Hamilton vs. Loftsson Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Það leið ekki á löngu frá því að sjávarútvegsráðherra undirritaði reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023 þar til stórir erlendir fjölmiðlar hófu umfjöllun um málið. Í þeim er veiðunum jafnan líkt við slátranir og fjöldamorð og með fréttunum fylgja grafískar myndir af verkun hvalanna undir berum himni í Hvalfirði. Ráðherra kveðst keikur byggja ákvörðun sína á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Fræðimenn gagnrýndu skýrsluna harðlega og ferðaþjónustan tók undir. ?Furðu sætir að jafn umdeild ákvörðun sé byggð á jafn veikum grunni og raun ber vitni þegar orðspor Íslands í útlöndum er undir. Ísland hefur skotist upp á stjörnuhimininn á síðustu árum, ekki síst fyrir tilstilli samfélagsmiðla. Fyrir vikið eigum við verðmætt vörumerki – merki sem þarf að umgangast af varúð á tímum sem ein færsla frá áhrifamiklum aðila á samfélagsmiðlum getur stofnað umfangsmiklum viðskiptahagsmunum í hættu á augabragði. Slíka áhættu er erfitt að greina með Excel-æfingum. Gott dæmi um þetta er færsla breska ökuþórsins Lewis Hamilton á Instagram í gær þar sem hvalveiðum Íslendinga er mótmælt. Tæplega ein milljón af tíu milljónum fylgjenda Hamiltons hafði brugðist við færslunni aðeins örfáum klukkustundum eftir að hún birtist. Stjórnvöldum ætti einnig að vera minnisstæð viðbrögð bandarísku verslunarkeðjunnar Whole Foods fyrir fáeinum árum við hvalveiðibröltinu og ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum með íslenskan fisk við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals hf. og þáverandi stjórnarformanns og hluthafa í HB Granda. Líklega er einungis tímaspursmál hvenær aðrar stórverslanir og dreifingaraðilar vestanhafs feta í þau fótspor. ?Stór hluti heimsbyggðarinnar og æ fleiri Íslendingar líta á hvalveiðar sem dýraníð. Alþjóðlegir samningar banna veiðarnar enda þykja veiðiaðferðirnar frumstæðar og drápstækin ófullkomin. Dýrin engjast um svo mínútum skiptir eftir sprengiskutla áður en þau eru dregin til lands og verkuð í trássi við gildandi reglugerðir. Jafnframt verður ekki séð að traustur efnahagslegur grundvöllur sé fyrir veiðunum enda gat Hvalur hf. ekki nýtt sér veiðiheimildir sínar í tvö ár vegna viðskiptahindrana á langreyðarafurðum. Áhættan með veiðunum er mikil en ávinningurinn lítill sem enginn. Líklega eru kjósendur Vinstri grænna með mest óbragð í munni um þessar mundir. Nú eru hvalveiðarnar í þeirra boði. Hvern hefði grunað að það yrði á vakt umhverfisverndarsinnans Katrínar Jakobsdóttur og fyrrverandi aktívistans Guðmundar Inga Guðbrandssonar sem þetta afbrigðilega áhugamál Kristjáns Loftssonar gengur í endurnýjun lífdaga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það leið ekki á löngu frá því að sjávarútvegsráðherra undirritaði reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023 þar til stórir erlendir fjölmiðlar hófu umfjöllun um málið. Í þeim er veiðunum jafnan líkt við slátranir og fjöldamorð og með fréttunum fylgja grafískar myndir af verkun hvalanna undir berum himni í Hvalfirði. Ráðherra kveðst keikur byggja ákvörðun sína á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Fræðimenn gagnrýndu skýrsluna harðlega og ferðaþjónustan tók undir. ?Furðu sætir að jafn umdeild ákvörðun sé byggð á jafn veikum grunni og raun ber vitni þegar orðspor Íslands í útlöndum er undir. Ísland hefur skotist upp á stjörnuhimininn á síðustu árum, ekki síst fyrir tilstilli samfélagsmiðla. Fyrir vikið eigum við verðmætt vörumerki – merki sem þarf að umgangast af varúð á tímum sem ein færsla frá áhrifamiklum aðila á samfélagsmiðlum getur stofnað umfangsmiklum viðskiptahagsmunum í hættu á augabragði. Slíka áhættu er erfitt að greina með Excel-æfingum. Gott dæmi um þetta er færsla breska ökuþórsins Lewis Hamilton á Instagram í gær þar sem hvalveiðum Íslendinga er mótmælt. Tæplega ein milljón af tíu milljónum fylgjenda Hamiltons hafði brugðist við færslunni aðeins örfáum klukkustundum eftir að hún birtist. Stjórnvöldum ætti einnig að vera minnisstæð viðbrögð bandarísku verslunarkeðjunnar Whole Foods fyrir fáeinum árum við hvalveiðibröltinu og ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum með íslenskan fisk við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals hf. og þáverandi stjórnarformanns og hluthafa í HB Granda. Líklega er einungis tímaspursmál hvenær aðrar stórverslanir og dreifingaraðilar vestanhafs feta í þau fótspor. ?Stór hluti heimsbyggðarinnar og æ fleiri Íslendingar líta á hvalveiðar sem dýraníð. Alþjóðlegir samningar banna veiðarnar enda þykja veiðiaðferðirnar frumstæðar og drápstækin ófullkomin. Dýrin engjast um svo mínútum skiptir eftir sprengiskutla áður en þau eru dregin til lands og verkuð í trássi við gildandi reglugerðir. Jafnframt verður ekki séð að traustur efnahagslegur grundvöllur sé fyrir veiðunum enda gat Hvalur hf. ekki nýtt sér veiðiheimildir sínar í tvö ár vegna viðskiptahindrana á langreyðarafurðum. Áhættan með veiðunum er mikil en ávinningurinn lítill sem enginn. Líklega eru kjósendur Vinstri grænna með mest óbragð í munni um þessar mundir. Nú eru hvalveiðarnar í þeirra boði. Hvern hefði grunað að það yrði á vakt umhverfisverndarsinnans Katrínar Jakobsdóttur og fyrrverandi aktívistans Guðmundar Inga Guðbrandssonar sem þetta afbrigðilega áhugamál Kristjáns Loftssonar gengur í endurnýjun lífdaga?
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun