Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2019 19:30 Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. Lægst launaða fólkið í heiminum byggi hvergi við mikið réttlæti en hér á landi hefðu lægstu tíundirnar fengið meiri kjarabætur á undanförnum árum en þeir hæst launuðu. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að fjölmenn kvennastétt í ferðaþjónustu væri nú á leið í verkfall. Á sama tíma tæki ferðamálaráðherra undir með fjármálaráðherra um að lítið svigrúm væri til launahækkana og einkennilegt væri að verkföll ættu að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hefði flest störf og verðmæti undanfarinna ára. „En hverjir eru það sem skapa verðmætin? Er það ekki einmitt fólkið sem starfar í greininni oft á lúsarlaunum. Mikið af því hefur flust hingað til landsins til að skapa þessi verðmæti fyrir Ísland,“ sagði Logi. Og spurði hvort ríkisstjórnin myndi leggja fram frekari tillögur til að liðka fyrir samningum en kynntar voru í síðustu viku. „Og ég frábið mér ræðu um að hér sé einn mesti tekjujöfnuður í heimi. Við lifum nefninlega ekki í meðaltölum og lægstu laun duga ekki til framfærslu,“ sagði Logi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði erfitt að svara fyrirspurninni ef ekki mætti minnast á aðgerðir ríksistjórnarinnar. „Það er kunnulegt stef að fólk borði ekki meðaltölin og exel skjölin. En fólk borðar ekki heldur óstöðugleika. Fólk borðar heldur ekki verðbólgu eða vaxtahækkanir,“ sagði ferðamálaráðherra. Að sjálfsögðu þætti henni laun þeirra lægst launuðu ekki réttlát. Það samfélag væri ekki til þar sem þeir lægst launuðu lifðu við öflugt og mikið réttlæti. Skoða þyrfti á hvaða vegferð Ísland hafi verið. „Þegar við skoðum, og það má kalla það meðaltöl sem enginn étur; ég kýs að kalla það staðreyndir, við hljótum að tala út frá staðreyndum. Þegar maður skoðar uppsafnaða raunávöxtun ráðstöfunartekna þá er það mynd sem sýnir ákveðið réttlæti. Vegna þess að tekjulægstu tíundirnar hafa fengið meira hlutfallslega, jú það er hlutgallslega, heldur en tekju tekjuhæstu,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. Lægst launaða fólkið í heiminum byggi hvergi við mikið réttlæti en hér á landi hefðu lægstu tíundirnar fengið meiri kjarabætur á undanförnum árum en þeir hæst launuðu. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að fjölmenn kvennastétt í ferðaþjónustu væri nú á leið í verkfall. Á sama tíma tæki ferðamálaráðherra undir með fjármálaráðherra um að lítið svigrúm væri til launahækkana og einkennilegt væri að verkföll ættu að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hefði flest störf og verðmæti undanfarinna ára. „En hverjir eru það sem skapa verðmætin? Er það ekki einmitt fólkið sem starfar í greininni oft á lúsarlaunum. Mikið af því hefur flust hingað til landsins til að skapa þessi verðmæti fyrir Ísland,“ sagði Logi. Og spurði hvort ríkisstjórnin myndi leggja fram frekari tillögur til að liðka fyrir samningum en kynntar voru í síðustu viku. „Og ég frábið mér ræðu um að hér sé einn mesti tekjujöfnuður í heimi. Við lifum nefninlega ekki í meðaltölum og lægstu laun duga ekki til framfærslu,“ sagði Logi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði erfitt að svara fyrirspurninni ef ekki mætti minnast á aðgerðir ríksistjórnarinnar. „Það er kunnulegt stef að fólk borði ekki meðaltölin og exel skjölin. En fólk borðar ekki heldur óstöðugleika. Fólk borðar heldur ekki verðbólgu eða vaxtahækkanir,“ sagði ferðamálaráðherra. Að sjálfsögðu þætti henni laun þeirra lægst launuðu ekki réttlát. Það samfélag væri ekki til þar sem þeir lægst launuðu lifðu við öflugt og mikið réttlæti. Skoða þyrfti á hvaða vegferð Ísland hafi verið. „Þegar við skoðum, og það má kalla það meðaltöl sem enginn étur; ég kýs að kalla það staðreyndir, við hljótum að tala út frá staðreyndum. Þegar maður skoðar uppsafnaða raunávöxtun ráðstöfunartekna þá er það mynd sem sýnir ákveðið réttlæti. Vegna þess að tekjulægstu tíundirnar hafa fengið meira hlutfallslega, jú það er hlutgallslega, heldur en tekju tekjuhæstu,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira