Juventus verður án miðjumannsins Sami Khedira í kvöld er liðið mætir Atletico Madrid í Meistaradeildinni.
Khedira hefur verið greindu með óreglulegan hjartslátt. Það ástand þarf að taka alvarlega og Juventus gerir það að sjálfsögðu.
Hinn 31 árs gamli Khedira hefur aðeins náð að spila 15 leiki í vetur vegna meiðsla og nú er óljóst hvort hann hreinlega spili meira fyrir félagið í vetur.
Khedira kom til Juventus frá Real Madrid árið 2015. Hann lék í fimm ár með Real en var þar áður í herbúðum Stuttgart í Þýskalandi. Hann hefur einnig leikið 77 leiki fyrir þýska landsliðið.
Leikur Atletico og Juventus hefst klukkan 20.00 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport.
Khedira með óreglulegan hjartslátt og spilar ekki í kvöld
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn