NBA-dómarinn sem veðjaði á eigin leiki og var í vandræðum með að fela peningabúntin fyrir konunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 12:30 Tim Donaghy var árið 2008 dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. EPA/JUSTIN LANE Tim Donaghy er einn svartasti sauðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta enda um að ræða NBA-dómarann sem sökk á bólakaf í heim veðmála og hagræðingar úrslita. ESPN ákvað í tilefni af tíu ár afmælis þess, að það komst upp um svikaheim Tim Donaghy, að kafa dýpra ofan í mál hans og komast að því hvort og þá hvernig hann fór að því að hagræða úrslitum í NBA-deildinni. Rannsókn NBA-deildarinnar fyrir rúmum áratug gat ekki séð að Tim Donaghy hafi getað haft áhrif á úrslit leikja en blaðamenn ESPN hafa aðra sögu að segja. ESPN hefur nú sett saman mjög langa og ítarlega grein þar sem farið er yfir allt málið og alla vitorðsmenn Tim Donaghy sem og þá sem sáu til þess að upp um hann komst. Tim Donaghy græddi svo mikinn pening á tímabili að hann átti erfitt með að fela seðlanna fyrir konu sinni Kim Donaghy. Þau áttu saman fjögur börn en hún skildi við hann eftir að upp komst um veðmálabraskið hans.Incredible research, reporting and storytelling by @ScottEden1 and the ESPN team. How Former Ref Tim Donaghy Conspired To Fix NBA Gameshttps://t.co/nQzHVAJNA6 — Tom Haberstroh (@tomhaberstroh) February 19, 2019 ESPN lagði mikið í rannsókn sína og skoðaði meðal annars alla dóma í öllum leikjunum sem Tim Donaghy dæmdi tímabilið örlagaríka 2006-07. Hér fyrir neðan má sjá má myndband sem ESPN setti saman og kynnir aðeins Tim Donaghy og mál hans.Þeir Tim Donaghy og veðmangarinn James "Bah-Bah" "Sheep" Battista höfðu þekkst í 25 ár eða síðan þeir voru saman í menntaskóla. Samkvæmt frétt ESPN var samkomulag þeirra þannig að Tim Donaghy fékk tvö þúsund dali gengi það eftir sem var „beðið um“ en þurfti ekki að borga neitt til baka ef þetta klikkaði. Þetta klikkaði víst ekki oft því Battista vann 88 prósent veðmálanna þar sem hann var í samstarfi við NBA-dómarann. Í söguna blandast einnig æskuvinur þeirra Tim Donaghy og Battista sem var þeirra milligöngumaður. Sá hét Tommy Martino. Þá má ekki gleyma veðmangaranum Pete "Rhino" Ruggieri sem tók við „máli“ Tim Donaghy þegar Battista fór í meðferð en Ruggieri var fljótur að enda samstarfið.Been fascinated by the Tim Donaghy story ever since it broke. Latest story on it has really good detail: https://t.co/m9bHylpyrl — Adam Levitan (@adamlevitan) February 20, 2019Kim Donaghy, kona Tim, kemur einnig mikið við sögu sem og FBI maðurinn Phil Scala og David Stern sem var yfirmaður NBA-deildarinnar á þessum árum. Kim Donaghy, eiginkona Tim, var í sambandi við blaðamann ESPN og lýsti meðal annars fyrir honum tilfinningunni þegar hún fann risastórt peningabúnt í NBA-jakkanum hans. Þar voru fullt af hundrað dollara seðlum vafðir saman. Kim viðurkennir að hafa verið farin að finna peningabúntin árið 2004 eða þremur árum en upp komst um svikamyllu Tim. Kim Donaghy sannfærði sjálfan sig um að peningarnir kæmu frá veðmálum á golfvellinum en Tim var mikill golfáhugamaður. Hún hvorki taldi peningana né spurðu eiginmann sinn út í þá. Blaðamenn ESPN ræddu við meira en hundrað manns í heimildaröflun sinni. Meðal þeirra voru núverandi og fyrrverandi NBA-dómarar, starfsmenn NBA-deildarinnar, fjárhættuspilarar, veðmangarar, lögmenn, lögreglumenn sem og vinir og ættingjar Donaghy. Tim Donaghy sjálfur var ekki tilbúinn að veita viðtal þótt að oft hafi verið leitast eftir því á þeim tveimur árum sem tók að safna efni í greinina. Rakin er saga Tim Donaghy, hvernig hann fór að því að komast í NBA-deildina og hvernig hann fór að því að sökkva á bólakaf í veðmála og hagræðingar úrslita. Ein stærsta uppgötvun ESPN er að Tim Donaghy var ekki aðeins að veðja á leiki því hann var allt frá byrjun að veðja á úrslit í leikjum sem hann var að dæma sjálfur. Donaghy hélt alltaf öðru fram en annað hefur komið á daginn. Grein ESPN er mjög ítarleg en um leið afar fróðleg og sláandi. Það sem á ekki að geta gerst, hvað þá í svo langan tíma, gerðist í tilfelli Tim Donaghy og veðmálabrasks hans. Það er hægt að lesa alla greinina með því að smella hér. Bandaríkin NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Tim Donaghy er einn svartasti sauðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta enda um að ræða NBA-dómarann sem sökk á bólakaf í heim veðmála og hagræðingar úrslita. ESPN ákvað í tilefni af tíu ár afmælis þess, að það komst upp um svikaheim Tim Donaghy, að kafa dýpra ofan í mál hans og komast að því hvort og þá hvernig hann fór að því að hagræða úrslitum í NBA-deildinni. Rannsókn NBA-deildarinnar fyrir rúmum áratug gat ekki séð að Tim Donaghy hafi getað haft áhrif á úrslit leikja en blaðamenn ESPN hafa aðra sögu að segja. ESPN hefur nú sett saman mjög langa og ítarlega grein þar sem farið er yfir allt málið og alla vitorðsmenn Tim Donaghy sem og þá sem sáu til þess að upp um hann komst. Tim Donaghy græddi svo mikinn pening á tímabili að hann átti erfitt með að fela seðlanna fyrir konu sinni Kim Donaghy. Þau áttu saman fjögur börn en hún skildi við hann eftir að upp komst um veðmálabraskið hans.Incredible research, reporting and storytelling by @ScottEden1 and the ESPN team. How Former Ref Tim Donaghy Conspired To Fix NBA Gameshttps://t.co/nQzHVAJNA6 — Tom Haberstroh (@tomhaberstroh) February 19, 2019 ESPN lagði mikið í rannsókn sína og skoðaði meðal annars alla dóma í öllum leikjunum sem Tim Donaghy dæmdi tímabilið örlagaríka 2006-07. Hér fyrir neðan má sjá má myndband sem ESPN setti saman og kynnir aðeins Tim Donaghy og mál hans.Þeir Tim Donaghy og veðmangarinn James "Bah-Bah" "Sheep" Battista höfðu þekkst í 25 ár eða síðan þeir voru saman í menntaskóla. Samkvæmt frétt ESPN var samkomulag þeirra þannig að Tim Donaghy fékk tvö þúsund dali gengi það eftir sem var „beðið um“ en þurfti ekki að borga neitt til baka ef þetta klikkaði. Þetta klikkaði víst ekki oft því Battista vann 88 prósent veðmálanna þar sem hann var í samstarfi við NBA-dómarann. Í söguna blandast einnig æskuvinur þeirra Tim Donaghy og Battista sem var þeirra milligöngumaður. Sá hét Tommy Martino. Þá má ekki gleyma veðmangaranum Pete "Rhino" Ruggieri sem tók við „máli“ Tim Donaghy þegar Battista fór í meðferð en Ruggieri var fljótur að enda samstarfið.Been fascinated by the Tim Donaghy story ever since it broke. Latest story on it has really good detail: https://t.co/m9bHylpyrl — Adam Levitan (@adamlevitan) February 20, 2019Kim Donaghy, kona Tim, kemur einnig mikið við sögu sem og FBI maðurinn Phil Scala og David Stern sem var yfirmaður NBA-deildarinnar á þessum árum. Kim Donaghy, eiginkona Tim, var í sambandi við blaðamann ESPN og lýsti meðal annars fyrir honum tilfinningunni þegar hún fann risastórt peningabúnt í NBA-jakkanum hans. Þar voru fullt af hundrað dollara seðlum vafðir saman. Kim viðurkennir að hafa verið farin að finna peningabúntin árið 2004 eða þremur árum en upp komst um svikamyllu Tim. Kim Donaghy sannfærði sjálfan sig um að peningarnir kæmu frá veðmálum á golfvellinum en Tim var mikill golfáhugamaður. Hún hvorki taldi peningana né spurðu eiginmann sinn út í þá. Blaðamenn ESPN ræddu við meira en hundrað manns í heimildaröflun sinni. Meðal þeirra voru núverandi og fyrrverandi NBA-dómarar, starfsmenn NBA-deildarinnar, fjárhættuspilarar, veðmangarar, lögmenn, lögreglumenn sem og vinir og ættingjar Donaghy. Tim Donaghy sjálfur var ekki tilbúinn að veita viðtal þótt að oft hafi verið leitast eftir því á þeim tveimur árum sem tók að safna efni í greinina. Rakin er saga Tim Donaghy, hvernig hann fór að því að komast í NBA-deildina og hvernig hann fór að því að sökkva á bólakaf í veðmála og hagræðingar úrslita. Ein stærsta uppgötvun ESPN er að Tim Donaghy var ekki aðeins að veðja á leiki því hann var allt frá byrjun að veðja á úrslit í leikjum sem hann var að dæma sjálfur. Donaghy hélt alltaf öðru fram en annað hefur komið á daginn. Grein ESPN er mjög ítarleg en um leið afar fróðleg og sláandi. Það sem á ekki að geta gerst, hvað þá í svo langan tíma, gerðist í tilfelli Tim Donaghy og veðmálabrasks hans. Það er hægt að lesa alla greinina með því að smella hér.
Bandaríkin NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira