Móðir fatlaðrar konu ósátt við vinnubrögð vegna meints kynferðisofbeldis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. febrúar 2019 19:00 Móðir fatlaðrar konu sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar er ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Dóttir hennar þurfi ekki aðstoð við að fara í bað eins og forsvarsmenn borgarinnar hafi gefið í skyn í fréttum í gær. Sjá einnig: Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn og ungt fólk er til rannsóknar hjá lögreglu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Meint atvik á að hafa gerst fyrir tveimur vikum þegar starfsmaðurinn baðaði konuna sem er á þrítugsaldri en hún er flogaveik og með þroskaskerðingu. Maðurinn hefur starfað á heimilinu í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum borgarinnar.Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar.Framkvæmdastjóri Miðgarðs, sem fer með umsjón með skammtímaheimilinu, sagði í viðtali í gær að um væri að ræða ósæmilega hegðun starfsmanns. Það sé óheppilegt að karlkyns starfsmaður baði skjólstæðing af gagnstæðu kyni en stundum sé það óhjákvæmilegt. Móður stúlkunnar segir að hér sé vægt til orða tekið enda konan ekki líkamlega fötluð og fullfær um að baða sig sjálf. „Í þessu tilfelli var engin þörf á að baða dóttur mína, engin. Hún hefur ekki verið böðuð síðan hún var lítil stúlka,“ segir Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar. Brynhildur segir að kvenkyns starfsmenn hafi verið úti með öðrum skjólstæðingum þegar atvikið hafi átt sér stað. Maðurinn hafi ítrekað hvatt dóttur hennar til að fara í sturtu en hún hafi ekki viljað það fyrr en konurnar kæmu. „Eins og hún sagði við: Mamma ég hafði ekki val svo ég fór í sturtu. Og svo byrjar hún bara að þvo sér í sturtunni eins og hún er vön að gera og þá kemur hann inn og lokar á eftir sér og fer að þvo henni,“ segir Brynhildur. Hann hafi þvegið henni um allan líkamann og á kynfærum. Þá hafi hann þurrkað henni eftir baðið og klætt.Maðurinn er starfsmaður Reykjavíkurborgar. Hann var sendur í leyfi frá störfum á meðan málið er til rannsóknar.Vísir/VilhelmDóttir Brynhildar sagði mömmu sinni frá síðar sama dag sem hún er mjög þakklát fyrir. Hún hafi í gegn um tíðina lagt áherslu á að kenna henni muninn á réttu og röngu og að segja frá. „Síðan hún var bara lítil stúlka. Ég er mjög meðvituð um að það er til fólk sem misnotar sé aðstöðu þessa fólks,“ segir Brynhildur. Eftir að Brynhildur lét forstöðumann heimilisins vita var manninum vikið tímabundið frá störfum og mæðgunar boðaðar í viðtal hjá þjónustumiðstöðinni. Brynhildur segir að ekki hafa verið staðið faglega að skýrslutökunni og ekki hafi verið kallaður til réttargæslumaður fatlaðra. „Þetta fór hratt fram, það var lítill undirbúningur. Hún var ekki undirbúin fyrir viðtalið. Mér fannst hugtakanotkun og málfar flókið fyrir einstakling með þrostafrávik og ég var hissa á því og fannst þar af leiðandi ekki faglega að þessu staðið. Þarna þarf hún að segja frá og þarna er oft gripið fram í fyrir henni í frásögninni.“ Einnig hafi komið á óvart að fá ekki meiri stuðning við að kæra til lögreglu en þeim var sagt að þær þyrftu sjálfar að sjá um það. Sviðsstjóri velferðarsvið segir að í ljósi þess hvað málið sé alvarlegt hefði átt að vísa þeim strax til lögreglu og farið verði yfir verkferla í kjölfarið. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Móðir fatlaðrar konu sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar er ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Dóttir hennar þurfi ekki aðstoð við að fara í bað eins og forsvarsmenn borgarinnar hafi gefið í skyn í fréttum í gær. Sjá einnig: Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn og ungt fólk er til rannsóknar hjá lögreglu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Meint atvik á að hafa gerst fyrir tveimur vikum þegar starfsmaðurinn baðaði konuna sem er á þrítugsaldri en hún er flogaveik og með þroskaskerðingu. Maðurinn hefur starfað á heimilinu í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum borgarinnar.Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar.Framkvæmdastjóri Miðgarðs, sem fer með umsjón með skammtímaheimilinu, sagði í viðtali í gær að um væri að ræða ósæmilega hegðun starfsmanns. Það sé óheppilegt að karlkyns starfsmaður baði skjólstæðing af gagnstæðu kyni en stundum sé það óhjákvæmilegt. Móður stúlkunnar segir að hér sé vægt til orða tekið enda konan ekki líkamlega fötluð og fullfær um að baða sig sjálf. „Í þessu tilfelli var engin þörf á að baða dóttur mína, engin. Hún hefur ekki verið böðuð síðan hún var lítil stúlka,“ segir Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar. Brynhildur segir að kvenkyns starfsmenn hafi verið úti með öðrum skjólstæðingum þegar atvikið hafi átt sér stað. Maðurinn hafi ítrekað hvatt dóttur hennar til að fara í sturtu en hún hafi ekki viljað það fyrr en konurnar kæmu. „Eins og hún sagði við: Mamma ég hafði ekki val svo ég fór í sturtu. Og svo byrjar hún bara að þvo sér í sturtunni eins og hún er vön að gera og þá kemur hann inn og lokar á eftir sér og fer að þvo henni,“ segir Brynhildur. Hann hafi þvegið henni um allan líkamann og á kynfærum. Þá hafi hann þurrkað henni eftir baðið og klætt.Maðurinn er starfsmaður Reykjavíkurborgar. Hann var sendur í leyfi frá störfum á meðan málið er til rannsóknar.Vísir/VilhelmDóttir Brynhildar sagði mömmu sinni frá síðar sama dag sem hún er mjög þakklát fyrir. Hún hafi í gegn um tíðina lagt áherslu á að kenna henni muninn á réttu og röngu og að segja frá. „Síðan hún var bara lítil stúlka. Ég er mjög meðvituð um að það er til fólk sem misnotar sé aðstöðu þessa fólks,“ segir Brynhildur. Eftir að Brynhildur lét forstöðumann heimilisins vita var manninum vikið tímabundið frá störfum og mæðgunar boðaðar í viðtal hjá þjónustumiðstöðinni. Brynhildur segir að ekki hafa verið staðið faglega að skýrslutökunni og ekki hafi verið kallaður til réttargæslumaður fatlaðra. „Þetta fór hratt fram, það var lítill undirbúningur. Hún var ekki undirbúin fyrir viðtalið. Mér fannst hugtakanotkun og málfar flókið fyrir einstakling með þrostafrávik og ég var hissa á því og fannst þar af leiðandi ekki faglega að þessu staðið. Þarna þarf hún að segja frá og þarna er oft gripið fram í fyrir henni í frásögninni.“ Einnig hafi komið á óvart að fá ekki meiri stuðning við að kæra til lögreglu en þeim var sagt að þær þyrftu sjálfar að sjá um það. Sviðsstjóri velferðarsvið segir að í ljósi þess hvað málið sé alvarlegt hefði átt að vísa þeim strax til lögreglu og farið verði yfir verkferla í kjölfarið.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30