Barnaþing haldið í ár Salvör Nordal skrifar 28. febrúar 2019 11:00 Umsvif umboðsmanns barna í embætti voru aukin í lok árs 2018. Lögum um umboðsmann barna var breytt í lok síðasta árs en þau höfðu þá ekki verið endurskoðuð frá því þau voru sett árið 1994. Með breytingunum er embættið styrkt og það hefur nú skýrt hlutverk í innleiðingu Barnasáttmálans og fræðslu um hann. Þá er embættinu gefið sérstakt hlutverk við að afla og miðla gögnum um stöðu tiltekinna hópa barna. Þau gögn munu liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna hjá stjórnvöldum. „Umboðsmaður barna mun einnig boða til þings um málefni barna annað hvert ár þar sem farið verði yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og þá verða niðurstöður þingsins kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. „Það er ótrúlega spennandi verkefni og gaman að fyrsta þingið verður haldið í nóvember í tengslum við 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Barnaþingið verður haldið í Hörpu og við gerum ráð fyrir um 400-500 þátttakendum en í lögunum er kveðið á um virka þátttöku barna í skipulagningu og framkvæmd þingsins og að börn verði meðal gesta þess og mælenda. Okkur er ekki kunnugt um að sambærilegt þing hafi verið haldið annars staðar þótt ýmsar leiðir hafi verið farnar til að virkja þátttöku barna víða um heim.“ Einnig hefur verið lögfest að embættið hafi hóp barna sér til ráðgjafar en slíkur hópur hefur verið starfræktur um árabil. „Hlutverk þeirra er mjög mikilvægt í öllu okkar starfi. Með lögfestingu hópsins fær hann enn meira vægi og við höfum í hyggju að styrkja hann enn frekar t.d. með því að efla tengslin við börn út á landi til að fá sem fjölbreyttust sjónarmið inn í hópinn.“ Salvör segir það öllu máli skipta að sjónarmið barna heyrist í umræðunni og í stefnumótun hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Ekki eingöngu um málefni sem snúa beint að börnum heldur einnig um ýmis önnur mál enda þurfi börn að lifa lengst með afleiðingum ákvarðana sem teknar eru í dag. „Þá skiptir líka máli að ekki sé bara rætt við félagslega sterk börn heldur ekki síður þau sem eiga erfiðara með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þess vegna er rík áhersla lögð á það að fulltrúar barna á Barnaþinginu komi alls staðar að af landinu, úr mismunandi aðstæðum og með fjölbreytta reynslu. Á síðustu mánuðum hefur embættið unnið með sérfræðihópi barna með fötlun og við erum að vinna úr tillögum þeirra, sem ég vona að við getum kynnt á vormánuðum,“ segir Salvör. „Þegar kemur að aðstæðum barna og þjónustu við börn verðum við að heyra hvað þeim sjálfum finnst, hvernig þau sjá þjónustuna og hvað betur mætti fara. Ekki síður að þau séu höfð með í ráðum þegar ákveðið er hvernig haga eigi þeirra lífi, t.d. þegar forsjá er ákveðin eða umgengni eftir skilnað. Við getum talið okkur vita hvað börnum er fyrir bestu en sjáum svo ekki augljósa þætti sem skipta þau jafnvel öllu máli fyrr en við spyrjum þau. Þess vegna er samráð og samtal við börn og ungmenni lykilþátturinn í öllu starfi embættisins.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Salvör Nordal Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umsvif umboðsmanns barna í embætti voru aukin í lok árs 2018. Lögum um umboðsmann barna var breytt í lok síðasta árs en þau höfðu þá ekki verið endurskoðuð frá því þau voru sett árið 1994. Með breytingunum er embættið styrkt og það hefur nú skýrt hlutverk í innleiðingu Barnasáttmálans og fræðslu um hann. Þá er embættinu gefið sérstakt hlutverk við að afla og miðla gögnum um stöðu tiltekinna hópa barna. Þau gögn munu liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna hjá stjórnvöldum. „Umboðsmaður barna mun einnig boða til þings um málefni barna annað hvert ár þar sem farið verði yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og þá verða niðurstöður þingsins kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. „Það er ótrúlega spennandi verkefni og gaman að fyrsta þingið verður haldið í nóvember í tengslum við 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Barnaþingið verður haldið í Hörpu og við gerum ráð fyrir um 400-500 þátttakendum en í lögunum er kveðið á um virka þátttöku barna í skipulagningu og framkvæmd þingsins og að börn verði meðal gesta þess og mælenda. Okkur er ekki kunnugt um að sambærilegt þing hafi verið haldið annars staðar þótt ýmsar leiðir hafi verið farnar til að virkja þátttöku barna víða um heim.“ Einnig hefur verið lögfest að embættið hafi hóp barna sér til ráðgjafar en slíkur hópur hefur verið starfræktur um árabil. „Hlutverk þeirra er mjög mikilvægt í öllu okkar starfi. Með lögfestingu hópsins fær hann enn meira vægi og við höfum í hyggju að styrkja hann enn frekar t.d. með því að efla tengslin við börn út á landi til að fá sem fjölbreyttust sjónarmið inn í hópinn.“ Salvör segir það öllu máli skipta að sjónarmið barna heyrist í umræðunni og í stefnumótun hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Ekki eingöngu um málefni sem snúa beint að börnum heldur einnig um ýmis önnur mál enda þurfi börn að lifa lengst með afleiðingum ákvarðana sem teknar eru í dag. „Þá skiptir líka máli að ekki sé bara rætt við félagslega sterk börn heldur ekki síður þau sem eiga erfiðara með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þess vegna er rík áhersla lögð á það að fulltrúar barna á Barnaþinginu komi alls staðar að af landinu, úr mismunandi aðstæðum og með fjölbreytta reynslu. Á síðustu mánuðum hefur embættið unnið með sérfræðihópi barna með fötlun og við erum að vinna úr tillögum þeirra, sem ég vona að við getum kynnt á vormánuðum,“ segir Salvör. „Þegar kemur að aðstæðum barna og þjónustu við börn verðum við að heyra hvað þeim sjálfum finnst, hvernig þau sjá þjónustuna og hvað betur mætti fara. Ekki síður að þau séu höfð með í ráðum þegar ákveðið er hvernig haga eigi þeirra lífi, t.d. þegar forsjá er ákveðin eða umgengni eftir skilnað. Við getum talið okkur vita hvað börnum er fyrir bestu en sjáum svo ekki augljósa þætti sem skipta þau jafnvel öllu máli fyrr en við spyrjum þau. Þess vegna er samráð og samtal við börn og ungmenni lykilþátturinn í öllu starfi embættisins.“
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun