Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 13:03 Mynd/Landhelgisgæslan Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. Dregin er upp nokkuð dökk mynd af stöðu Landhelgisgæslunnar í skýrslunni sem birt hefur verið á vefsvæði þjóðaröryggisráðs. Til að mynda séu dæmi um að óþekkt skip geti stundað veiðar innan íslenskrar lögsögu óáreitt. Í dag eru tvö varðskip í rekstri gæslunnar, Þór og Týr, en einungis annað þeirra er við eftirlit hverju sinni. Þriðja varðskipið, Ægir, hefur ekki verið gert út um lengri tíma vegna skorts á fjármagni og stendur Landhelgisgæslan frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um hvort skipið verði sent í brotajárn eða það uppfært, að því er fram kemur í skýrslunni.Aukinn áhugi á Norður-Atlantshafi „Þessi breytta heimsmynd sem að við stöndum frami fyrir og það er auðvitað verið að benda á áskoranir sem að íslenska þjóðin stendur frami fyrir á næstu árum. Við sjáum náttúrlega að áhugi á Norður-Atlantshafi hann hefur verið að aukast, skipaumferð í kringum Ísland hefur vaxið mikið og ég held það sé líka mikilvægt að hafa í huga að hafsvæðið sem að Ísland ber ábyrgð á er mjög stórt. Við erum að tala um að það er 1,9 milljónir ferkílómetra, bara til að setja í samhengi þá er þetta 19 sinnum stærra en landið,“ segir Ásgeir Erlendsson er upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Við blasi ógnarstórt verkefni, sem eigi ekki aðeins við um Ísland heldur ríki heims. „Þannig að ég myndi telja að þetta sé enginn áfellisdómur yfir landhelgisgæslunni eða stjórnvöldum í heild sinni. Það er einfaldlega verið að benda á að verkefnið er risavaxið.“ Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafi verið að greina stöðuna undanfarin ár. Hann segir stjórnvöld þegar vera að bregðast við stöðunni með ýmsum hætti. Fyrir það sé Landhelgisgæslan afar þakklát. „Það hefur einni þyrluáhöfn verið bætt við á árinu, það er að segja í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sjötta þyrluáhöfnin komi til starfa og það er heljarmikil búbót fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Ásgeir. Með tilkomu nýrrar þyrluáhafnar eykst viðbragðsgetan til muna.Verkefni við Miðjarðarhaf mikilvægt framlag þjóðarinnar „Á fimm ára áætlun ríkisstjórnarinnar þá er gert ráð fyrir að þrjár nýjar þyrlur verði keyptar, það er verið að verja rúmum 14 milljörðum í þetta verkefni. Þannig að þó að það það sé verið að benda á ákveðnar áskoranir í þessari skýrslu þá ber einnig að hafa í huga að töluvert hefur nú þegar verið gert,“ útskýrir Ásgeir. Í skýrslunni kemur einnig fram loftrýmisgæslu sé sinnt alla daga ársins í öllum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, nema á Íslandi. Hér er loftrýmisgæslu almennt aðeins sinnt í um þrjá mánuði á ári en flugvélin TF-SIF er stóran hluta ársins leigð til annarra verkefna erlendis. „Það er svo sem ekkert launungamál að vissulega væri æskilegt að hafa vélina stærri hluta ársins á landinu en engu að síður má heldur ekki gleyma því að staðsetning vélarinnar, vélin er stóran hluta ársins niður við Miðjarðarhaf, og það má einnig segja það að það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til vörslu ytri landamæra Evrópu,“ segir Ásgeir. Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. Dregin er upp nokkuð dökk mynd af stöðu Landhelgisgæslunnar í skýrslunni sem birt hefur verið á vefsvæði þjóðaröryggisráðs. Til að mynda séu dæmi um að óþekkt skip geti stundað veiðar innan íslenskrar lögsögu óáreitt. Í dag eru tvö varðskip í rekstri gæslunnar, Þór og Týr, en einungis annað þeirra er við eftirlit hverju sinni. Þriðja varðskipið, Ægir, hefur ekki verið gert út um lengri tíma vegna skorts á fjármagni og stendur Landhelgisgæslan frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um hvort skipið verði sent í brotajárn eða það uppfært, að því er fram kemur í skýrslunni.Aukinn áhugi á Norður-Atlantshafi „Þessi breytta heimsmynd sem að við stöndum frami fyrir og það er auðvitað verið að benda á áskoranir sem að íslenska þjóðin stendur frami fyrir á næstu árum. Við sjáum náttúrlega að áhugi á Norður-Atlantshafi hann hefur verið að aukast, skipaumferð í kringum Ísland hefur vaxið mikið og ég held það sé líka mikilvægt að hafa í huga að hafsvæðið sem að Ísland ber ábyrgð á er mjög stórt. Við erum að tala um að það er 1,9 milljónir ferkílómetra, bara til að setja í samhengi þá er þetta 19 sinnum stærra en landið,“ segir Ásgeir Erlendsson er upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Við blasi ógnarstórt verkefni, sem eigi ekki aðeins við um Ísland heldur ríki heims. „Þannig að ég myndi telja að þetta sé enginn áfellisdómur yfir landhelgisgæslunni eða stjórnvöldum í heild sinni. Það er einfaldlega verið að benda á að verkefnið er risavaxið.“ Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafi verið að greina stöðuna undanfarin ár. Hann segir stjórnvöld þegar vera að bregðast við stöðunni með ýmsum hætti. Fyrir það sé Landhelgisgæslan afar þakklát. „Það hefur einni þyrluáhöfn verið bætt við á árinu, það er að segja í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sjötta þyrluáhöfnin komi til starfa og það er heljarmikil búbót fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Ásgeir. Með tilkomu nýrrar þyrluáhafnar eykst viðbragðsgetan til muna.Verkefni við Miðjarðarhaf mikilvægt framlag þjóðarinnar „Á fimm ára áætlun ríkisstjórnarinnar þá er gert ráð fyrir að þrjár nýjar þyrlur verði keyptar, það er verið að verja rúmum 14 milljörðum í þetta verkefni. Þannig að þó að það það sé verið að benda á ákveðnar áskoranir í þessari skýrslu þá ber einnig að hafa í huga að töluvert hefur nú þegar verið gert,“ útskýrir Ásgeir. Í skýrslunni kemur einnig fram loftrýmisgæslu sé sinnt alla daga ársins í öllum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, nema á Íslandi. Hér er loftrýmisgæslu almennt aðeins sinnt í um þrjá mánuði á ári en flugvélin TF-SIF er stóran hluta ársins leigð til annarra verkefna erlendis. „Það er svo sem ekkert launungamál að vissulega væri æskilegt að hafa vélina stærri hluta ársins á landinu en engu að síður má heldur ekki gleyma því að staðsetning vélarinnar, vélin er stóran hluta ársins niður við Miðjarðarhaf, og það má einnig segja það að það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til vörslu ytri landamæra Evrópu,“ segir Ásgeir.
Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15