ríki en það er aðeins með friðarsamkomulagi sem hægt verður að leysa úr vandamálunum og ef þið viljið hjálpa fólkinu í Venesúela þá verðið þið að velja frið. Segið nei við inngripum, segiði Bandaríkjunum að láta okkur vera og styðjið okkur í viðleitni okkar að leysa úr vandamálunum með samtali,“ segir Maduro. Bandaríkin og flest vestræn ríki hafa viðurkennt Juan Guaído sem lögmætan forseta landsins en Ísland er eitt þeirra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í lok janúar að hann útilokaði ekki að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro. Maduro hefur verið sakaður um gerræðislegt stjórnarfar og um að hafa valdið efnhagslegri og pólitískri kreppu í heimalandinu. Bandaríkjastjórn sakaði hann meðal annars um kosningasvindl og alvarlegar athugasemdir hafa verið gerðar við framkvæmd forsetakosninganna 2018. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna segja Maduro vanhæfan því hann hafi á valdatíma sínum látið hjá líða að grípa til ráðstafana til að taka á vandamálum landsins á borð við skort á matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum. Maduro hefur bannað innflutning á hjálpargögnum til landsins erlendis frá. Í viðtalinu hjá BBC biðlaði Maduro til ríkisstjórna í hinum vestræna heimi að spyrja sig hvort Trump sé með framgöngu sinni að leiða þær í ógöngur með öfgasinnaðri og ólögmætri pólitík sem brjóti í bága við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna.
Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Maduro útilokar ekki að borgarastríð brjótist út Hart er sótt að forseta Venesúela þessa dagana. 4. febrúar 2019 09:42 Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58 Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Maduro útilokar ekki að borgarastríð brjótist út Hart er sótt að forseta Venesúela þessa dagana. 4. febrúar 2019 09:42
Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58
Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52