Ekki sé komið til móts við þarfir allra barna Sveinn Arnarsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Lára Kristín Jónsdóttir og sonur hennar Úlfar Hólmgeirsson sem þarf á sterkum gleraugum að halda til að lifa eðlilegu lífi. Fréttablaðið/Auðunn Foreldrar barna sem þurfa sterk gleraugu til að lifa eðlilegu lífi þurfa oft á tíðum að greiða hátt verð fyrir hjálpartæki fyrir börn sín og fá afar litla aðstoð frá hinu opinbera. Lára Kristín Jónsdóttir, móðir Úlfars Hólmgeirssonar, segir það skjóta skökku við að greiða háar upphæðir fyrir gleraugu á meðan til dæmis heyrnartæki fyrir börn eru greidd að fullu úr ríkissjóði. Hún segir málið snúast um mannréttindi. „Úlfar þarf á gleraugum að halda til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Það eru mannréttindi að börn geti fengið að lifa eðlilegu lífi og fjárhagsleg staða foreldra á ekki að skipta máli þegar kemur að því,“ segir Lára Kristín og heldur áfram. „Sonur minn er með það slæma sjón að hann getur lítið sem ekkert gert án gleraugna.“ Úlfar stundar sund og eftir að hafa fengið sundgleraugu við hæfi getur hann stundað íþrótt sína af kappi. „En það þýðir líka að við erum að eyða rúmlega eitt hundrað þúsund krónum í gleraugu. Heimilisbókhaldið okkar ræður við þetta,“ segir Lára Kristín, „en efnaminni foreldrar gætu átt í miklum erfiðleikum með að greiða þetta.“ Samkvæmt reglugerð frá árinu 2005 eiga öll börn rétt á gleraugnaendurgreiðslum að átján ára aldri. Í reglugerðinni voru upphæðir ákveðnar og hafa þær ekki tekið breytingum síðan. Á tæpum 15 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og gleraugu hækkað í verði líkt og allt annað hér á landi. Til stendur innan félagsmálaráðuneytisins að laga þetta. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir vinnu í gangi í ráðuneytinu. „Ég held að ástæða sé til að að flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Ég mun beita mér fyrir því á næstu vikum og mánuðum að það verði gert og að við leitum leiða til að koma betur til móts við þau börn sem þarna um ræðir,“ segir ráðherrann. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Sjá meira
Foreldrar barna sem þurfa sterk gleraugu til að lifa eðlilegu lífi þurfa oft á tíðum að greiða hátt verð fyrir hjálpartæki fyrir börn sín og fá afar litla aðstoð frá hinu opinbera. Lára Kristín Jónsdóttir, móðir Úlfars Hólmgeirssonar, segir það skjóta skökku við að greiða háar upphæðir fyrir gleraugu á meðan til dæmis heyrnartæki fyrir börn eru greidd að fullu úr ríkissjóði. Hún segir málið snúast um mannréttindi. „Úlfar þarf á gleraugum að halda til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Það eru mannréttindi að börn geti fengið að lifa eðlilegu lífi og fjárhagsleg staða foreldra á ekki að skipta máli þegar kemur að því,“ segir Lára Kristín og heldur áfram. „Sonur minn er með það slæma sjón að hann getur lítið sem ekkert gert án gleraugna.“ Úlfar stundar sund og eftir að hafa fengið sundgleraugu við hæfi getur hann stundað íþrótt sína af kappi. „En það þýðir líka að við erum að eyða rúmlega eitt hundrað þúsund krónum í gleraugu. Heimilisbókhaldið okkar ræður við þetta,“ segir Lára Kristín, „en efnaminni foreldrar gætu átt í miklum erfiðleikum með að greiða þetta.“ Samkvæmt reglugerð frá árinu 2005 eiga öll börn rétt á gleraugnaendurgreiðslum að átján ára aldri. Í reglugerðinni voru upphæðir ákveðnar og hafa þær ekki tekið breytingum síðan. Á tæpum 15 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og gleraugu hækkað í verði líkt og allt annað hér á landi. Til stendur innan félagsmálaráðuneytisins að laga þetta. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir vinnu í gangi í ráðuneytinu. „Ég held að ástæða sé til að að flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Ég mun beita mér fyrir því á næstu vikum og mánuðum að það verði gert og að við leitum leiða til að koma betur til móts við þau börn sem þarna um ræðir,“ segir ráðherrann.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Sjá meira