NBA-dómarinn sem veðjaði á eigin leiki og var í vandræðum með að fela peningabúntin fyrir konunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 12:30 Tim Donaghy var árið 2008 dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. EPA/JUSTIN LANE Tim Donaghy er einn svartasti sauðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta enda um að ræða NBA-dómarann sem sökk á bólakaf í heim veðmála og hagræðingar úrslita. ESPN ákvað í tilefni af tíu ár afmælis þess, að það komst upp um svikaheim Tim Donaghy, að kafa dýpra ofan í mál hans og komast að því hvort og þá hvernig hann fór að því að hagræða úrslitum í NBA-deildinni. Rannsókn NBA-deildarinnar fyrir rúmum áratug gat ekki séð að Tim Donaghy hafi getað haft áhrif á úrslit leikja en blaðamenn ESPN hafa aðra sögu að segja. ESPN hefur nú sett saman mjög langa og ítarlega grein þar sem farið er yfir allt málið og alla vitorðsmenn Tim Donaghy sem og þá sem sáu til þess að upp um hann komst. Tim Donaghy græddi svo mikinn pening á tímabili að hann átti erfitt með að fela seðlanna fyrir konu sinni Kim Donaghy. Þau áttu saman fjögur börn en hún skildi við hann eftir að upp komst um veðmálabraskið hans.Incredible research, reporting and storytelling by @ScottEden1 and the ESPN team. How Former Ref Tim Donaghy Conspired To Fix NBA Gameshttps://t.co/nQzHVAJNA6 — Tom Haberstroh (@tomhaberstroh) February 19, 2019 ESPN lagði mikið í rannsókn sína og skoðaði meðal annars alla dóma í öllum leikjunum sem Tim Donaghy dæmdi tímabilið örlagaríka 2006-07. Hér fyrir neðan má sjá má myndband sem ESPN setti saman og kynnir aðeins Tim Donaghy og mál hans.Þeir Tim Donaghy og veðmangarinn James "Bah-Bah" "Sheep" Battista höfðu þekkst í 25 ár eða síðan þeir voru saman í menntaskóla. Samkvæmt frétt ESPN var samkomulag þeirra þannig að Tim Donaghy fékk tvö þúsund dali gengi það eftir sem var „beðið um“ en þurfti ekki að borga neitt til baka ef þetta klikkaði. Þetta klikkaði víst ekki oft því Battista vann 88 prósent veðmálanna þar sem hann var í samstarfi við NBA-dómarann. Í söguna blandast einnig æskuvinur þeirra Tim Donaghy og Battista sem var þeirra milligöngumaður. Sá hét Tommy Martino. Þá má ekki gleyma veðmangaranum Pete "Rhino" Ruggieri sem tók við „máli“ Tim Donaghy þegar Battista fór í meðferð en Ruggieri var fljótur að enda samstarfið.Been fascinated by the Tim Donaghy story ever since it broke. Latest story on it has really good detail: https://t.co/m9bHylpyrl — Adam Levitan (@adamlevitan) February 20, 2019Kim Donaghy, kona Tim, kemur einnig mikið við sögu sem og FBI maðurinn Phil Scala og David Stern sem var yfirmaður NBA-deildarinnar á þessum árum. Kim Donaghy, eiginkona Tim, var í sambandi við blaðamann ESPN og lýsti meðal annars fyrir honum tilfinningunni þegar hún fann risastórt peningabúnt í NBA-jakkanum hans. Þar voru fullt af hundrað dollara seðlum vafðir saman. Kim viðurkennir að hafa verið farin að finna peningabúntin árið 2004 eða þremur árum en upp komst um svikamyllu Tim. Kim Donaghy sannfærði sjálfan sig um að peningarnir kæmu frá veðmálum á golfvellinum en Tim var mikill golfáhugamaður. Hún hvorki taldi peningana né spurðu eiginmann sinn út í þá. Blaðamenn ESPN ræddu við meira en hundrað manns í heimildaröflun sinni. Meðal þeirra voru núverandi og fyrrverandi NBA-dómarar, starfsmenn NBA-deildarinnar, fjárhættuspilarar, veðmangarar, lögmenn, lögreglumenn sem og vinir og ættingjar Donaghy. Tim Donaghy sjálfur var ekki tilbúinn að veita viðtal þótt að oft hafi verið leitast eftir því á þeim tveimur árum sem tók að safna efni í greinina. Rakin er saga Tim Donaghy, hvernig hann fór að því að komast í NBA-deildina og hvernig hann fór að því að sökkva á bólakaf í veðmála og hagræðingar úrslita. Ein stærsta uppgötvun ESPN er að Tim Donaghy var ekki aðeins að veðja á leiki því hann var allt frá byrjun að veðja á úrslit í leikjum sem hann var að dæma sjálfur. Donaghy hélt alltaf öðru fram en annað hefur komið á daginn. Grein ESPN er mjög ítarleg en um leið afar fróðleg og sláandi. Það sem á ekki að geta gerst, hvað þá í svo langan tíma, gerðist í tilfelli Tim Donaghy og veðmálabrasks hans. Það er hægt að lesa alla greinina með því að smella hér. Bandaríkin NBA Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Tim Donaghy er einn svartasti sauðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta enda um að ræða NBA-dómarann sem sökk á bólakaf í heim veðmála og hagræðingar úrslita. ESPN ákvað í tilefni af tíu ár afmælis þess, að það komst upp um svikaheim Tim Donaghy, að kafa dýpra ofan í mál hans og komast að því hvort og þá hvernig hann fór að því að hagræða úrslitum í NBA-deildinni. Rannsókn NBA-deildarinnar fyrir rúmum áratug gat ekki séð að Tim Donaghy hafi getað haft áhrif á úrslit leikja en blaðamenn ESPN hafa aðra sögu að segja. ESPN hefur nú sett saman mjög langa og ítarlega grein þar sem farið er yfir allt málið og alla vitorðsmenn Tim Donaghy sem og þá sem sáu til þess að upp um hann komst. Tim Donaghy græddi svo mikinn pening á tímabili að hann átti erfitt með að fela seðlanna fyrir konu sinni Kim Donaghy. Þau áttu saman fjögur börn en hún skildi við hann eftir að upp komst um veðmálabraskið hans.Incredible research, reporting and storytelling by @ScottEden1 and the ESPN team. How Former Ref Tim Donaghy Conspired To Fix NBA Gameshttps://t.co/nQzHVAJNA6 — Tom Haberstroh (@tomhaberstroh) February 19, 2019 ESPN lagði mikið í rannsókn sína og skoðaði meðal annars alla dóma í öllum leikjunum sem Tim Donaghy dæmdi tímabilið örlagaríka 2006-07. Hér fyrir neðan má sjá má myndband sem ESPN setti saman og kynnir aðeins Tim Donaghy og mál hans.Þeir Tim Donaghy og veðmangarinn James "Bah-Bah" "Sheep" Battista höfðu þekkst í 25 ár eða síðan þeir voru saman í menntaskóla. Samkvæmt frétt ESPN var samkomulag þeirra þannig að Tim Donaghy fékk tvö þúsund dali gengi það eftir sem var „beðið um“ en þurfti ekki að borga neitt til baka ef þetta klikkaði. Þetta klikkaði víst ekki oft því Battista vann 88 prósent veðmálanna þar sem hann var í samstarfi við NBA-dómarann. Í söguna blandast einnig æskuvinur þeirra Tim Donaghy og Battista sem var þeirra milligöngumaður. Sá hét Tommy Martino. Þá má ekki gleyma veðmangaranum Pete "Rhino" Ruggieri sem tók við „máli“ Tim Donaghy þegar Battista fór í meðferð en Ruggieri var fljótur að enda samstarfið.Been fascinated by the Tim Donaghy story ever since it broke. Latest story on it has really good detail: https://t.co/m9bHylpyrl — Adam Levitan (@adamlevitan) February 20, 2019Kim Donaghy, kona Tim, kemur einnig mikið við sögu sem og FBI maðurinn Phil Scala og David Stern sem var yfirmaður NBA-deildarinnar á þessum árum. Kim Donaghy, eiginkona Tim, var í sambandi við blaðamann ESPN og lýsti meðal annars fyrir honum tilfinningunni þegar hún fann risastórt peningabúnt í NBA-jakkanum hans. Þar voru fullt af hundrað dollara seðlum vafðir saman. Kim viðurkennir að hafa verið farin að finna peningabúntin árið 2004 eða þremur árum en upp komst um svikamyllu Tim. Kim Donaghy sannfærði sjálfan sig um að peningarnir kæmu frá veðmálum á golfvellinum en Tim var mikill golfáhugamaður. Hún hvorki taldi peningana né spurðu eiginmann sinn út í þá. Blaðamenn ESPN ræddu við meira en hundrað manns í heimildaröflun sinni. Meðal þeirra voru núverandi og fyrrverandi NBA-dómarar, starfsmenn NBA-deildarinnar, fjárhættuspilarar, veðmangarar, lögmenn, lögreglumenn sem og vinir og ættingjar Donaghy. Tim Donaghy sjálfur var ekki tilbúinn að veita viðtal þótt að oft hafi verið leitast eftir því á þeim tveimur árum sem tók að safna efni í greinina. Rakin er saga Tim Donaghy, hvernig hann fór að því að komast í NBA-deildina og hvernig hann fór að því að sökkva á bólakaf í veðmála og hagræðingar úrslita. Ein stærsta uppgötvun ESPN er að Tim Donaghy var ekki aðeins að veðja á leiki því hann var allt frá byrjun að veðja á úrslit í leikjum sem hann var að dæma sjálfur. Donaghy hélt alltaf öðru fram en annað hefur komið á daginn. Grein ESPN er mjög ítarleg en um leið afar fróðleg og sláandi. Það sem á ekki að geta gerst, hvað þá í svo langan tíma, gerðist í tilfelli Tim Donaghy og veðmálabrasks hans. Það er hægt að lesa alla greinina með því að smella hér.
Bandaríkin NBA Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira