Val neytenda Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Þegar landsmenn bregða sér til annarra landa sjá þeir iðulega af hverju þeir eru að missa hér á landi í matarúrvali. Sumir ráða ekki við sig þegar þeir sjá allt það sem þar fæst á hagstæðu verði og láta sér ekki nægja að háma í sig erlent kjöt og fleira góðgæti, heldur setja í ferðatöskur sínar til að taka með heim. Um leið rúmar hugurinn ekki alltaf þá hugsun hvort íslensk lög leyfi slíkan flutning. Þessir ferðalangar eiga sér vissar málsbætur og þær helstar að það eru svo mörg furðuleg og skrýtin boð og bönn á Íslandi að ekki er alltaf hægt að muna eftir þeim öllum. Þegar heim kemur eru ýmsir stoppaðir í tollinum með góssið sem er umsvifalaust gert upptækt. Þannig hefur ósoðið kjöt lent í ruslinu í stað þess að rata á borð ferðalangsins. Einhverjir sleppa þó og gæða sér á matvöru sem samkvæmt skilgreiningu íslenskra yfirvalda á að vera þeim hættuleg. Engar sérstakar fréttir berast af því að viðkomandi lögbrjótar, sem eru stór hluti landsmanna, hafi veikst hastarlega. Nú hefur Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, lagt fram frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Íslenskir neytendur sjá þannig fram á aukið vöruúrval með tilheyrandi samkeppni. Þeir ættu samt ekki að fagna of snemma. Andstæðingar frumvarpsins eru að setja sig í stellingar en þeir telja ekki einungis að slíkur innflutningur ógni sérhagsmunum íslensks landbúnaðar heldur muni hann einnig eiga eftir að valda stórfelldu heilsutjóni meðal þjóðarinnar. Þeir sem lengst ganga í þeim áróðri spara ekki stóru orðin. Rifja má upp orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir örfáum árum en hann hélt því fram að ef menn borðuðu erlent kjöt sem væri ekki nógu vel eldað ættu þeir á hættu að fá sýkingu sem gæti leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Orðrétt sagði Sigmundur Davíð: „Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna.“ Eins og kunnugt er stofnaði Sigmundur Davíð heilan stjórnmálaflokk í kringum sjálfan sig. Í engum íslenskum stjórnmálaflokki er jafn mikil foringjadýrkun og í Miðflokknum þannig að auðvelt er að geta sér þess til að þingmenn flokksins muni fara hamförum gegn frumvarpi landbúnaðarráðherra. Önnur afturhaldsöfl á þingi, og nóg er af þeim, munu gera slíkt hið sama. Engin ástæða er til að kvíða því að heilsu þjóðarinnar muni hnigna illilega verði leyfður hér innflutningur á fersku kjöti, enda verður sú vara heilbrigðisvottuð frá því landi sem hún kemur frá. Hér á landi hefur of lengi verið látið eins og viðskiptahindranir séu bæði sjálfsagðar og eðlilegar. Þær eru það ekki. Neytandinn á sinn rétt og valið á að vera hans. Þegar frumvarp landbúnaðarráðherra kemur til afgreiðslu á þinginu munu þingmenn vonandi bera gæfu til þess að standa með samkeppni, gegn viðskiptahindrunum, og setja hagsmuni neytenda í forgrunn, eins og vera ber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Neytendur Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þegar landsmenn bregða sér til annarra landa sjá þeir iðulega af hverju þeir eru að missa hér á landi í matarúrvali. Sumir ráða ekki við sig þegar þeir sjá allt það sem þar fæst á hagstæðu verði og láta sér ekki nægja að háma í sig erlent kjöt og fleira góðgæti, heldur setja í ferðatöskur sínar til að taka með heim. Um leið rúmar hugurinn ekki alltaf þá hugsun hvort íslensk lög leyfi slíkan flutning. Þessir ferðalangar eiga sér vissar málsbætur og þær helstar að það eru svo mörg furðuleg og skrýtin boð og bönn á Íslandi að ekki er alltaf hægt að muna eftir þeim öllum. Þegar heim kemur eru ýmsir stoppaðir í tollinum með góssið sem er umsvifalaust gert upptækt. Þannig hefur ósoðið kjöt lent í ruslinu í stað þess að rata á borð ferðalangsins. Einhverjir sleppa þó og gæða sér á matvöru sem samkvæmt skilgreiningu íslenskra yfirvalda á að vera þeim hættuleg. Engar sérstakar fréttir berast af því að viðkomandi lögbrjótar, sem eru stór hluti landsmanna, hafi veikst hastarlega. Nú hefur Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, lagt fram frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Íslenskir neytendur sjá þannig fram á aukið vöruúrval með tilheyrandi samkeppni. Þeir ættu samt ekki að fagna of snemma. Andstæðingar frumvarpsins eru að setja sig í stellingar en þeir telja ekki einungis að slíkur innflutningur ógni sérhagsmunum íslensks landbúnaðar heldur muni hann einnig eiga eftir að valda stórfelldu heilsutjóni meðal þjóðarinnar. Þeir sem lengst ganga í þeim áróðri spara ekki stóru orðin. Rifja má upp orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir örfáum árum en hann hélt því fram að ef menn borðuðu erlent kjöt sem væri ekki nógu vel eldað ættu þeir á hættu að fá sýkingu sem gæti leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Orðrétt sagði Sigmundur Davíð: „Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna.“ Eins og kunnugt er stofnaði Sigmundur Davíð heilan stjórnmálaflokk í kringum sjálfan sig. Í engum íslenskum stjórnmálaflokki er jafn mikil foringjadýrkun og í Miðflokknum þannig að auðvelt er að geta sér þess til að þingmenn flokksins muni fara hamförum gegn frumvarpi landbúnaðarráðherra. Önnur afturhaldsöfl á þingi, og nóg er af þeim, munu gera slíkt hið sama. Engin ástæða er til að kvíða því að heilsu þjóðarinnar muni hnigna illilega verði leyfður hér innflutningur á fersku kjöti, enda verður sú vara heilbrigðisvottuð frá því landi sem hún kemur frá. Hér á landi hefur of lengi verið látið eins og viðskiptahindranir séu bæði sjálfsagðar og eðlilegar. Þær eru það ekki. Neytandinn á sinn rétt og valið á að vera hans. Þegar frumvarp landbúnaðarráðherra kemur til afgreiðslu á þinginu munu þingmenn vonandi bera gæfu til þess að standa með samkeppni, gegn viðskiptahindrunum, og setja hagsmuni neytenda í forgrunn, eins og vera ber.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun