Dómur verður kveðinn upp í máli Sigurðar Guðmundssonar í Hæstarétti klukkan 9 í dag. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 en Sigurður var dæmdur í apríl árið 2003 fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa hrist níu mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, þannig að hann lést.
Í málinu er helst tekist á um tilvist svokallaðs „shaken baby“ heilkennis.
Ríkissaksóknari krefst frávísunar málsins vegna bæði form- og efnisgalla á úrskurði endurupptökunefndar. Sigurður fer fram á að verða sýknaður enda hafi ekki verið sýnt fram á með vísindalegum gögnum að drengurinn hafi látist af „shaken baby“ heilkenninu.
Dæmt í „shaken baby“ máli í dag

Tengdar fréttir

Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur
Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag.

Matsmaðurinn eins og Galíleó að mati Sveins Andra
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar Guðmundssonar, sagði klént af ríkissaksóknara að draga mat breska sérfræðingsins dr. Waney Squier í efa.

Kallaður barnamorðingi og missti allt
Sigurður Guðmundsson segist svartsýnn á að endurupptaka máls hans fái efnislega meðferð í Hæstarétti.