Hvað kosta vegirnir? Þórólfur Matthíasson skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Samkvæmt fjárlagafrumvarpi var ætlunin að eyða tæpum 10 milljörðum króna í nýframkvæmdir á árinu 2019 og tæpum 6 milljörðum í viðhald. Þá vantar inn vetrarþjónustu, framlög til jarðganga(!) og fleira. Vegagerðin telur sig hafa haft um 29 milljarða til ýmissa vegatengdra verkefna á árinu 2018. Þar af komu 4 milljarðar úr „almennum varasjóði“ ríkissjóðs á miðju ári. Fram til ársins 2016 var lögbundið að tekjur af sérstöku bensíngjaldi, olíugjaldi og þungaskatti skyldi renna til vegagerðar. Þessir „mörkuðu“ tekjustofnar munu væntanlega skila 16,5 milljörðum króna á árinu 2019. Sem er heldur lægri upphæð en áætlað er að verja til nýframkvæmda og viðhalds. Séu allar tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og kolefniseldsneyti dregnar saman eru þær 38,9 milljarðar króna. Þar af eru kolefnisgjöld um 3,4 milljarðar króna Í grein í Fréttablaðinu þann 15. janúar sl. upplýsir samgönguráðherra að 70% af umferðartengdum gjöldum renni til vegakerfisins sjálfs en 30% til að standa undir umferðartengdum útgjöldum hins opinbera á öðrum sviðum eins og heilbrigðissviði og löggæslusviði. Ekki er ljóst hvað samgönguráðherra telur til tekna af umferðinni. Ef kolefnisgjöldum er haldið utan við samtölur gæti sú upphæð verið 35-36 milljarðar króna. 70% af þeirri upphæð er 24,5-25 milljarðar króna sem er ívið hærri upphæð en vegagerðin gefur upp sem nýframkvæmda- og viðhaldsfé, en talsvert lægri upphæð en gefin er upp sem heildarfjárveiting til vegaframkvæmda. Nú er rætt um að gjörbylta fjáröflun vegna vegagerðar, vegaviðhalds og öllu öðru er að veghaldi lýtur. Sýnist þar sitt hverjum. En væri ekki ráð, áður en sú umræða er teygð lengra, að birta almenningi góðar talnalegar upplýsingar um tekjur og gjöld ríkissjóðs vegna vegakerfisins eins og það er þannig að fólk úti í bæ geti öðlast hugarró við það að reikna sig fram til sömu niðurstöðu og samgönguráðherrann gerir þegar hann metur hversu stór hluti umferðartekna renni til vegakerfisins sjálfs? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi var ætlunin að eyða tæpum 10 milljörðum króna í nýframkvæmdir á árinu 2019 og tæpum 6 milljörðum í viðhald. Þá vantar inn vetrarþjónustu, framlög til jarðganga(!) og fleira. Vegagerðin telur sig hafa haft um 29 milljarða til ýmissa vegatengdra verkefna á árinu 2018. Þar af komu 4 milljarðar úr „almennum varasjóði“ ríkissjóðs á miðju ári. Fram til ársins 2016 var lögbundið að tekjur af sérstöku bensíngjaldi, olíugjaldi og þungaskatti skyldi renna til vegagerðar. Þessir „mörkuðu“ tekjustofnar munu væntanlega skila 16,5 milljörðum króna á árinu 2019. Sem er heldur lægri upphæð en áætlað er að verja til nýframkvæmda og viðhalds. Séu allar tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og kolefniseldsneyti dregnar saman eru þær 38,9 milljarðar króna. Þar af eru kolefnisgjöld um 3,4 milljarðar króna Í grein í Fréttablaðinu þann 15. janúar sl. upplýsir samgönguráðherra að 70% af umferðartengdum gjöldum renni til vegakerfisins sjálfs en 30% til að standa undir umferðartengdum útgjöldum hins opinbera á öðrum sviðum eins og heilbrigðissviði og löggæslusviði. Ekki er ljóst hvað samgönguráðherra telur til tekna af umferðinni. Ef kolefnisgjöldum er haldið utan við samtölur gæti sú upphæð verið 35-36 milljarðar króna. 70% af þeirri upphæð er 24,5-25 milljarðar króna sem er ívið hærri upphæð en vegagerðin gefur upp sem nýframkvæmda- og viðhaldsfé, en talsvert lægri upphæð en gefin er upp sem heildarfjárveiting til vegaframkvæmda. Nú er rætt um að gjörbylta fjáröflun vegna vegagerðar, vegaviðhalds og öllu öðru er að veghaldi lýtur. Sýnist þar sitt hverjum. En væri ekki ráð, áður en sú umræða er teygð lengra, að birta almenningi góðar talnalegar upplýsingar um tekjur og gjöld ríkissjóðs vegna vegakerfisins eins og það er þannig að fólk úti í bæ geti öðlast hugarró við það að reikna sig fram til sömu niðurstöðu og samgönguráðherrann gerir þegar hann metur hversu stór hluti umferðartekna renni til vegakerfisins sjálfs?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun