Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Sveinn Arnarsson skrifar 11. febrúar 2019 06:15 Eitt af varðskipum Gæslunnar er varðskipið Týr. fréttablaðið/vilhelm Landhelgisgæslan hefur ekki getu til að sinna lögbundnu hlutverki sínu gagnvart íslenskum lögum né uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Á þetta varpar ljósi skýrsla um greiningu á eftirlits- og viðbragðsgetu gæslunnar sem hefur verið tekin fyrir í þjóðaröryggisráði Íslands. Þjóðaröryggisráð hefur upp á síðkastið haldið fimm fundi og meðal annars rætt málefni Landhelgisgæslunnar. Skýrslan sýnir að hún er ekki á nokkurn hátt mannskap eða tækjum búin til að takast á við það erfiða verkefni að sinna ein vörnum landsins. Nefnd eru dæmi um gervitunglamyndir sem teknar voru í lok október. Þar sjást tíu óþekkt endurvörp suðaustur af landinu á myndsvæði sem er um einn fimmti af efnahagslögsögunni. Miðað við upplausn gervitunglamynda var hægt að staðfesta að tvö þeirra væru skip og miklar líkur á að hin átta endurvörpin hafi einnig verið skip. Þessi skip voru ekki sjáanleg í ferilvöktun og athafnir þeirra í íslenskri lögsögu þar af leiðandi óþekktar. Gæslan gat ekki sent TF-SIF á svæðið til frekari rannsóknar þar sem flugvélin var við verkefni erlendis. Í skýrslunni er talið upp þrennt sem þyrfti að koma til svo að gæslan gæti sinnt skuldbindingum sínum. Fyrir það fyrsta er talið að flugvélin TF-SIF þurfi að vera á landinu allt árið og að bæta þurfi á hana einni áhöfn. Hingað til hefur vélin verið leigð út hálft árið vegna fjárskorts. Einnig er talið upp að bæta þurfi tveimur þyrluáhöfnum við, svo að tvær þyrlur séu til taks hverju sinni og að uppfæra þurfi varðskipið Ægi eða hefja smíði nýs varðskips svo tryggt sé að tvö skip geti verið á sjó hverju sinni. Auk þess þurfi að bæta við áhöfnum. Þetta séu einungis lágmarksviðbætur sem þurfi til að gæslan geti unnið samkvæmt lögum og erlendum skuldbindingum. Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðunni. „Á íslenskum hafsvæðum geta sjófarendur athafnað sig í lengri tíma án vitneskju Landhelgisgæslunnar. Þeir sem hafa áhuga á því, vita þetta,“ segir í skýrslunni. „Landhelgisgæslan hefur undanfarið fundið fyrir takmarkaðri eftirlitsgetu á íslenskum hafsvæðum. Atvik hafa reglulega átt sér stað sem hefði mátt afstýra eða í það minnsta hefðu krafist nánari skoðunar.“ Í þjóðaröryggisráði sitja forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðherra auk ráðuneytisstjóra ráðuneytanna, einn fulltrúi Landsbjargar, ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og tveir þingmenn skipaðir af Alþingi. Birtist í Fréttablaðinu Landhelgisgæslan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur ekki getu til að sinna lögbundnu hlutverki sínu gagnvart íslenskum lögum né uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Á þetta varpar ljósi skýrsla um greiningu á eftirlits- og viðbragðsgetu gæslunnar sem hefur verið tekin fyrir í þjóðaröryggisráði Íslands. Þjóðaröryggisráð hefur upp á síðkastið haldið fimm fundi og meðal annars rætt málefni Landhelgisgæslunnar. Skýrslan sýnir að hún er ekki á nokkurn hátt mannskap eða tækjum búin til að takast á við það erfiða verkefni að sinna ein vörnum landsins. Nefnd eru dæmi um gervitunglamyndir sem teknar voru í lok október. Þar sjást tíu óþekkt endurvörp suðaustur af landinu á myndsvæði sem er um einn fimmti af efnahagslögsögunni. Miðað við upplausn gervitunglamynda var hægt að staðfesta að tvö þeirra væru skip og miklar líkur á að hin átta endurvörpin hafi einnig verið skip. Þessi skip voru ekki sjáanleg í ferilvöktun og athafnir þeirra í íslenskri lögsögu þar af leiðandi óþekktar. Gæslan gat ekki sent TF-SIF á svæðið til frekari rannsóknar þar sem flugvélin var við verkefni erlendis. Í skýrslunni er talið upp þrennt sem þyrfti að koma til svo að gæslan gæti sinnt skuldbindingum sínum. Fyrir það fyrsta er talið að flugvélin TF-SIF þurfi að vera á landinu allt árið og að bæta þurfi á hana einni áhöfn. Hingað til hefur vélin verið leigð út hálft árið vegna fjárskorts. Einnig er talið upp að bæta þurfi tveimur þyrluáhöfnum við, svo að tvær þyrlur séu til taks hverju sinni og að uppfæra þurfi varðskipið Ægi eða hefja smíði nýs varðskips svo tryggt sé að tvö skip geti verið á sjó hverju sinni. Auk þess þurfi að bæta við áhöfnum. Þetta séu einungis lágmarksviðbætur sem þurfi til að gæslan geti unnið samkvæmt lögum og erlendum skuldbindingum. Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðunni. „Á íslenskum hafsvæðum geta sjófarendur athafnað sig í lengri tíma án vitneskju Landhelgisgæslunnar. Þeir sem hafa áhuga á því, vita þetta,“ segir í skýrslunni. „Landhelgisgæslan hefur undanfarið fundið fyrir takmarkaðri eftirlitsgetu á íslenskum hafsvæðum. Atvik hafa reglulega átt sér stað sem hefði mátt afstýra eða í það minnsta hefðu krafist nánari skoðunar.“ Í þjóðaröryggisráði sitja forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðherra auk ráðuneytisstjóra ráðuneytanna, einn fulltrúi Landsbjargar, ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og tveir þingmenn skipaðir af Alþingi.
Birtist í Fréttablaðinu Landhelgisgæslan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira