Mikilvægt að halda loðnuvöktun áfram Sighvatur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 16:00 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Eyþór Mikilvægt er að halda vöktun loðnu áfram næstu vikur þótt tíminn til loðnuleitar sé að renna út, segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyrirtæki og því þurfi að stunda markvissar rannsóknir til framtíðar. Líneik Anna vakti máls á loðnuleit á Alþingi í morgun. Þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnunin og sjávarútvegsfyrirtæki hafi leitað um allan sjó finnist hún ekki.Heimili tapa mikilvægum tekjum Líneik segir að loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyritæknin og fyrirtæki um land allt sem þjónusta þau. Einstaklingar og heimili muni einnig tapa mikilvægum tekjum. Sveitarfélög séu þegar farin að huga að endurskoðun fjárhagsáætlana og meta fjárhagsleg áhrif loðnubrests fyrir bæjar- og hafnarsjóði. „Áhrifin á ríkissjóð eru einnig mikil en útflutningsverðmæti loðnu námu tæplega 18 milljörðum á árinu 2018, 0,6% af landsframleiðslu. Verðmæti síðustu ár hafa verið á bilinu 15–30 milljarðar, tæp 10% af útflutningsverðmæti sjávarafurða, oft næstmest á eftir þorskinum,“ sagði Líneik Anna í ræðustól Alþingis í morgun.Fyrsta ár án loðnuveiði frá 1963 Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki segir að ef engin verði loðnuveiðin verði þetta fyrsta árið frá því að loðnuveiðar hófust 1963 sem engin loðna veiðist við landið. Hún segir það einnig áhyggjuefni að ekki liggi fyrir fiskveiðisamningur við Færeyinga um kolmunnaveiðar í færeyskri lögsögu, og beinir þeim orðum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Mikilvægt er að halda vöktun loðnu áfram næstu vikur þótt tíminn til loðnuleitar sé að renna út, segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyrirtæki og því þurfi að stunda markvissar rannsóknir til framtíðar. Líneik Anna vakti máls á loðnuleit á Alþingi í morgun. Þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnunin og sjávarútvegsfyrirtæki hafi leitað um allan sjó finnist hún ekki.Heimili tapa mikilvægum tekjum Líneik segir að loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyritæknin og fyrirtæki um land allt sem þjónusta þau. Einstaklingar og heimili muni einnig tapa mikilvægum tekjum. Sveitarfélög séu þegar farin að huga að endurskoðun fjárhagsáætlana og meta fjárhagsleg áhrif loðnubrests fyrir bæjar- og hafnarsjóði. „Áhrifin á ríkissjóð eru einnig mikil en útflutningsverðmæti loðnu námu tæplega 18 milljörðum á árinu 2018, 0,6% af landsframleiðslu. Verðmæti síðustu ár hafa verið á bilinu 15–30 milljarðar, tæp 10% af útflutningsverðmæti sjávarafurða, oft næstmest á eftir þorskinum,“ sagði Líneik Anna í ræðustól Alþingis í morgun.Fyrsta ár án loðnuveiði frá 1963 Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki segir að ef engin verði loðnuveiðin verði þetta fyrsta árið frá því að loðnuveiðar hófust 1963 sem engin loðna veiðist við landið. Hún segir það einnig áhyggjuefni að ekki liggi fyrir fiskveiðisamningur við Færeyinga um kolmunnaveiðar í færeyskri lögsögu, og beinir þeim orðum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira