Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins tvöfaldast á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2019 20:30 Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins munu tvöfaldast á þessu ári og margfaldast á allra næstu árum að sögn forstjóra fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra upplýsti á aðalfundi Landsvirkjunar í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup á eignarhlut fyrirtækisins í orkudreifingarfyrirtækinu Landsneti. Á ársfundi Landsvirkjunar í dag kom fram að afkoma fyrirtækisins hefur batnað mikið á undanförnum árum vegna lækkunar skulda og aukinnar orkusölu á hærra verði. Þannig var methagnaður á fyrirtækinu í fyrra, 184 milljónir dollara eða tæpir 22 milljarðar króna. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig arðgreiðslur Landsvirkjunar geta aukist á næstu tíu árum miðað við nýliðinn áratug vegna lækkandi endurgreiðslna skulda og minni fjárfestinga.Grafík/Stöð 2Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins tvöfaldast á þessu ári og verða um þrír milljarðar króna. „Við höfum undanfarin ár verið að borga um einn og hálfan milljarð. Við getum farið að auka það núna stigvaxandi og getur orðið innan nokkurra ára tíu til tuttugu milljarðar,” segir Hörður. Eftir gildistöku nýrra raforkulaga árið 2003 taka samningar Landsvirkjunar um raforkuverð alfarið mið af alþjóðlegum markaðsforsendum. Í dag eru 60 prósent raforku til stóriðju samkvæmt þeim samningum sem gefa mun betra verð en eldri samningar. „Til lengri tíma litið má segja að í sumum tilvikum værum við að horfa á allt að tvöföldun frá því sem það var áður,” segir Hörður. Þá hafi orkufrekum viðskiptavinum fjölgað úr fjórum í tíu á næstu arum og innan skamms yrðu níu þeirra að kaupa orkuna samkvæmt nýju samningsmarkmiðunum. Iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu á fundinum að þriðji orkupakki Evrópusambandsins væri eðlilegt framhald fyrri markaðspökkum sem sem hefðu tryggt aukna samkeppni og hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu orku. Skilja þyrfti á milli alfarið á milli Landsvirkjunar og orkudreifingarfyrirtækisins Landsnets sem í dag væri í meirihlutaeigu Landsvirkjunar. „Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets. Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila ef viðræðurnar gefa tilefni til,” sagði Þórdís Kolbrún.Grafík/Stöð 2 Orkumál Tengdar fréttir Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins munu tvöfaldast á þessu ári og margfaldast á allra næstu árum að sögn forstjóra fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra upplýsti á aðalfundi Landsvirkjunar í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup á eignarhlut fyrirtækisins í orkudreifingarfyrirtækinu Landsneti. Á ársfundi Landsvirkjunar í dag kom fram að afkoma fyrirtækisins hefur batnað mikið á undanförnum árum vegna lækkunar skulda og aukinnar orkusölu á hærra verði. Þannig var methagnaður á fyrirtækinu í fyrra, 184 milljónir dollara eða tæpir 22 milljarðar króna. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig arðgreiðslur Landsvirkjunar geta aukist á næstu tíu árum miðað við nýliðinn áratug vegna lækkandi endurgreiðslna skulda og minni fjárfestinga.Grafík/Stöð 2Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins tvöfaldast á þessu ári og verða um þrír milljarðar króna. „Við höfum undanfarin ár verið að borga um einn og hálfan milljarð. Við getum farið að auka það núna stigvaxandi og getur orðið innan nokkurra ára tíu til tuttugu milljarðar,” segir Hörður. Eftir gildistöku nýrra raforkulaga árið 2003 taka samningar Landsvirkjunar um raforkuverð alfarið mið af alþjóðlegum markaðsforsendum. Í dag eru 60 prósent raforku til stóriðju samkvæmt þeim samningum sem gefa mun betra verð en eldri samningar. „Til lengri tíma litið má segja að í sumum tilvikum værum við að horfa á allt að tvöföldun frá því sem það var áður,” segir Hörður. Þá hafi orkufrekum viðskiptavinum fjölgað úr fjórum í tíu á næstu arum og innan skamms yrðu níu þeirra að kaupa orkuna samkvæmt nýju samningsmarkmiðunum. Iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu á fundinum að þriðji orkupakki Evrópusambandsins væri eðlilegt framhald fyrri markaðspökkum sem sem hefðu tryggt aukna samkeppni og hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu orku. Skilja þyrfti á milli alfarið á milli Landsvirkjunar og orkudreifingarfyrirtækisins Landsnets sem í dag væri í meirihlutaeigu Landsvirkjunar. „Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets. Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila ef viðræðurnar gefa tilefni til,” sagði Þórdís Kolbrún.Grafík/Stöð 2
Orkumál Tengdar fréttir Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16