Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fyrir umferð gesta klukkan níu í fyrramálið, miðvikudaginn 27. febrúar.
Um ræðir gönguslóða meðfram gilinu á svæði nr 703 á náttúruminjaskrá að því er segir á vef Umhverfisstofnunar.
Svæðið er mjög illa farið vegna mikils fjölda ferðamanna, snöggra veðrabreytinga, hlýinda og mikillar vætu. Um svokallaða skyndilokun er að ræða sem mun standa í tvær vikur. Ákvörðunin verður síðar endurskoðuð.
Fjaðrárgljúfur varð skyndileg heimsfrægt árið 2015 þegar Justin Biber, einn vinsælasti tónlistarmaður heims, tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu. Var hann á nærbuxunum í myndbandinu auk þess að myndir af honum við tökur fóru víða á samfélagsmiðlum.
Fjaðrárgljúfur lokað næstu tvær vikurnar

Tengdar fréttir

Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers
Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber.

Opna göngustíg fyrir hreyfihamlaða við Fjaðrárgljúfur
Nýr göngustígur hefur verið opnaður við Fjaðrárgljúfur frá Lakavegi að útsýnispalli við gljúfrið.

Fjaðrárgljúfri lokað vegna hættu á gróðurskemmdum
Ágangur ferðamanna og mikil rigningartíð fara ekki vel saman.