R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 21:53 Mynd sem tekin var af Kelly þegar hann var færður í varðhald af lögreglunni í Chicago. Chicago Police Dept./AP Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly verður ekki látinn laus úr varðhaldi nema gegn greiðslu tryggingarfjár upp á eina milljón Bandaríkjadala, samkvæmt úrskurði dómara í Chicago. Sú upphæð nemur rúmum 120 milljónum króna. Kelly var í morgun handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. Þetta eru þó langt í frá einu ásakanirnar á hendur Kelly um kynferðisbrot en hann hefur í meira en áratug ítrekað verið ásakaður um ýmiskonar kynferðisbrot, meðal annars einmitt gegn stúlkum undir lögaldri, vörslu barnakláms og að giftast fimmtán ára stúlku. Hann hefur þó aldrei verið dæmdur fyrir meint brot sín. Kelly gaf sig fram til lögreglunnar í gær og var í kjölfarið handtekinn og færður í gæsluvarðhald. Auk þess var honum gert að láta vegabréf sitt og er honum ekki heimilt að vera í hvers konar samskiptum við neinn undir 18 ára aldri. Í nýútkominni heimildaþáttaröð um brot söngvarans, sem nefnist Surviving R. Kelly, var fjallað um ásakanir á hendur honum um að hafa haldið ungum konum og stúlkum föngnum við afar slæmar aðstæður. Lögmaður Kelly hefur sagt við fjölmiðla vestanhafs að skjólstæðingur hans sé með öllu saklaus af öllu sem hann hefur verið sakaður um. Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly verður ekki látinn laus úr varðhaldi nema gegn greiðslu tryggingarfjár upp á eina milljón Bandaríkjadala, samkvæmt úrskurði dómara í Chicago. Sú upphæð nemur rúmum 120 milljónum króna. Kelly var í morgun handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. Þetta eru þó langt í frá einu ásakanirnar á hendur Kelly um kynferðisbrot en hann hefur í meira en áratug ítrekað verið ásakaður um ýmiskonar kynferðisbrot, meðal annars einmitt gegn stúlkum undir lögaldri, vörslu barnakláms og að giftast fimmtán ára stúlku. Hann hefur þó aldrei verið dæmdur fyrir meint brot sín. Kelly gaf sig fram til lögreglunnar í gær og var í kjölfarið handtekinn og færður í gæsluvarðhald. Auk þess var honum gert að láta vegabréf sitt og er honum ekki heimilt að vera í hvers konar samskiptum við neinn undir 18 ára aldri. Í nýútkominni heimildaþáttaröð um brot söngvarans, sem nefnist Surviving R. Kelly, var fjallað um ásakanir á hendur honum um að hafa haldið ungum konum og stúlkum föngnum við afar slæmar aðstæður. Lögmaður Kelly hefur sagt við fjölmiðla vestanhafs að skjólstæðingur hans sé með öllu saklaus af öllu sem hann hefur verið sakaður um.
Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11
Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50