Razzie-verðlaunin: Trump og McCarthy valin verstu leikarar ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 19:17 Melissa McCarthy og Donald Trump. Mynd/Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseti var valinn versti leikari ársins á Razzie-verðlaunahátíðinni í dag. Þá var Óskarsverðlaunaleikkonan Melissa McCarthy valin versta leikkonan og kvikmyndin Holmes & Watson valin sú versta í sínum flokki. Allt það versta á kvikmyndaárinu er heiðrað á Razzie-hátíðinni sem haldin er ár hvert. Áðurnefnd Holmes & Watson, sem skartar Will Ferrell og John C. Reily í aðalhlutverkum, hlaut flest verðlaunin eða fern. Þá hlaut Trump verðlaunin fyrir „leik“ sinn í kvikmyndunum Death of a Nation og Farenheit 11/9 en hann kom fram í myndunum sem hann sjálfur. Melissa McCarthy var valin versta leikkona ársins fyrir kvikmyndirnar The Happytime Murders og Life of the Party. McCarthy hlaut þó einnig svokölluð „redeemer“-verðlaun, sem veitt eru þeim sem bætir fyrir laka frammistöðu sína, fyrir leik sinn í kvikmyndinni Can You Ever Forgive Me? en hún er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt. Razzie-verðlaunahátíðin er iðulega haldin daginn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, sem fer einmitt fram í Los Angeles annað kvöld. Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti var valinn versti leikari ársins á Razzie-verðlaunahátíðinni í dag. Þá var Óskarsverðlaunaleikkonan Melissa McCarthy valin versta leikkonan og kvikmyndin Holmes & Watson valin sú versta í sínum flokki. Allt það versta á kvikmyndaárinu er heiðrað á Razzie-hátíðinni sem haldin er ár hvert. Áðurnefnd Holmes & Watson, sem skartar Will Ferrell og John C. Reily í aðalhlutverkum, hlaut flest verðlaunin eða fern. Þá hlaut Trump verðlaunin fyrir „leik“ sinn í kvikmyndunum Death of a Nation og Farenheit 11/9 en hann kom fram í myndunum sem hann sjálfur. Melissa McCarthy var valin versta leikkona ársins fyrir kvikmyndirnar The Happytime Murders og Life of the Party. McCarthy hlaut þó einnig svokölluð „redeemer“-verðlaun, sem veitt eru þeim sem bætir fyrir laka frammistöðu sína, fyrir leik sinn í kvikmyndinni Can You Ever Forgive Me? en hún er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt. Razzie-verðlaunahátíðin er iðulega haldin daginn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, sem fer einmitt fram í Los Angeles annað kvöld.
Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein