Útrýma megi barnafátækt á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 20:00 Lífskjör barna á Íslandi eru góð í alþjóðlegum samanburði en Ísland er eftirbátur Norðurlanda þegar kemur að fjárveitingum til fæðingarorlofs, barnabóta eða daggæslu samkvæmt nýrri rannsókn. Félagsfræðingur segir vel hægt að útrýma barnafátækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt í dag en hún fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016.„Staða íslenskra barna er almennt mjög góð þegar við berum okkur saman við önnur lönd en það eru hins vegar ákveðin vandamál sem virðast vera óleyst eins og það að fátækt virðist vera tiltölulega algeng meðal barna einstæðra foreldra og barna öryrkja,“ segir Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur og höfundur skýrslunnar. Aðspurður segir hann erfitt að segja til um það hversu hátt hlutfall barna á Íslandi búi við fátækt enda geti það farið eftir því hvernig fátækt er mæld. „Það er ofboðslega erfitt að meta það með einhverri nákvæmni, það fer eftir því hvaða mælingar við erum að nota. En mælingar svona benda til þess að það sé einhvers staðar kannski á bilinu 10-15%“ Miðast það við hlutfall barna á heimilum sem búa við fjárhagsþrengingar samkvæmt skilgreiningu Eurostat. Félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson vann skýrsluna.Vísir/BaldurÞótt ýmislegt mætti betur fara kemur Ísland heilt yfir vel út í erlendum samanburði. „Hins vegar er íslensk fjölskyldustefna frekar veik. Við verjum ekkert rosalega miklum fjármunum, hvorki í barnabætur eða fæðingarorlof og jafnvel daggæslan okkar, þar erum við eftirbátar Norðurlandanna,“ segir Kolbeinn. Hann vill meina að hægt sé að útrýma barnafátækt á Íslandi en skýrslunni eru settar fram fjórar tillögur um að draga megi úr barnafátækt með því að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og daggæslu, auka tilfærslur til einstæðra foreldra, Bjóða ókeypis skólamáltíðir og auka niðurgreiðslu tómstundastarfs fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar. „Börn eru dálítið í sérstöðu þegar kemur að fátæktarumræðunni. Fólk getur deilt um það hvort að fólk beri ábyrgð á eigin fátækt eða ekki, börn bera aldrei ábyrgð á eigin fátækt,“ segir Kolbeinn. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Lífskjör barna á Íslandi eru góð í alþjóðlegum samanburði en Ísland er eftirbátur Norðurlanda þegar kemur að fjárveitingum til fæðingarorlofs, barnabóta eða daggæslu samkvæmt nýrri rannsókn. Félagsfræðingur segir vel hægt að útrýma barnafátækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt í dag en hún fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016.„Staða íslenskra barna er almennt mjög góð þegar við berum okkur saman við önnur lönd en það eru hins vegar ákveðin vandamál sem virðast vera óleyst eins og það að fátækt virðist vera tiltölulega algeng meðal barna einstæðra foreldra og barna öryrkja,“ segir Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur og höfundur skýrslunnar. Aðspurður segir hann erfitt að segja til um það hversu hátt hlutfall barna á Íslandi búi við fátækt enda geti það farið eftir því hvernig fátækt er mæld. „Það er ofboðslega erfitt að meta það með einhverri nákvæmni, það fer eftir því hvaða mælingar við erum að nota. En mælingar svona benda til þess að það sé einhvers staðar kannski á bilinu 10-15%“ Miðast það við hlutfall barna á heimilum sem búa við fjárhagsþrengingar samkvæmt skilgreiningu Eurostat. Félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson vann skýrsluna.Vísir/BaldurÞótt ýmislegt mætti betur fara kemur Ísland heilt yfir vel út í erlendum samanburði. „Hins vegar er íslensk fjölskyldustefna frekar veik. Við verjum ekkert rosalega miklum fjármunum, hvorki í barnabætur eða fæðingarorlof og jafnvel daggæslan okkar, þar erum við eftirbátar Norðurlandanna,“ segir Kolbeinn. Hann vill meina að hægt sé að útrýma barnafátækt á Íslandi en skýrslunni eru settar fram fjórar tillögur um að draga megi úr barnafátækt með því að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og daggæslu, auka tilfærslur til einstæðra foreldra, Bjóða ókeypis skólamáltíðir og auka niðurgreiðslu tómstundastarfs fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar. „Börn eru dálítið í sérstöðu þegar kemur að fátæktarumræðunni. Fólk getur deilt um það hvort að fólk beri ábyrgð á eigin fátækt eða ekki, börn bera aldrei ábyrgð á eigin fátækt,“ segir Kolbeinn.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent