Ferðamálaráðherra segir fólk ekki nærast á verðbólgu og vaxtahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2019 19:30 Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. Lægst launaða fólkið í heiminum byggi hvergi við mikið réttlæti en hér á landi hefðu lægstu tíundirnar fengið meiri kjarabætur á undanförnum árum en þeir hæst launuðu. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að fjölmenn kvennastétt í ferðaþjónustu væri nú á leið í verkfall. Á sama tíma tæki ferðamálaráðherra undir með fjármálaráðherra um að lítið svigrúm væri til launahækkana og einkennilegt væri að verkföll ættu að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hefði flest störf og verðmæti undanfarinna ára. „En hverjir eru það sem skapa verðmætin? Er það ekki einmitt fólkið sem starfar í greininni oft á lúsarlaunum. Mikið af því hefur flust hingað til landsins til að skapa þessi verðmæti fyrir Ísland,“ sagði Logi. Og spurði hvort ríkisstjórnin myndi leggja fram frekari tillögur til að liðka fyrir samningum en kynntar voru í síðustu viku. „Og ég frábið mér ræðu um að hér sé einn mesti tekjujöfnuður í heimi. Við lifum nefninlega ekki í meðaltölum og lægstu laun duga ekki til framfærslu,“ sagði Logi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði erfitt að svara fyrirspurninni ef ekki mætti minnast á aðgerðir ríksistjórnarinnar. „Það er kunnulegt stef að fólk borði ekki meðaltölin og exel skjölin. En fólk borðar ekki heldur óstöðugleika. Fólk borðar heldur ekki verðbólgu eða vaxtahækkanir,“ sagði ferðamálaráðherra. Að sjálfsögðu þætti henni laun þeirra lægst launuðu ekki réttlát. Það samfélag væri ekki til þar sem þeir lægst launuðu lifðu við öflugt og mikið réttlæti. Skoða þyrfti á hvaða vegferð Ísland hafi verið. „Þegar við skoðum, og það má kalla það meðaltöl sem enginn étur; ég kýs að kalla það staðreyndir, við hljótum að tala út frá staðreyndum. Þegar maður skoðar uppsafnaða raunávöxtun ráðstöfunartekna þá er það mynd sem sýnir ákveðið réttlæti. Vegna þess að tekjulægstu tíundirnar hafa fengið meira hlutfallslega, jú það er hlutgallslega, heldur en tekju tekjuhæstu,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftlagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Ferðamálaráðherra segir fólk ekki borða óstöðugleika, verðbólgu og vaxtahækkanir frekar en meðaltöl í launahækkunum. Lægst launaða fólkið í heiminum byggi hvergi við mikið réttlæti en hér á landi hefðu lægstu tíundirnar fengið meiri kjarabætur á undanförnum árum en þeir hæst launuðu. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að fjölmenn kvennastétt í ferðaþjónustu væri nú á leið í verkfall. Á sama tíma tæki ferðamálaráðherra undir með fjármálaráðherra um að lítið svigrúm væri til launahækkana og einkennilegt væri að verkföll ættu að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hefði flest störf og verðmæti undanfarinna ára. „En hverjir eru það sem skapa verðmætin? Er það ekki einmitt fólkið sem starfar í greininni oft á lúsarlaunum. Mikið af því hefur flust hingað til landsins til að skapa þessi verðmæti fyrir Ísland,“ sagði Logi. Og spurði hvort ríkisstjórnin myndi leggja fram frekari tillögur til að liðka fyrir samningum en kynntar voru í síðustu viku. „Og ég frábið mér ræðu um að hér sé einn mesti tekjujöfnuður í heimi. Við lifum nefninlega ekki í meðaltölum og lægstu laun duga ekki til framfærslu,“ sagði Logi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði erfitt að svara fyrirspurninni ef ekki mætti minnast á aðgerðir ríksistjórnarinnar. „Það er kunnulegt stef að fólk borði ekki meðaltölin og exel skjölin. En fólk borðar ekki heldur óstöðugleika. Fólk borðar heldur ekki verðbólgu eða vaxtahækkanir,“ sagði ferðamálaráðherra. Að sjálfsögðu þætti henni laun þeirra lægst launuðu ekki réttlát. Það samfélag væri ekki til þar sem þeir lægst launuðu lifðu við öflugt og mikið réttlæti. Skoða þyrfti á hvaða vegferð Ísland hafi verið. „Þegar við skoðum, og það má kalla það meðaltöl sem enginn étur; ég kýs að kalla það staðreyndir, við hljótum að tala út frá staðreyndum. Þegar maður skoðar uppsafnaða raunávöxtun ráðstöfunartekna þá er það mynd sem sýnir ákveðið réttlæti. Vegna þess að tekjulægstu tíundirnar hafa fengið meira hlutfallslega, jú það er hlutgallslega, heldur en tekju tekjuhæstu,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Kjaramál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftlagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira