Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 06:52 Vel fór á með þeim Kim Jong-un og Donald Trump í gær. Fundur þeirra í dag varð hins vegar ekki jafn árangursríkur og vonir höfðu staðið til. Getty/Saul Loeb Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. Fundinum er lokið og ekkert varð af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Trump hefur boðað til blaðamannafundar vegna hinna óvæntu vendinga en sem stendur er ekki vitað hvers vegna fundi leiðtoganna lauk svo snögglega. Trump fór rakleiðis af fundinum ásamt fylgdarliði sínu og sama gerði Kim Jong-Un um klukkan tvö að staðartíma, sjö að íslenskum. Fundinum átti samkvæmt dagskrá að ljúka um klukkan fjögur, eða tveimur tímum síðar. Þá hafði verið búist við því að leiðtogarnir næðu einhvers konar samkomulagi um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu og að mögulega yrði samningur þess efnis einnig undirritaður en ekkert verður af því.Kim Jong Un leaves the Metropole without a joint signing ceremony pic.twitter.com/TefzCfab8J — Oliver Hotham (@OliverHotham) February 28, 2019 Í yfirlýsingu sem Hvíta-húsið sendi frá sér á sjöunda tímanum segir að þrátt fyrir að Trump og Kim hafi átt „góðar og uppbyggilegar samræður í Hanoi“ hafi þeir ekki komist að samkomulagi. Leiðtogarnir hafi til að mynda rætt kjarnorkuafvopnun og efnahagsmál. Þessum samræðum sé hins vegar ekki lokið og að sendinefndir ríkjanna hlakki til að eiga fleri fundi í framtíðinni. Hlutabréfamarkaðir í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum tóku hinum óvæntu fundarslitum illa. Suður-Kóreska vísitalan hefur fallið um rúmt prósent og gert er ráð fyrir að eitthvað svipað verði upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Hér að neðan verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá blaðamannafundi Trump, sem gert er ráð fyrir að hefjist innan skamms. Fréttin verður uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Sannfærður um árangur í Hanoi Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. 28. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. Fundinum er lokið og ekkert varð af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Trump hefur boðað til blaðamannafundar vegna hinna óvæntu vendinga en sem stendur er ekki vitað hvers vegna fundi leiðtoganna lauk svo snögglega. Trump fór rakleiðis af fundinum ásamt fylgdarliði sínu og sama gerði Kim Jong-Un um klukkan tvö að staðartíma, sjö að íslenskum. Fundinum átti samkvæmt dagskrá að ljúka um klukkan fjögur, eða tveimur tímum síðar. Þá hafði verið búist við því að leiðtogarnir næðu einhvers konar samkomulagi um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu og að mögulega yrði samningur þess efnis einnig undirritaður en ekkert verður af því.Kim Jong Un leaves the Metropole without a joint signing ceremony pic.twitter.com/TefzCfab8J — Oliver Hotham (@OliverHotham) February 28, 2019 Í yfirlýsingu sem Hvíta-húsið sendi frá sér á sjöunda tímanum segir að þrátt fyrir að Trump og Kim hafi átt „góðar og uppbyggilegar samræður í Hanoi“ hafi þeir ekki komist að samkomulagi. Leiðtogarnir hafi til að mynda rætt kjarnorkuafvopnun og efnahagsmál. Þessum samræðum sé hins vegar ekki lokið og að sendinefndir ríkjanna hlakki til að eiga fleri fundi í framtíðinni. Hlutabréfamarkaðir í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum tóku hinum óvæntu fundarslitum illa. Suður-Kóreska vísitalan hefur fallið um rúmt prósent og gert er ráð fyrir að eitthvað svipað verði upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Hér að neðan verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá blaðamannafundi Trump, sem gert er ráð fyrir að hefjist innan skamms. Fréttin verður uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Sannfærður um árangur í Hanoi Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. 28. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00
Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10
Sannfærður um árangur í Hanoi Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. 28. febrúar 2019 06:00