Þurfa ný lagaleg vopn og leita til Ragnars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 09:55 Ragnar Aðalsteinsson er reyndur á sviði mannréttindalögfræði. Vísir/GVA Efling-stéttarfélag hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Er Ragnari og öðrum lögmönnum hjá Rétti – Aðalsteinsson & Partners veitt umboð til innheimtu vangoldinna launa og greiðslna rúmenskra verkamanna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Er þeim veitt heimild til að afla gagna sem málið kann að varða og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu þar sem vísað er í fréttir Stöðvar 2 að kvöldi 7. febrúar síðastliðinn.Rúmensku verkamennirnir sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2.vísir/sigurjón„Þar var sagt frá ömurlegum kjörum og aðbúnaði fjölda rúmenskra starfsmanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Samkvæmt framburði mannanna fengu þeir ekki greitt fyrir unnar vinnustundir, dvöldu í þröngu ólöglegu íbúðarhúsnæði og borguðu fyrir það óhóflegar upphæðir sem dregnar voru frá launum þeirra,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla. Fulltrúar Eflingar og ASÍ skoðuðu aðbúnað mannanna og virkjuðu í kjölfarið framkvæmdateymi fyrir þolendur mansals. Starfsmenn kjaramálasviðs Eflingar hafa fundað með verkamönnunum og aflað frekari gagna um málið. Vegna gruns um umfangsmikið refsivert athæfi og hugsanlegt mansal var málið fært í hendur lögmannastofunnar Réttar. „Efling hefur lengi beitt sér gegn ítrekuðum brotum á kjarasamningum, sem framin eru í skjóli óljósra samninga, „útleigu“ á starfsfólki og skorts á sektarheimildum. Í Kröfugerð Eflingar, sem samin var af félagsmönnum í haust er þess meðal annars krafist að heimilt sé að innheima sektir vegna alvarlegra brota á kjarasamningi.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirViðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar segir það óviðunandi að slík mál komi upp aftur og aftur, jafnvel hjá sömu aðilum undir nýrri kennitölu. „Kjaramálasviði og lögmönnum Eflingar hefur tekist að reka launakröfur með góðum árangri gegn starfsmannaleigum. En það sem við sjáum núna eru nýstárlegar aðferðir, hjá sömu aðilum, við að féfletta fólk framhjá lögum og reglum. Það kallar á að við beitum fyrir okkur nýjum lagalegum vopnum og samstarf okkar við Rétt er dæmi um það. Við erum mjög ánægð að Ragnar Aðalsteinsson og Réttur hafi fallist á að taka málið upp á sína arma.“Greint var frá því á Vísi í gærkvöldi að Viðari hefði borist krafa frá Mönnum í vinnu um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla sem hann hafi látið falla í fjölmiðlum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, greinir frá því að hún hafi sömuleiðis fengið slíkt kröfubréf. Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Efling-stéttarfélag hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Er Ragnari og öðrum lögmönnum hjá Rétti – Aðalsteinsson & Partners veitt umboð til innheimtu vangoldinna launa og greiðslna rúmenskra verkamanna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Er þeim veitt heimild til að afla gagna sem málið kann að varða og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu þar sem vísað er í fréttir Stöðvar 2 að kvöldi 7. febrúar síðastliðinn.Rúmensku verkamennirnir sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2.vísir/sigurjón„Þar var sagt frá ömurlegum kjörum og aðbúnaði fjölda rúmenskra starfsmanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Samkvæmt framburði mannanna fengu þeir ekki greitt fyrir unnar vinnustundir, dvöldu í þröngu ólöglegu íbúðarhúsnæði og borguðu fyrir það óhóflegar upphæðir sem dregnar voru frá launum þeirra,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla. Fulltrúar Eflingar og ASÍ skoðuðu aðbúnað mannanna og virkjuðu í kjölfarið framkvæmdateymi fyrir þolendur mansals. Starfsmenn kjaramálasviðs Eflingar hafa fundað með verkamönnunum og aflað frekari gagna um málið. Vegna gruns um umfangsmikið refsivert athæfi og hugsanlegt mansal var málið fært í hendur lögmannastofunnar Réttar. „Efling hefur lengi beitt sér gegn ítrekuðum brotum á kjarasamningum, sem framin eru í skjóli óljósra samninga, „útleigu“ á starfsfólki og skorts á sektarheimildum. Í Kröfugerð Eflingar, sem samin var af félagsmönnum í haust er þess meðal annars krafist að heimilt sé að innheima sektir vegna alvarlegra brota á kjarasamningi.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirViðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar segir það óviðunandi að slík mál komi upp aftur og aftur, jafnvel hjá sömu aðilum undir nýrri kennitölu. „Kjaramálasviði og lögmönnum Eflingar hefur tekist að reka launakröfur með góðum árangri gegn starfsmannaleigum. En það sem við sjáum núna eru nýstárlegar aðferðir, hjá sömu aðilum, við að féfletta fólk framhjá lögum og reglum. Það kallar á að við beitum fyrir okkur nýjum lagalegum vopnum og samstarf okkar við Rétt er dæmi um það. Við erum mjög ánægð að Ragnar Aðalsteinsson og Réttur hafi fallist á að taka málið upp á sína arma.“Greint var frá því á Vísi í gærkvöldi að Viðari hefði borist krafa frá Mönnum í vinnu um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla sem hann hafi látið falla í fjölmiðlum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, greinir frá því að hún hafi sömuleiðis fengið slíkt kröfubréf.
Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira