Þurfa ný lagaleg vopn og leita til Ragnars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 09:55 Ragnar Aðalsteinsson er reyndur á sviði mannréttindalögfræði. Vísir/GVA Efling-stéttarfélag hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Er Ragnari og öðrum lögmönnum hjá Rétti – Aðalsteinsson & Partners veitt umboð til innheimtu vangoldinna launa og greiðslna rúmenskra verkamanna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Er þeim veitt heimild til að afla gagna sem málið kann að varða og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu þar sem vísað er í fréttir Stöðvar 2 að kvöldi 7. febrúar síðastliðinn.Rúmensku verkamennirnir sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2.vísir/sigurjón„Þar var sagt frá ömurlegum kjörum og aðbúnaði fjölda rúmenskra starfsmanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Samkvæmt framburði mannanna fengu þeir ekki greitt fyrir unnar vinnustundir, dvöldu í þröngu ólöglegu íbúðarhúsnæði og borguðu fyrir það óhóflegar upphæðir sem dregnar voru frá launum þeirra,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla. Fulltrúar Eflingar og ASÍ skoðuðu aðbúnað mannanna og virkjuðu í kjölfarið framkvæmdateymi fyrir þolendur mansals. Starfsmenn kjaramálasviðs Eflingar hafa fundað með verkamönnunum og aflað frekari gagna um málið. Vegna gruns um umfangsmikið refsivert athæfi og hugsanlegt mansal var málið fært í hendur lögmannastofunnar Réttar. „Efling hefur lengi beitt sér gegn ítrekuðum brotum á kjarasamningum, sem framin eru í skjóli óljósra samninga, „útleigu“ á starfsfólki og skorts á sektarheimildum. Í Kröfugerð Eflingar, sem samin var af félagsmönnum í haust er þess meðal annars krafist að heimilt sé að innheima sektir vegna alvarlegra brota á kjarasamningi.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirViðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar segir það óviðunandi að slík mál komi upp aftur og aftur, jafnvel hjá sömu aðilum undir nýrri kennitölu. „Kjaramálasviði og lögmönnum Eflingar hefur tekist að reka launakröfur með góðum árangri gegn starfsmannaleigum. En það sem við sjáum núna eru nýstárlegar aðferðir, hjá sömu aðilum, við að féfletta fólk framhjá lögum og reglum. Það kallar á að við beitum fyrir okkur nýjum lagalegum vopnum og samstarf okkar við Rétt er dæmi um það. Við erum mjög ánægð að Ragnar Aðalsteinsson og Réttur hafi fallist á að taka málið upp á sína arma.“Greint var frá því á Vísi í gærkvöldi að Viðari hefði borist krafa frá Mönnum í vinnu um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla sem hann hafi látið falla í fjölmiðlum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, greinir frá því að hún hafi sömuleiðis fengið slíkt kröfubréf. Vinnumarkaður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Efling-stéttarfélag hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Er Ragnari og öðrum lögmönnum hjá Rétti – Aðalsteinsson & Partners veitt umboð til innheimtu vangoldinna launa og greiðslna rúmenskra verkamanna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Er þeim veitt heimild til að afla gagna sem málið kann að varða og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu þar sem vísað er í fréttir Stöðvar 2 að kvöldi 7. febrúar síðastliðinn.Rúmensku verkamennirnir sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2.vísir/sigurjón„Þar var sagt frá ömurlegum kjörum og aðbúnaði fjölda rúmenskra starfsmanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Samkvæmt framburði mannanna fengu þeir ekki greitt fyrir unnar vinnustundir, dvöldu í þröngu ólöglegu íbúðarhúsnæði og borguðu fyrir það óhóflegar upphæðir sem dregnar voru frá launum þeirra,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla. Fulltrúar Eflingar og ASÍ skoðuðu aðbúnað mannanna og virkjuðu í kjölfarið framkvæmdateymi fyrir þolendur mansals. Starfsmenn kjaramálasviðs Eflingar hafa fundað með verkamönnunum og aflað frekari gagna um málið. Vegna gruns um umfangsmikið refsivert athæfi og hugsanlegt mansal var málið fært í hendur lögmannastofunnar Réttar. „Efling hefur lengi beitt sér gegn ítrekuðum brotum á kjarasamningum, sem framin eru í skjóli óljósra samninga, „útleigu“ á starfsfólki og skorts á sektarheimildum. Í Kröfugerð Eflingar, sem samin var af félagsmönnum í haust er þess meðal annars krafist að heimilt sé að innheima sektir vegna alvarlegra brota á kjarasamningi.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirViðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar segir það óviðunandi að slík mál komi upp aftur og aftur, jafnvel hjá sömu aðilum undir nýrri kennitölu. „Kjaramálasviði og lögmönnum Eflingar hefur tekist að reka launakröfur með góðum árangri gegn starfsmannaleigum. En það sem við sjáum núna eru nýstárlegar aðferðir, hjá sömu aðilum, við að féfletta fólk framhjá lögum og reglum. Það kallar á að við beitum fyrir okkur nýjum lagalegum vopnum og samstarf okkar við Rétt er dæmi um það. Við erum mjög ánægð að Ragnar Aðalsteinsson og Réttur hafi fallist á að taka málið upp á sína arma.“Greint var frá því á Vísi í gærkvöldi að Viðari hefði borist krafa frá Mönnum í vinnu um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla sem hann hafi látið falla í fjölmiðlum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, greinir frá því að hún hafi sömuleiðis fengið slíkt kröfubréf.
Vinnumarkaður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira