Tekist á um innflutning á hráu kjöti á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2019 20:15 Formaður Viðreisnar segir að rekinn sé hræðsluáróður varðandi innflutning á fersku kjöti í stað þess að fara eftir dómum og samningum um innflutninginn. Framsóknarmenn vilja leita leiða til að semja um undanþágur hjá Evrópusambandinu sem hingað til hafa ekki fengist. Hæstiréttur hefur dæmt að Íslendingar verði að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt ákvæðum samningsins um evrópska efnahagssvæðið og niðurstöðum EFTA dómstólsins og afnema þar með 30 daga frystiskyldu á innfluttu kjöti. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar vill engu að síður reyna enn og aftur að fá undanþágur frá samningnum sem ekki hefur tekist í áralöngum viðræðum við Evrópusambandið. En Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra boðar frumvarp þar sem innflutningsbanni verði aflétt. Willum Þórsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins og Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður flokksins vöruðu við frumvarpi landbúnaðarráðherra á Alþingi í dag. „Bann við innflutningi hrás kjöt og sóttvarnir eru liður í sóttvörnum landsins og snúast um sérstöðu landsins til framtíðar. Með samþykkt á þessu frumvarpi erum við sem sjálfstæð þjóð að gefast upp með því að leyfa frjálsan innflutning á hráu kjöti,“ sagði Signý Halla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði íslensk stjórnvöld hafa reynt allt hvað þau gætu í tæpan áratug til að sniðganga EES samninginn í þessum efnum. „Það eru ennþá ráðherrar í ríkisstjórn sem telja að það sé jafnvel hægt að handvelja hvaða dómum á að fylgja eftir og hverja á að sniðganga,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þeir sem hafa verið að tala um óheftan innflutning á kjöti benda á að það geti skilað sér í lægra matvöruverði. Hagsmunir neytenda snúast ekki bara um hvað sé í matinn og hvað hann kostar heldur hvað er í matnum,“ sagði Halla Signý. Þorgerður Katrín sagði þetta vera hræðsluáróður. „Og ég óttast það líka að ríkisstjórnin láti ekki bara undan hræðsluáróðrinum heldur fari líka að finna upp á nýjum leiðum til að brjóta á EES samningnum. Við skulum hafa það hugfast að það eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að viðhalda EES samningnum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Formaður Viðreisnar segir að rekinn sé hræðsluáróður varðandi innflutning á fersku kjöti í stað þess að fara eftir dómum og samningum um innflutninginn. Framsóknarmenn vilja leita leiða til að semja um undanþágur hjá Evrópusambandinu sem hingað til hafa ekki fengist. Hæstiréttur hefur dæmt að Íslendingar verði að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt ákvæðum samningsins um evrópska efnahagssvæðið og niðurstöðum EFTA dómstólsins og afnema þar með 30 daga frystiskyldu á innfluttu kjöti. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar vill engu að síður reyna enn og aftur að fá undanþágur frá samningnum sem ekki hefur tekist í áralöngum viðræðum við Evrópusambandið. En Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra boðar frumvarp þar sem innflutningsbanni verði aflétt. Willum Þórsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins og Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður flokksins vöruðu við frumvarpi landbúnaðarráðherra á Alþingi í dag. „Bann við innflutningi hrás kjöt og sóttvarnir eru liður í sóttvörnum landsins og snúast um sérstöðu landsins til framtíðar. Með samþykkt á þessu frumvarpi erum við sem sjálfstæð þjóð að gefast upp með því að leyfa frjálsan innflutning á hráu kjöti,“ sagði Signý Halla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði íslensk stjórnvöld hafa reynt allt hvað þau gætu í tæpan áratug til að sniðganga EES samninginn í þessum efnum. „Það eru ennþá ráðherrar í ríkisstjórn sem telja að það sé jafnvel hægt að handvelja hvaða dómum á að fylgja eftir og hverja á að sniðganga,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þeir sem hafa verið að tala um óheftan innflutning á kjöti benda á að það geti skilað sér í lægra matvöruverði. Hagsmunir neytenda snúast ekki bara um hvað sé í matinn og hvað hann kostar heldur hvað er í matnum,“ sagði Halla Signý. Þorgerður Katrín sagði þetta vera hræðsluáróður. „Og ég óttast það líka að ríkisstjórnin láti ekki bara undan hræðsluáróðrinum heldur fari líka að finna upp á nýjum leiðum til að brjóta á EES samningnum. Við skulum hafa það hugfast að það eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að viðhalda EES samningnum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00
Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30