Næsta Bond-mynd komin með vinnuheiti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 21:00 Daniel Craig hefur á undanförnum árum farið með hlutverk hins heillandi njósnara með leyfi til þess að drepa. VCG/Getty Búið er að uppljóstra um vinnuheiti nýjustu kvikmyndarinnar um breska njósnarann James Bond. Myndin mun bera vinnuheitið Shatterhand og fyrirhugað er að tökur á myndinni hefjist 6. apríl næstkomandi. Samkvæmt frétt Guardian hefur lengi verið orðrómur á sveimi um að Shatterhand væri meðal þeirra nafna sem kæmu til greina á nýjustu myndina um njósnarann og virðist sá orðrómur nú vera staðfestur. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Nokkur óvissa hefur ríkt um hvenær myndin kemur út en á dögunum var tilkynnt að frumsýningu henni hafi verið frestað fram í apríl næsta árs þar sem endurskrifa hafi þurft hluta handritsins. Danny Boyle, upprunalegur leikstjóri myndarinnar, sneri baki við framleiðslu á myndinni í ágúst 2018 vegna „listræns ágreinings“ við framleiðendur myndarinnar. Síðan þá hafa framleiðendur fengið uppköst að handriti frá nokkrum handritshöfundum en nú hefur verið ákveðið að Scott Z. Burns, sem þekktur er fyrir handritið að kvikmyndinni Bourne Ultimatum, skrifi handritið að myndinni, sem eins og áður segir ber heitið Shatterhand, í það minnsta tímabundið. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Búið er að uppljóstra um vinnuheiti nýjustu kvikmyndarinnar um breska njósnarann James Bond. Myndin mun bera vinnuheitið Shatterhand og fyrirhugað er að tökur á myndinni hefjist 6. apríl næstkomandi. Samkvæmt frétt Guardian hefur lengi verið orðrómur á sveimi um að Shatterhand væri meðal þeirra nafna sem kæmu til greina á nýjustu myndina um njósnarann og virðist sá orðrómur nú vera staðfestur. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Nokkur óvissa hefur ríkt um hvenær myndin kemur út en á dögunum var tilkynnt að frumsýningu henni hafi verið frestað fram í apríl næsta árs þar sem endurskrifa hafi þurft hluta handritsins. Danny Boyle, upprunalegur leikstjóri myndarinnar, sneri baki við framleiðslu á myndinni í ágúst 2018 vegna „listræns ágreinings“ við framleiðendur myndarinnar. Síðan þá hafa framleiðendur fengið uppköst að handriti frá nokkrum handritshöfundum en nú hefur verið ákveðið að Scott Z. Burns, sem þekktur er fyrir handritið að kvikmyndinni Bourne Ultimatum, skrifi handritið að myndinni, sem eins og áður segir ber heitið Shatterhand, í það minnsta tímabundið.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein