Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 20:30 Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðaráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. Hann er ekki tilbúinn að svo stöddu að segja til um það hvort Framsóknarflokkurinn muni styðja frumvarpið. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum innan evrópska efnahagssvæðisins. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna þeirra innflutningshafta sem ríkja í núgildandi löggjöf.Sjá einnig: Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðarFélag atvinnurekenda fagnar frumvarpinu og segir það löngu tímabært. Íslensk stjórnvöld geti ekki lengur farið á svig við alþjóðlegar skuldbindingar. Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna, hugnast aftur á móti ekki hið boðaða frumvarp.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.Visir/Egill„Ég hef skilning á því að menn geta ekki endalaust brotið lög en það hlýtur að vera hægt að fara og semja,“ segir Sindri. „Við náttúrlega búum á eyju þar sem að við erum með einangraða búfjárstofna og höfum alveg einstaka stöðu. Við erum með mikinn hreinleika í íslenskum landbúnaði, lægstu sýklalyfjanotkun í veröldinni þannig að við höfum einstaka stöðu og það er mjög eðlilegt að við verjum hana eftir fremsta megni,“ svarar Sindri þegar hann er spurður hvort það sé ekki ósanngjörn krafa að vilja flytja út íslenskar landbúnaðarafurðir en á sama tíma hefta innflutning.Hugsanlega stærsta pólitíska umræða næstu áratuga Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir Ísland vera í sérstöðu til að verjast þeirri ógn sem hann segir að blasi við vegna hugsanlegs sýklalyfjaónæmis. Frumvarpið taki ekki nógu vel á þeim þætti. „Óbilgirni Evrópusambandsins og ásókn íslenskra heildsala og stóru matvælafyrirtækjanna í Evrópu um að græða peninga og vera nokk sama um heilsufar manna og dýra veldur því að við sitjum í þessari súpu,“ segir Sigurður Ingi. Hann kveðst skilja þá stöðu sem landbúnaðarráðherra sé í en segir að þingið verði að skoða málið vel þegar þar að kemur. Spurður hvort Framsóknarflokkurinn muni styðja frumvarpið segir hann of snemmt að segja til um það. „Við munum, og höfum lýst efasemdum um að þetta sé nóg þannig að við munum örugglega leitast leiða við það. Nú er þetta í samráðsgátt, þetta hefur ekki komið fyrir ríkisstjórn, þannig að það er nú kannski full fljótt að vera að ræða um stuðning við einstaka greinar í einhverju frumvarpi sem er ekki komið fram,“ segir Sigurður Ingi. Hann ítrekar sérstöðu Íslands hvað varðar það að geta varist því sem hann kallar sýklalyfjaónæmisógn. „Þetta gæti orðið stærsta pólitíska umræða næstu áratuga og ég er hræddur um að ef við tökum ekki á henni núna að þá muni fólk eftir 20-30 ár velta fyrir sér hvaða hagsmuni voru menn að verja í kringum 2019?“ segir Sigurður Ingi. Evrópusambandið Landbúnaður Tengdar fréttir Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41 Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðaráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. Hann er ekki tilbúinn að svo stöddu að segja til um það hvort Framsóknarflokkurinn muni styðja frumvarpið. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum innan evrópska efnahagssvæðisins. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna þeirra innflutningshafta sem ríkja í núgildandi löggjöf.Sjá einnig: Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðarFélag atvinnurekenda fagnar frumvarpinu og segir það löngu tímabært. Íslensk stjórnvöld geti ekki lengur farið á svig við alþjóðlegar skuldbindingar. Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna, hugnast aftur á móti ekki hið boðaða frumvarp.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.Visir/Egill„Ég hef skilning á því að menn geta ekki endalaust brotið lög en það hlýtur að vera hægt að fara og semja,“ segir Sindri. „Við náttúrlega búum á eyju þar sem að við erum með einangraða búfjárstofna og höfum alveg einstaka stöðu. Við erum með mikinn hreinleika í íslenskum landbúnaði, lægstu sýklalyfjanotkun í veröldinni þannig að við höfum einstaka stöðu og það er mjög eðlilegt að við verjum hana eftir fremsta megni,“ svarar Sindri þegar hann er spurður hvort það sé ekki ósanngjörn krafa að vilja flytja út íslenskar landbúnaðarafurðir en á sama tíma hefta innflutning.Hugsanlega stærsta pólitíska umræða næstu áratuga Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir Ísland vera í sérstöðu til að verjast þeirri ógn sem hann segir að blasi við vegna hugsanlegs sýklalyfjaónæmis. Frumvarpið taki ekki nógu vel á þeim þætti. „Óbilgirni Evrópusambandsins og ásókn íslenskra heildsala og stóru matvælafyrirtækjanna í Evrópu um að græða peninga og vera nokk sama um heilsufar manna og dýra veldur því að við sitjum í þessari súpu,“ segir Sigurður Ingi. Hann kveðst skilja þá stöðu sem landbúnaðarráðherra sé í en segir að þingið verði að skoða málið vel þegar þar að kemur. Spurður hvort Framsóknarflokkurinn muni styðja frumvarpið segir hann of snemmt að segja til um það. „Við munum, og höfum lýst efasemdum um að þetta sé nóg þannig að við munum örugglega leitast leiða við það. Nú er þetta í samráðsgátt, þetta hefur ekki komið fyrir ríkisstjórn, þannig að það er nú kannski full fljótt að vera að ræða um stuðning við einstaka greinar í einhverju frumvarpi sem er ekki komið fram,“ segir Sigurður Ingi. Hann ítrekar sérstöðu Íslands hvað varðar það að geta varist því sem hann kallar sýklalyfjaónæmisógn. „Þetta gæti orðið stærsta pólitíska umræða næstu áratuga og ég er hræddur um að ef við tökum ekki á henni núna að þá muni fólk eftir 20-30 ár velta fyrir sér hvaða hagsmuni voru menn að verja í kringum 2019?“ segir Sigurður Ingi.
Evrópusambandið Landbúnaður Tengdar fréttir Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41 Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41
Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15