Lögreglu grunar hvernig kílóin komu til landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 14:36 Rannsókn lögreglu er í samráði við dönsk lögregluyfirvöld og tollstjóra. Myndin er úr safni, frá fyrri fíkniefnafundi. Tollstjóri Svo virðist sem innflutningur fíkniefna til Færeyja með viðkomu á Íslandi sé umfangsmikill ef marka má aðgerðir íslensku lögreglunnar í samráði við þá dönsku undanfarna mánuði. Lagt hefur verið hald á vel yfir tuttugu kíló af hassi í aðgerðunum, ungur íslenskur karlmaður hefur þegar hlotið fangelsisdóm auk þess sem erlendir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi og farbanni í tengslum við málið. Lögreglan á Austurlandi greinir frá því að lagt hafi verið hald á fíkniefni á tollasvæðinu á Seyðisfirði í tveimur aðgerðum í janúar og febrúar. Ferjan Norræna siglir til og frá Seyðisfirði og er eina leiðin til og frá landi ef frá eru talin flug og skemmtiferðasiglingar á sumrin. Þá hafi efni einnig verið haldlögð við húsleit hér á landi en heildarmagn hass nemi á annan tug kílóa. Málið er talið tengjast handtöku íslensks karlmanns á þrítugsaldri á Mýrdalssandi þann 7. nóvember. Var hann með sex kíló af hassi í bílnum. Var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi, að mestu skilorðsbundið, þar sem sannað þótti að hann væri ekki skipuleggjandi og frumkvöðull að brotunum. Var hann undir áhrifum við aksturinn. Var danskur karlmaður handtekinn í Danmörku í tengslum við málið og yfirheyrður. Samtals hafa því verði haldlögð vel yfir tuttugu kíló af hassi. Telur lögreglan hassið tilheyra sömu sendingu sem komið hafi hingað til landsins. Þær haldlagningar sem fram fóru á tollasvæðinu á Seyðisfirði voru gerðar þegar aðilar reyndu að fara með fíkniefnin úr landi, til Færeyja að því er fram kom í fréttum í gær. Lögreglan hefur grun um með hvað hætti efnin komu til landsins og hvert þeim var ætlað að fara. Vegna rannsóknar málsins var erlendur karlmaður úrskurður í fjórtán daga gæsluvarðhald í byrjun janúar og svo fjögurra vikna farbann í framhaldinu. Því lauk í síðustu viku en var framlengt um átta vikur til viðbótar. Annar erlendur karlmaður var úrskurðaður í fjórtán daga gæsluvarðhald í febrúar og svo átta vikna farbann í dag. Rannsókn máls er langt komin og mun ljúka á næstu vikum. Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23 Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17 Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Svo virðist sem innflutningur fíkniefna til Færeyja með viðkomu á Íslandi sé umfangsmikill ef marka má aðgerðir íslensku lögreglunnar í samráði við þá dönsku undanfarna mánuði. Lagt hefur verið hald á vel yfir tuttugu kíló af hassi í aðgerðunum, ungur íslenskur karlmaður hefur þegar hlotið fangelsisdóm auk þess sem erlendir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi og farbanni í tengslum við málið. Lögreglan á Austurlandi greinir frá því að lagt hafi verið hald á fíkniefni á tollasvæðinu á Seyðisfirði í tveimur aðgerðum í janúar og febrúar. Ferjan Norræna siglir til og frá Seyðisfirði og er eina leiðin til og frá landi ef frá eru talin flug og skemmtiferðasiglingar á sumrin. Þá hafi efni einnig verið haldlögð við húsleit hér á landi en heildarmagn hass nemi á annan tug kílóa. Málið er talið tengjast handtöku íslensks karlmanns á þrítugsaldri á Mýrdalssandi þann 7. nóvember. Var hann með sex kíló af hassi í bílnum. Var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi, að mestu skilorðsbundið, þar sem sannað þótti að hann væri ekki skipuleggjandi og frumkvöðull að brotunum. Var hann undir áhrifum við aksturinn. Var danskur karlmaður handtekinn í Danmörku í tengslum við málið og yfirheyrður. Samtals hafa því verði haldlögð vel yfir tuttugu kíló af hassi. Telur lögreglan hassið tilheyra sömu sendingu sem komið hafi hingað til landsins. Þær haldlagningar sem fram fóru á tollasvæðinu á Seyðisfirði voru gerðar þegar aðilar reyndu að fara með fíkniefnin úr landi, til Færeyja að því er fram kom í fréttum í gær. Lögreglan hefur grun um með hvað hætti efnin komu til landsins og hvert þeim var ætlað að fara. Vegna rannsóknar málsins var erlendur karlmaður úrskurður í fjórtán daga gæsluvarðhald í byrjun janúar og svo fjögurra vikna farbann í framhaldinu. Því lauk í síðustu viku en var framlengt um átta vikur til viðbótar. Annar erlendur karlmaður var úrskurðaður í fjórtán daga gæsluvarðhald í febrúar og svo átta vikna farbann í dag. Rannsókn máls er langt komin og mun ljúka á næstu vikum.
Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23 Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17 Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Á leið í fangelsi eftir að hafa verið gripinn með sex kíló af hassi á Mýrdalssandi Játaði brotið og var ekki talin skipuleggjandi eða frumkvöðull. 25. janúar 2019 08:23
Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. 27. febrúar 2019 22:17
Handtaka í Danmörku vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á sex kílóum af hassi Danskur karlmaður var fyrr í mánuðinum handtekinn í Danmörku og yfirheyrður af lögreglu þar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tæplega sex kílóum af hassi. 28. nóvember 2018 12:20