Fyrir landið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Nú, árið 2019, ættu menn að hafa áttað sig á því mikla verðmæti sem felst í stórbrotnum náttúruundrum. Þau eru ekki svo mörg eftir í heimi þar sem græðgissjónarmið hinna virkjanaglöðu hafa ráðið för og leitt til eyðingar á stórfenglegum náttúruperlum. Ekki er langt síðan íslenskir ráðamenn gerðust virkjanaóðir og engu var líkara en þeir vildu virkjun í hvern fjörð. Æðið rann loks af mönnum og þeir endurheimtu vit sitt, eða allavega hluta af því. Í ríkisstjórn Íslands er vinstriflokkur, Vinstri græn, sem hefur umhverfisvernd í hávegum í stefnuskrá sinni og vitnar oft ákaft í þetta baráttumál sitt, allavega á tyllidögum. Umhverfisráðherra landsins er svo annálaður náttúruverndarsinni, sem er skemmtileg tilbreyting, en það hefur hent að einstaklingar sem engan áhuga hafa á verndun náttúrunnar hafa komist til valda í því ráðuneyti. Í þessari ríkisstjórn kemur það fyrst og fremst í hlut Vinstri grænna og hins væna umhverfisráðherra þeirra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að standa vaktina í umhverfisvernd og sýna alþjóð að einhver meining sé í fögrum stefnumálum. Guðmundur Ingi var eitt sinn framkvæmdastjóri Landverndar, þeirra mikilvægu samtaka sem ótrauð hafa staðið vaktina meðan svo margir aðrir hafa brugðist. Nú hefur Landvernd hafið undirskriftasöfnun til að hvetja til friðlýsingar á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar sem fyrirhuguð er á stórbrotnum óbyggðum víðernum á Ströndum. Margoft hefur komið fram hversu skelfileg spjöll verða unnin þarna á svæði sem með sanni má flokka sem einstakt. Sem dæmi má nefna að eitt voldugasta vatnsfall landsins, Drynjandi, verður þurrkað upp. Af þeim fossi hafa landsmenn séð ljósmyndir, ekki síst fyrir tilstilli náttúruverndarsinnans Tómasar Guðbjartssonar sem er meðal þeirra fjölmörgu sem barist hafa fyrir verndun svæðisins. Það er óðs manns æði að fórna fossinum og öðrum náttúruundrum fyrir stundargróða. Þeir sem ábyrgð bera á slíkri fórn verða að gera sér grein fyrir því að þeir kalla yfir sig skömm. Með undirskriftasöfnun Landverndar er skorað á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar að hraða vinnu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar svo hægt sé að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Víst er að hjarta umhverfisráðherra slær með náttúrunni og það hlýtur hjarta forstjóra Umhverfisstofnunar, Kristínar Lindu Árnadóttur, einnig að gera. Samt er ekki víst að það nægi. Fólk sem kemst í áhrifastöður er oft æði lagið við að koma sér undan að taka ákvarðanir sem kallað geta á sterk andmæli, og í þessu máli finnast eitilharðir talsmenn virkjanaáforma sem líklegir eru til að hafa verulega hátt. Íslendingar eru svo lánsamir að eiga enn ósnortin landsvæði þar sem ægifögur náttúra vekur lotningu hjá hverjum þeim sem svo lánsamur er að líta hana augum. Þjóð sem fórnar slíkum svæðum hefur villst illilega af leið. Hún hefur svikið land sitt og komandi kynslóðir. Skömm þeirra sem slíkt gera mun lengi uppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú, árið 2019, ættu menn að hafa áttað sig á því mikla verðmæti sem felst í stórbrotnum náttúruundrum. Þau eru ekki svo mörg eftir í heimi þar sem græðgissjónarmið hinna virkjanaglöðu hafa ráðið för og leitt til eyðingar á stórfenglegum náttúruperlum. Ekki er langt síðan íslenskir ráðamenn gerðust virkjanaóðir og engu var líkara en þeir vildu virkjun í hvern fjörð. Æðið rann loks af mönnum og þeir endurheimtu vit sitt, eða allavega hluta af því. Í ríkisstjórn Íslands er vinstriflokkur, Vinstri græn, sem hefur umhverfisvernd í hávegum í stefnuskrá sinni og vitnar oft ákaft í þetta baráttumál sitt, allavega á tyllidögum. Umhverfisráðherra landsins er svo annálaður náttúruverndarsinni, sem er skemmtileg tilbreyting, en það hefur hent að einstaklingar sem engan áhuga hafa á verndun náttúrunnar hafa komist til valda í því ráðuneyti. Í þessari ríkisstjórn kemur það fyrst og fremst í hlut Vinstri grænna og hins væna umhverfisráðherra þeirra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að standa vaktina í umhverfisvernd og sýna alþjóð að einhver meining sé í fögrum stefnumálum. Guðmundur Ingi var eitt sinn framkvæmdastjóri Landverndar, þeirra mikilvægu samtaka sem ótrauð hafa staðið vaktina meðan svo margir aðrir hafa brugðist. Nú hefur Landvernd hafið undirskriftasöfnun til að hvetja til friðlýsingar á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar sem fyrirhuguð er á stórbrotnum óbyggðum víðernum á Ströndum. Margoft hefur komið fram hversu skelfileg spjöll verða unnin þarna á svæði sem með sanni má flokka sem einstakt. Sem dæmi má nefna að eitt voldugasta vatnsfall landsins, Drynjandi, verður þurrkað upp. Af þeim fossi hafa landsmenn séð ljósmyndir, ekki síst fyrir tilstilli náttúruverndarsinnans Tómasar Guðbjartssonar sem er meðal þeirra fjölmörgu sem barist hafa fyrir verndun svæðisins. Það er óðs manns æði að fórna fossinum og öðrum náttúruundrum fyrir stundargróða. Þeir sem ábyrgð bera á slíkri fórn verða að gera sér grein fyrir því að þeir kalla yfir sig skömm. Með undirskriftasöfnun Landverndar er skorað á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar að hraða vinnu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar svo hægt sé að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Víst er að hjarta umhverfisráðherra slær með náttúrunni og það hlýtur hjarta forstjóra Umhverfisstofnunar, Kristínar Lindu Árnadóttur, einnig að gera. Samt er ekki víst að það nægi. Fólk sem kemst í áhrifastöður er oft æði lagið við að koma sér undan að taka ákvarðanir sem kallað geta á sterk andmæli, og í þessu máli finnast eitilharðir talsmenn virkjanaáforma sem líklegir eru til að hafa verulega hátt. Íslendingar eru svo lánsamir að eiga enn ósnortin landsvæði þar sem ægifögur náttúra vekur lotningu hjá hverjum þeim sem svo lánsamur er að líta hana augum. Þjóð sem fórnar slíkum svæðum hefur villst illilega af leið. Hún hefur svikið land sitt og komandi kynslóðir. Skömm þeirra sem slíkt gera mun lengi uppi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun