Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. febrúar 2019 19:00 Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. Verkfallið er innblásið af sænska aðgerðarsinnanum Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar sem hófst síðastliðið haust hefur vakið mikla athygli um allan heim. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, meðal annars í Belgíu, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld hafa sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en mótmælendur segja hana ekki vera í samræmi við markmið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Ljóst sé að stórauka þurfi fjárframlög til loftlagsaðgerða. „ „Við þurfum að minnsta kosti 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en í dag erum við bara að setja 0,05 prósent,“ segir Elsa María Guðlaugs Drífudóttur, formaður Landssamtaka íslenskra stúdent. Stúdentarnir krefjast þess að íslensk stórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftlagsmálum. „Við erum hér til að hjálpa náttúrunni og sýna eldri kynslóðinni að við þurfum að laga það sem þau eyðilögðu,“ segir Úlfur Máni Týsson, nemandi í 8.bekk. „Þetta er framtíðin okkar og við erum að eyðileggja einu jörðina okkar,“ segir Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, nemandi í 8.bekk. Elsa María segir að aðgerðarleysi stjórnvalda verði mótmælt áfram næstu föstudaga. „Við verðum hérna á hverjum einasta föstudegi á milli tólf og eitt þangað til gripið er til aðgerða,“ segir Elsa María. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. Verkfallið er innblásið af sænska aðgerðarsinnanum Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar sem hófst síðastliðið haust hefur vakið mikla athygli um allan heim. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, meðal annars í Belgíu, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld hafa sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en mótmælendur segja hana ekki vera í samræmi við markmið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Ljóst sé að stórauka þurfi fjárframlög til loftlagsaðgerða. „ „Við þurfum að minnsta kosti 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en í dag erum við bara að setja 0,05 prósent,“ segir Elsa María Guðlaugs Drífudóttur, formaður Landssamtaka íslenskra stúdent. Stúdentarnir krefjast þess að íslensk stórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftlagsmálum. „Við erum hér til að hjálpa náttúrunni og sýna eldri kynslóðinni að við þurfum að laga það sem þau eyðilögðu,“ segir Úlfur Máni Týsson, nemandi í 8.bekk. „Þetta er framtíðin okkar og við erum að eyðileggja einu jörðina okkar,“ segir Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, nemandi í 8.bekk. Elsa María segir að aðgerðarleysi stjórnvalda verði mótmælt áfram næstu föstudaga. „Við verðum hérna á hverjum einasta föstudegi á milli tólf og eitt þangað til gripið er til aðgerða,“ segir Elsa María.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00