Ræktar feldfé til að fá mjúka og fíngerða ull Kristján Már Unnarsson skrifar 25. febrúar 2019 21:00 Kristbjörg Hilmarsdóttir á vinnustofu sinni og handverksbúð á Þykkvabæjarklaustri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Nokkrir sauðfjárbændur eru farnir að rækta svokallað feldfé, þar sem áhersla er lögð á gæði ullarinnar, en mjúk og fíngerð feldfjárull er eftirsótt í handverki. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“, sem fjallaði um Álftaver í Vestur-Skaftafellssýslu. Á bænum Þykkvabæjarklaustri eru þau Kristbjörg Hilmarsdóttir og Sigurður Sverrisson ekki bara í hefðbundnum sauðfjárbúskap. Þau eru með gistiheimili fyrir ferðamenn, hann er auk þess bifvélavirki og rekur bílaverkstæði en í hinum hluta verkstæðisins er hún búin að koma sér upp handverksbúð og vinnustofu. „Þar sem ég er bæði að súta og spinna og vinna úr ull, sauma úr skinnum, og bara ýmislegt sem mér dettur í hug og langar að prófa að gera. Það er ég með hérna,“ segir Kristbjörg. En það er engin venjuleg ull sem hún notar því þau ala ekki bara sauðfé vegna kjötsins, hluti af stofninum er svokallað feldfé. En hvernig sjá leikmenn eins og við muninn á því og venjulegu fé?Kristbjörg útskýrir muninn á feldfé og öðru sauðfé.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Leikmenn sjá ekkert alltaf muninn,“ segir Kristbjörg um leið og hún lyftir slíkri gimbur upp. „Hún er náttúrlega mjög toglöng og hún er rosalega hrokkinhærð. Krullurnar ná alveg inn að bjór, - sem sagt hún er krulluð alveg inn að skinni.“ Bændur í Meðallandi voru frumkvöðlar í ræktun feldfjár og síðan hafa nokkrir aðrir bæst við en Kristbjörg giskar á að feldfé á landinu telji innan við 300 kindur. Tilgangurinn er auðvitað sá að auka verðmætin. „Ég sel mikið af feldfjárull í handverksfólk. Handverksfólk er mjög hrifið af því að vinna feldfjárullina. Togið er svo rosalega fíngert og mjúkt,“ segir Kristbjörg.Horft frá Þykkvabæjarklaustri í átt til Kötlu. Kirkjan næst en fjær eru bæirnir Þykkvabæjarklaustur 2 og Norðurhjáleiga til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Munkaklaustur var á Þykkvabæjarklaustri í nærri fjögurhundruð ár fyrir siðaskipti en saga mannlífs í Álftaveri, fyrr og nú, var sögð í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skaftárhreppur Um land allt Tengdar fréttir Búið að rýma í Álftaveri Búð er að rýma í Álftaveri og bæi í Höfðabrekku. Í Álftaveri var töluverður fjöldi fólks samankominn, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli, enda stóð til að ættarmót færi þar fram um helgina. Álftaver er lítil sveit í Vestur-Skaftafellssýslu, vestan við Kúðafljót og rétt austan við Mýrdalssand. 9. júlí 2011 09:06 Langaði til að gráta "Manni langaði að fara að gráta. Það var bara þannig. Þetta er eitthvað sem ég vildi ekki sjá aftur,“ segir Kristbjörg Hilmarsdóttir, bóndi á Þykkvabæjarklaustri 2. Undir það tekur Sigurður Arnar Sverrisson. 22. maí 2011 20:09 Jöklabreytingar ógna brú á hringveginum Bændur í Álftaveri óttast að brúna yfir Skálm á Mýrdalssandi geti tekið af. Áin hefur margfaldast. 6. október 2015 22:15 Skilur loks gamlar sagnir „Það kom enginn í fyrra þegar við upplifðum nákvæmlega það sama. Nú erum við miðdepill alls hérna,“ segir Soffía Gunnarsdóttir, starfskona á dvalarheimilinu Klausturhólum. Soffía býr á bænum Jórveri 1 í Álftaveri, og er þetta í annað sinn á rúmu ári sem hún verður fyrir fyrir barðinu á öskugosi. 25. maí 2011 05:00 Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00 Einu börnin í Álftaveri hafa einkabílstjóra Tvær systur á bænum Þykkvabæjarklaustri eru einu börnin sem eftir eru í fornfrægri sveit. Næstu leikfélagar búa í fimmtíu kílómetra fjarlægð og skólabílstjórinn, sem er þeirra einkabílstjóri, ekur tvöhundruð kílómetra á dag til að koma þeim í og úr skóla. 20. desember 2009 19:20 Stórbýli sem Katla eyddi grafið upp úr sandinum Fornleifafræðingar grafa nú upp fornt stórbýli á Mýrdalssandi sem talið er að hafi eyðst fyrir sexhundruð árum af völdum Kötluhlaupa. 19. júlí 2018 22:00 Vélaherdeildir í heyskap á besta þurrkdegi sumarsins Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn besta þurrkdag sumarsins. 18. júlí 2018 22:00 Þrífösun rafmagns: Skaftárhreppur og Mýrar í forgang Ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra hyggst leggja til þriggja ára átak í að flýta þrífösun rafmagns í væntanlegri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024. 30. janúar 2019 13:28 Ískyggileg fækkun barnafólks í Skaftafellssýslum Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar. 15. desember 2009 18:53 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Nokkrir sauðfjárbændur eru farnir að rækta svokallað feldfé, þar sem áhersla er lögð á gæði ullarinnar, en mjúk og fíngerð feldfjárull er eftirsótt í handverki. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“, sem fjallaði um Álftaver í Vestur-Skaftafellssýslu. Á bænum Þykkvabæjarklaustri eru þau Kristbjörg Hilmarsdóttir og Sigurður Sverrisson ekki bara í hefðbundnum sauðfjárbúskap. Þau eru með gistiheimili fyrir ferðamenn, hann er auk þess bifvélavirki og rekur bílaverkstæði en í hinum hluta verkstæðisins er hún búin að koma sér upp handverksbúð og vinnustofu. „Þar sem ég er bæði að súta og spinna og vinna úr ull, sauma úr skinnum, og bara ýmislegt sem mér dettur í hug og langar að prófa að gera. Það er ég með hérna,“ segir Kristbjörg. En það er engin venjuleg ull sem hún notar því þau ala ekki bara sauðfé vegna kjötsins, hluti af stofninum er svokallað feldfé. En hvernig sjá leikmenn eins og við muninn á því og venjulegu fé?Kristbjörg útskýrir muninn á feldfé og öðru sauðfé.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Leikmenn sjá ekkert alltaf muninn,“ segir Kristbjörg um leið og hún lyftir slíkri gimbur upp. „Hún er náttúrlega mjög toglöng og hún er rosalega hrokkinhærð. Krullurnar ná alveg inn að bjór, - sem sagt hún er krulluð alveg inn að skinni.“ Bændur í Meðallandi voru frumkvöðlar í ræktun feldfjár og síðan hafa nokkrir aðrir bæst við en Kristbjörg giskar á að feldfé á landinu telji innan við 300 kindur. Tilgangurinn er auðvitað sá að auka verðmætin. „Ég sel mikið af feldfjárull í handverksfólk. Handverksfólk er mjög hrifið af því að vinna feldfjárullina. Togið er svo rosalega fíngert og mjúkt,“ segir Kristbjörg.Horft frá Þykkvabæjarklaustri í átt til Kötlu. Kirkjan næst en fjær eru bæirnir Þykkvabæjarklaustur 2 og Norðurhjáleiga til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Munkaklaustur var á Þykkvabæjarklaustri í nærri fjögurhundruð ár fyrir siðaskipti en saga mannlífs í Álftaveri, fyrr og nú, var sögð í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skaftárhreppur Um land allt Tengdar fréttir Búið að rýma í Álftaveri Búð er að rýma í Álftaveri og bæi í Höfðabrekku. Í Álftaveri var töluverður fjöldi fólks samankominn, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli, enda stóð til að ættarmót færi þar fram um helgina. Álftaver er lítil sveit í Vestur-Skaftafellssýslu, vestan við Kúðafljót og rétt austan við Mýrdalssand. 9. júlí 2011 09:06 Langaði til að gráta "Manni langaði að fara að gráta. Það var bara þannig. Þetta er eitthvað sem ég vildi ekki sjá aftur,“ segir Kristbjörg Hilmarsdóttir, bóndi á Þykkvabæjarklaustri 2. Undir það tekur Sigurður Arnar Sverrisson. 22. maí 2011 20:09 Jöklabreytingar ógna brú á hringveginum Bændur í Álftaveri óttast að brúna yfir Skálm á Mýrdalssandi geti tekið af. Áin hefur margfaldast. 6. október 2015 22:15 Skilur loks gamlar sagnir „Það kom enginn í fyrra þegar við upplifðum nákvæmlega það sama. Nú erum við miðdepill alls hérna,“ segir Soffía Gunnarsdóttir, starfskona á dvalarheimilinu Klausturhólum. Soffía býr á bænum Jórveri 1 í Álftaveri, og er þetta í annað sinn á rúmu ári sem hún verður fyrir fyrir barðinu á öskugosi. 25. maí 2011 05:00 Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00 Einu börnin í Álftaveri hafa einkabílstjóra Tvær systur á bænum Þykkvabæjarklaustri eru einu börnin sem eftir eru í fornfrægri sveit. Næstu leikfélagar búa í fimmtíu kílómetra fjarlægð og skólabílstjórinn, sem er þeirra einkabílstjóri, ekur tvöhundruð kílómetra á dag til að koma þeim í og úr skóla. 20. desember 2009 19:20 Stórbýli sem Katla eyddi grafið upp úr sandinum Fornleifafræðingar grafa nú upp fornt stórbýli á Mýrdalssandi sem talið er að hafi eyðst fyrir sexhundruð árum af völdum Kötluhlaupa. 19. júlí 2018 22:00 Vélaherdeildir í heyskap á besta þurrkdegi sumarsins Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn besta þurrkdag sumarsins. 18. júlí 2018 22:00 Þrífösun rafmagns: Skaftárhreppur og Mýrar í forgang Ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra hyggst leggja til þriggja ára átak í að flýta þrífösun rafmagns í væntanlegri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024. 30. janúar 2019 13:28 Ískyggileg fækkun barnafólks í Skaftafellssýslum Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar. 15. desember 2009 18:53 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Búið að rýma í Álftaveri Búð er að rýma í Álftaveri og bæi í Höfðabrekku. Í Álftaveri var töluverður fjöldi fólks samankominn, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli, enda stóð til að ættarmót færi þar fram um helgina. Álftaver er lítil sveit í Vestur-Skaftafellssýslu, vestan við Kúðafljót og rétt austan við Mýrdalssand. 9. júlí 2011 09:06
Langaði til að gráta "Manni langaði að fara að gráta. Það var bara þannig. Þetta er eitthvað sem ég vildi ekki sjá aftur,“ segir Kristbjörg Hilmarsdóttir, bóndi á Þykkvabæjarklaustri 2. Undir það tekur Sigurður Arnar Sverrisson. 22. maí 2011 20:09
Jöklabreytingar ógna brú á hringveginum Bændur í Álftaveri óttast að brúna yfir Skálm á Mýrdalssandi geti tekið af. Áin hefur margfaldast. 6. október 2015 22:15
Skilur loks gamlar sagnir „Það kom enginn í fyrra þegar við upplifðum nákvæmlega það sama. Nú erum við miðdepill alls hérna,“ segir Soffía Gunnarsdóttir, starfskona á dvalarheimilinu Klausturhólum. Soffía býr á bænum Jórveri 1 í Álftaveri, og er þetta í annað sinn á rúmu ári sem hún verður fyrir fyrir barðinu á öskugosi. 25. maí 2011 05:00
Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00
Einu börnin í Álftaveri hafa einkabílstjóra Tvær systur á bænum Þykkvabæjarklaustri eru einu börnin sem eftir eru í fornfrægri sveit. Næstu leikfélagar búa í fimmtíu kílómetra fjarlægð og skólabílstjórinn, sem er þeirra einkabílstjóri, ekur tvöhundruð kílómetra á dag til að koma þeim í og úr skóla. 20. desember 2009 19:20
Stórbýli sem Katla eyddi grafið upp úr sandinum Fornleifafræðingar grafa nú upp fornt stórbýli á Mýrdalssandi sem talið er að hafi eyðst fyrir sexhundruð árum af völdum Kötluhlaupa. 19. júlí 2018 22:00
Vélaherdeildir í heyskap á besta þurrkdegi sumarsins Sunnlenskir bændur hafa verið á útopnu í heyskap síðustu sólarhringa í lengsta samfellda þurrviðriskafla sumarsins. Bóndi í Álftaveri segir gærdaginn besta þurrkdag sumarsins. 18. júlí 2018 22:00
Þrífösun rafmagns: Skaftárhreppur og Mýrar í forgang Ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra hyggst leggja til þriggja ára átak í að flýta þrífösun rafmagns í væntanlegri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024. 30. janúar 2019 13:28
Ískyggileg fækkun barnafólks í Skaftafellssýslum Börnum og barnafjölskyldum í sveitunum frá Mýrdalssandi og til Hornafjarðarfljóts hefur fækkað svo ískyggilega á undanförnum árum að íbúar þar spyrja sig hvort heilsársbyggð muni leggjast af. Stöð 2 byrjar nú fréttaröð þar sem þessi þróun mála er skoðuð og spurt hvaða tækfæri eru til endurreisnar. 15. desember 2009 18:53