Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Sveinn Arnarsson skrifar 11. febrúar 2019 06:15 Eitt af varðskipum Gæslunnar er varðskipið Týr. fréttablaðið/vilhelm Landhelgisgæslan hefur ekki getu til að sinna lögbundnu hlutverki sínu gagnvart íslenskum lögum né uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Á þetta varpar ljósi skýrsla um greiningu á eftirlits- og viðbragðsgetu gæslunnar sem hefur verið tekin fyrir í þjóðaröryggisráði Íslands. Þjóðaröryggisráð hefur upp á síðkastið haldið fimm fundi og meðal annars rætt málefni Landhelgisgæslunnar. Skýrslan sýnir að hún er ekki á nokkurn hátt mannskap eða tækjum búin til að takast á við það erfiða verkefni að sinna ein vörnum landsins. Nefnd eru dæmi um gervitunglamyndir sem teknar voru í lok október. Þar sjást tíu óþekkt endurvörp suðaustur af landinu á myndsvæði sem er um einn fimmti af efnahagslögsögunni. Miðað við upplausn gervitunglamynda var hægt að staðfesta að tvö þeirra væru skip og miklar líkur á að hin átta endurvörpin hafi einnig verið skip. Þessi skip voru ekki sjáanleg í ferilvöktun og athafnir þeirra í íslenskri lögsögu þar af leiðandi óþekktar. Gæslan gat ekki sent TF-SIF á svæðið til frekari rannsóknar þar sem flugvélin var við verkefni erlendis. Í skýrslunni er talið upp þrennt sem þyrfti að koma til svo að gæslan gæti sinnt skuldbindingum sínum. Fyrir það fyrsta er talið að flugvélin TF-SIF þurfi að vera á landinu allt árið og að bæta þurfi á hana einni áhöfn. Hingað til hefur vélin verið leigð út hálft árið vegna fjárskorts. Einnig er talið upp að bæta þurfi tveimur þyrluáhöfnum við, svo að tvær þyrlur séu til taks hverju sinni og að uppfæra þurfi varðskipið Ægi eða hefja smíði nýs varðskips svo tryggt sé að tvö skip geti verið á sjó hverju sinni. Auk þess þurfi að bæta við áhöfnum. Þetta séu einungis lágmarksviðbætur sem þurfi til að gæslan geti unnið samkvæmt lögum og erlendum skuldbindingum. Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðunni. „Á íslenskum hafsvæðum geta sjófarendur athafnað sig í lengri tíma án vitneskju Landhelgisgæslunnar. Þeir sem hafa áhuga á því, vita þetta,“ segir í skýrslunni. „Landhelgisgæslan hefur undanfarið fundið fyrir takmarkaðri eftirlitsgetu á íslenskum hafsvæðum. Atvik hafa reglulega átt sér stað sem hefði mátt afstýra eða í það minnsta hefðu krafist nánari skoðunar.“ Í þjóðaröryggisráði sitja forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðherra auk ráðuneytisstjóra ráðuneytanna, einn fulltrúi Landsbjargar, ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og tveir þingmenn skipaðir af Alþingi. Birtist í Fréttablaðinu Landhelgisgæslan Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur ekki getu til að sinna lögbundnu hlutverki sínu gagnvart íslenskum lögum né uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Á þetta varpar ljósi skýrsla um greiningu á eftirlits- og viðbragðsgetu gæslunnar sem hefur verið tekin fyrir í þjóðaröryggisráði Íslands. Þjóðaröryggisráð hefur upp á síðkastið haldið fimm fundi og meðal annars rætt málefni Landhelgisgæslunnar. Skýrslan sýnir að hún er ekki á nokkurn hátt mannskap eða tækjum búin til að takast á við það erfiða verkefni að sinna ein vörnum landsins. Nefnd eru dæmi um gervitunglamyndir sem teknar voru í lok október. Þar sjást tíu óþekkt endurvörp suðaustur af landinu á myndsvæði sem er um einn fimmti af efnahagslögsögunni. Miðað við upplausn gervitunglamynda var hægt að staðfesta að tvö þeirra væru skip og miklar líkur á að hin átta endurvörpin hafi einnig verið skip. Þessi skip voru ekki sjáanleg í ferilvöktun og athafnir þeirra í íslenskri lögsögu þar af leiðandi óþekktar. Gæslan gat ekki sent TF-SIF á svæðið til frekari rannsóknar þar sem flugvélin var við verkefni erlendis. Í skýrslunni er talið upp þrennt sem þyrfti að koma til svo að gæslan gæti sinnt skuldbindingum sínum. Fyrir það fyrsta er talið að flugvélin TF-SIF þurfi að vera á landinu allt árið og að bæta þurfi á hana einni áhöfn. Hingað til hefur vélin verið leigð út hálft árið vegna fjárskorts. Einnig er talið upp að bæta þurfi tveimur þyrluáhöfnum við, svo að tvær þyrlur séu til taks hverju sinni og að uppfæra þurfi varðskipið Ægi eða hefja smíði nýs varðskips svo tryggt sé að tvö skip geti verið á sjó hverju sinni. Auk þess þurfi að bæta við áhöfnum. Þetta séu einungis lágmarksviðbætur sem þurfi til að gæslan geti unnið samkvæmt lögum og erlendum skuldbindingum. Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðunni. „Á íslenskum hafsvæðum geta sjófarendur athafnað sig í lengri tíma án vitneskju Landhelgisgæslunnar. Þeir sem hafa áhuga á því, vita þetta,“ segir í skýrslunni. „Landhelgisgæslan hefur undanfarið fundið fyrir takmarkaðri eftirlitsgetu á íslenskum hafsvæðum. Atvik hafa reglulega átt sér stað sem hefði mátt afstýra eða í það minnsta hefðu krafist nánari skoðunar.“ Í þjóðaröryggisráði sitja forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðherra auk ráðuneytisstjóra ráðuneytanna, einn fulltrúi Landsbjargar, ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og tveir þingmenn skipaðir af Alþingi.
Birtist í Fréttablaðinu Landhelgisgæslan Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira