Minnst 70 látnir í eldsvoða í Bangladess Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. febrúar 2019 10:33 Hverfið sem um ræðir er margra alda gamalt og þar eru afar þröngar götur og mikið um að íbúðarhús séu byggð afar nærri hvort öðru eða sambyggð. AP/Rehman Asad Að minnsta kosti sjötíu eru látnir í miklum húsbruna í höfuðborg Bangladess, Dhaka. Eldurinn læsti sig í nokkur hús í gamla borgarhlutanum og hluti hinna látnu voru gestir brúðkaupsveislu. Minnst 50 eru slasaðir og þar af eru einhverjir alvarlegar brenndir. Hverfið sem um ræðir er margra alda gamalt og þar eru afar þröngar götur og mikið um að íbúðarhús séu byggð afar nærri hvort öðru eða sambyggð. Upptökin voru í íbúðarhúsi þar sem eldfim efni höfðu verið geymd á jarðhæðinni. Síðan barst eldurinn í að minnsta kosti þrjú önnur hús í götunni og var afar erfitt fyrir slökkviliðsmenn að athafna sig, annars vegar vegna þrengsla og hins vegar vegna vatnsskorts í hverfinu. Það tók langan slökkviliðsmenn langan tíma að ná stjórn á eldinum og það að auki tók það þá langan tíma að komast á vettvang vegna hátíðarhalda. Almannavarnir Dhaka segja mörg fórnarlömb hafa verið króuð af af eldhafinu. Þá er talið að mjög erfitt verði að bera kennsl á líkin. Talið er líklegt að fjöldi látinna muni aukast.AP fréttaveitan bendir á að stórslys sem þessi séu tiltölulega algeng í Bangladess. Árið 2012 brann verksmiðja í Dhaka og dóu minnst 112 þá. Skömmu seinna hrundi önnur verksmiðja og dóu rúmlega 1.100 manns. Árið 2010 dóu minnst 123 í eldsvoða í sama hverfi og nú. Þá hétu yfirvöld því að koma í veg fyrir atvinnurekstur í íbúðarhúsnæði og þá sérstaklega að loka verksmiðjum þar sem eldfim efni eru geymd.Íbúar hafa þó mótmælt öllum tilraunum til að taka á vandanum og vísa fyrirtækjum eða íbúum úr tilteknum byggingum. Talið er að líklegt að fjöldi látinna muni aukast.AP/Zabed Hasnain Chowdhury Bangladess Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Að minnsta kosti sjötíu eru látnir í miklum húsbruna í höfuðborg Bangladess, Dhaka. Eldurinn læsti sig í nokkur hús í gamla borgarhlutanum og hluti hinna látnu voru gestir brúðkaupsveislu. Minnst 50 eru slasaðir og þar af eru einhverjir alvarlegar brenndir. Hverfið sem um ræðir er margra alda gamalt og þar eru afar þröngar götur og mikið um að íbúðarhús séu byggð afar nærri hvort öðru eða sambyggð. Upptökin voru í íbúðarhúsi þar sem eldfim efni höfðu verið geymd á jarðhæðinni. Síðan barst eldurinn í að minnsta kosti þrjú önnur hús í götunni og var afar erfitt fyrir slökkviliðsmenn að athafna sig, annars vegar vegna þrengsla og hins vegar vegna vatnsskorts í hverfinu. Það tók langan slökkviliðsmenn langan tíma að ná stjórn á eldinum og það að auki tók það þá langan tíma að komast á vettvang vegna hátíðarhalda. Almannavarnir Dhaka segja mörg fórnarlömb hafa verið króuð af af eldhafinu. Þá er talið að mjög erfitt verði að bera kennsl á líkin. Talið er líklegt að fjöldi látinna muni aukast.AP fréttaveitan bendir á að stórslys sem þessi séu tiltölulega algeng í Bangladess. Árið 2012 brann verksmiðja í Dhaka og dóu minnst 112 þá. Skömmu seinna hrundi önnur verksmiðja og dóu rúmlega 1.100 manns. Árið 2010 dóu minnst 123 í eldsvoða í sama hverfi og nú. Þá hétu yfirvöld því að koma í veg fyrir atvinnurekstur í íbúðarhúsnæði og þá sérstaklega að loka verksmiðjum þar sem eldfim efni eru geymd.Íbúar hafa þó mótmælt öllum tilraunum til að taka á vandanum og vísa fyrirtækjum eða íbúum úr tilteknum byggingum. Talið er að líklegt að fjöldi látinna muni aukast.AP/Zabed Hasnain Chowdhury
Bangladess Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira