Björguðu stálheppnum íslenskum manni af Table-fjalli í Suður-Afríku Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2019 08:41 Mynd frá björgunaraðgerðum aðfaranótt þriðjudags í Suður-Afríku. Wilderness Search and rescue Björgunarmenn komu 32 ára íslenskum manni til bjargar á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í vikunni sem hafði fallið um 20 metra niður á syllu sem var ekki stærri en tvíbreitt rúm. Fyrir neðan þessa syllu var áttatíu metra þverhnípi að því er fram kemur í fjölmiðlum í Suður Afríku. Útkall til björgunarsveitarmanna barst klukkan 17 að staðartíma síðastliðinn mánudag eftir að einhver hafði heyrt kallað á hjálp af fjallinu. Sökum hvassviðris reyndist erfitt að staðsetja hvaðan hrópin bárust en íslenski maðurinn er sagður heppinn að suðaustan áttin náði að bera hróp hans til þéttbýlis við rætur fjallsins. Björgunarmennirnir náðu að staðsetja Íslendinginn en ekki var hægt að notast við þyrlu til að koma honum til bjargar vegna hvassviðris.Rauði punkturinn á myndinni sýnir staðsetningu íslenska mannsins í fjallinu.Wilderness Search and rescueÍslendingurinn náði að veita björgunarmönnunum á fjórhjóladrifnum jeppa nægilega góðar upplýsingar í gegnum síma um staðsetningu sína svo að þeir gátu staðsett sig á jeppaslóð beint fyrir neðan hann. Náðu björgunarmennirnir til hans á öðrum tímanum aðfaranótt þriðjudags. Hann hlaut ekki alvarlega áverka við fallið.Það var ekki létt verk að komast að Íslendingnum.Wilderness search and rescueBjörgunarmennirnir kölluðu út vana klettaklifrara sem fengu leyfi til að fara upp fjallið á kláfi, sem venjulega hefði ekki verið gert sökum hvassviðris. Kláfurinn flutti mennina mun hærra en þar sem Íslendingurinn var og þurftu þeir að síga um 300 metra leið til að komast að honum. Gerðu þeir nokkrar tilraunir til þess en erfiðlega gekk að hitta á Íslendinginn sökum myrkurs. Hann náði þó að á endanum að leiðbeina þeim með ljósi úr farsíma sínum. Hér má sjá hvernig björgunarmennirnir fóru að Íslendingnum.Wilderness search and rescueÞegar björgunarmennirnir náðu til hans var Íslendingurinn settur í beisli og honum slakað niður klettinn þar sem annað teymi tók við honum og fóru þeir fótgangandi að björgunarbíl sem flutti hann til byggða. Við tók frágangur hjá björgunarsveitarmönnunum og lauk útkallinu á sjöunda tímanum síðastliðinn þriðjudagsmorgun. Á vef björgunarsveitarinnar kemur fram að Íslendingurinn megi telja sig stálheppinn að hafa lifað þessa raun af.Í febrúar árið 2017 lést Íslendingur eftir mikið fall í Table-fjalli.Vísir hefur áhuga á að ná sambandi við Íslendinginn og tekur við ábendingum á ritstjorn(hja)visir.is. Suður-Afríka Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Björgunarmenn komu 32 ára íslenskum manni til bjargar á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í vikunni sem hafði fallið um 20 metra niður á syllu sem var ekki stærri en tvíbreitt rúm. Fyrir neðan þessa syllu var áttatíu metra þverhnípi að því er fram kemur í fjölmiðlum í Suður Afríku. Útkall til björgunarsveitarmanna barst klukkan 17 að staðartíma síðastliðinn mánudag eftir að einhver hafði heyrt kallað á hjálp af fjallinu. Sökum hvassviðris reyndist erfitt að staðsetja hvaðan hrópin bárust en íslenski maðurinn er sagður heppinn að suðaustan áttin náði að bera hróp hans til þéttbýlis við rætur fjallsins. Björgunarmennirnir náðu að staðsetja Íslendinginn en ekki var hægt að notast við þyrlu til að koma honum til bjargar vegna hvassviðris.Rauði punkturinn á myndinni sýnir staðsetningu íslenska mannsins í fjallinu.Wilderness Search and rescueÍslendingurinn náði að veita björgunarmönnunum á fjórhjóladrifnum jeppa nægilega góðar upplýsingar í gegnum síma um staðsetningu sína svo að þeir gátu staðsett sig á jeppaslóð beint fyrir neðan hann. Náðu björgunarmennirnir til hans á öðrum tímanum aðfaranótt þriðjudags. Hann hlaut ekki alvarlega áverka við fallið.Það var ekki létt verk að komast að Íslendingnum.Wilderness search and rescueBjörgunarmennirnir kölluðu út vana klettaklifrara sem fengu leyfi til að fara upp fjallið á kláfi, sem venjulega hefði ekki verið gert sökum hvassviðris. Kláfurinn flutti mennina mun hærra en þar sem Íslendingurinn var og þurftu þeir að síga um 300 metra leið til að komast að honum. Gerðu þeir nokkrar tilraunir til þess en erfiðlega gekk að hitta á Íslendinginn sökum myrkurs. Hann náði þó að á endanum að leiðbeina þeim með ljósi úr farsíma sínum. Hér má sjá hvernig björgunarmennirnir fóru að Íslendingnum.Wilderness search and rescueÞegar björgunarmennirnir náðu til hans var Íslendingurinn settur í beisli og honum slakað niður klettinn þar sem annað teymi tók við honum og fóru þeir fótgangandi að björgunarbíl sem flutti hann til byggða. Við tók frágangur hjá björgunarsveitarmönnunum og lauk útkallinu á sjöunda tímanum síðastliðinn þriðjudagsmorgun. Á vef björgunarsveitarinnar kemur fram að Íslendingurinn megi telja sig stálheppinn að hafa lifað þessa raun af.Í febrúar árið 2017 lést Íslendingur eftir mikið fall í Table-fjalli.Vísir hefur áhuga á að ná sambandi við Íslendinginn og tekur við ábendingum á ritstjorn(hja)visir.is.
Suður-Afríka Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira