Vildi bætur eftir að vél Wow var snúið við vegna meðvitundarlausra farþega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2019 10:13 Farþeginn kom á áfangastað sex tímum of seint. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega Wow Air sem krafðist þess að fá bætur eftir að flugvél flugfélagsins var snúið við svo koma mætti tveimur öðrum farþegum undir læknishendur. Seinkunin sem varð vegna þess varð til þess að farþeginn missti af tengiflugi sínu í París. Maðurinn var farþegi í flugi Wow Air frá Keflavík til Parísar þann 27. september 2017. Eftir um einnar klukkustundar flug urðu áhafnarmeðlimir þess varir að tveir farþegar vélarinnar voru meðvitundarlausir. Var því tekin ákvörðun um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur til þess að koma farþegunum undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Þetta varð til þess að flugvélin lenti í París um sex og hálfum tíma eftir áætluðum komutíma. Þar missti maðurinn af tengifluginu sínu. Krafðist hann því að fá staðlaðar bætur samkvæmt reglugerð ESB, 400 evrur, auk endurgreiðslu kostnaðar.Öryggi farþega trompi rétt annarra farþega til að koma á réttum tíma Wow Air hafnaði hins vegar bótaskyldu á þeim grundvelli að flugfélaginu hafi borið skylda til þess að bregðast við líkt og gert var, þegar ljóst var að tveir farþegar í flugvélinni væru meðvitundarlausir. „Öryggi farþega hefur alltaf forgang gagnvart rétti annarra farþega til þess að lenda á áfangastað sínum á upphaflegum áætluðum komutíma,“ segir í svari Wow Air til Samgöngustofu vegna kröfu mannsins. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ljóst sé að ákvörðun flugstjóra um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur hafi verið tekin á þeim forsendum að tryggja öryggi viðkomandi farþega og koma þeim undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Stofnunin endurskoði ekki ákvarðanir flugstjóra þegar kemur að öryggi farþega og var því fallist á að óviðráðanlegar aðstæður hafi valdið seinkun á fluginu.Var bótakröfu mannsins því hafnað. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega Wow Air sem krafðist þess að fá bætur eftir að flugvél flugfélagsins var snúið við svo koma mætti tveimur öðrum farþegum undir læknishendur. Seinkunin sem varð vegna þess varð til þess að farþeginn missti af tengiflugi sínu í París. Maðurinn var farþegi í flugi Wow Air frá Keflavík til Parísar þann 27. september 2017. Eftir um einnar klukkustundar flug urðu áhafnarmeðlimir þess varir að tveir farþegar vélarinnar voru meðvitundarlausir. Var því tekin ákvörðun um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur til þess að koma farþegunum undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Þetta varð til þess að flugvélin lenti í París um sex og hálfum tíma eftir áætluðum komutíma. Þar missti maðurinn af tengifluginu sínu. Krafðist hann því að fá staðlaðar bætur samkvæmt reglugerð ESB, 400 evrur, auk endurgreiðslu kostnaðar.Öryggi farþega trompi rétt annarra farþega til að koma á réttum tíma Wow Air hafnaði hins vegar bótaskyldu á þeim grundvelli að flugfélaginu hafi borið skylda til þess að bregðast við líkt og gert var, þegar ljóst var að tveir farþegar í flugvélinni væru meðvitundarlausir. „Öryggi farþega hefur alltaf forgang gagnvart rétti annarra farþega til þess að lenda á áfangastað sínum á upphaflegum áætluðum komutíma,“ segir í svari Wow Air til Samgöngustofu vegna kröfu mannsins. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ljóst sé að ákvörðun flugstjóra um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur hafi verið tekin á þeim forsendum að tryggja öryggi viðkomandi farþega og koma þeim undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Stofnunin endurskoði ekki ákvarðanir flugstjóra þegar kemur að öryggi farþega og var því fallist á að óviðráðanlegar aðstæður hafi valdið seinkun á fluginu.Var bótakröfu mannsins því hafnað.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira