Gengið á höfuðstólinn Sigurður Hannesson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Á undanförnum árum hafa orðið breytingar til hins betra á íslensku hagkerfi þó enn sé nokkuð í land með að langþráður stöðugleiki verði að veruleika. Stoðir hagkerfisins eru mun sterkari en áður og því má segja að höfuðstóllinn hafi vaxið. Markvissar aðgerðir skiluðu þessum árangri, hann varð ekki til á einni nóttu. Honum er hins vegar hægt að glutra niður á stuttum tíma og bendir margt til þess að sú verði raunin miðað við stöðuna á vinnumarkaði.Sveipað óstöðugleika Um það verður ekki deilt að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð hvort sem litið er til hagrænna þátta eða annarra þátta. Þannig hefur íslenskur þjóðarbúskapur sögulega orðið fyrir hlutfallslega stærri skellum en önnur iðnvædd hagkerfi hvort sem litið er til sveiflna í landsframleiðslu, verðlagi eða raungengi. Sveiflurnar eru kostnaðarsamar fyrir samfélagið þar sem þær draga úr samkeppnishæfni landsins sem er nokkurs konar heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum. Markviss árangur Ísland hefur náð sér á strik eftir áfall fyrir um áratug síðan. Efnahagslegri endurreisn er lokið og gekk hún vonum framar. Alger viðsnúningur hefur orðið á íslensku hagkerfi á undanförnum árum, krónan hefur styrkst, í fyrsta sinn eru erlendar eignir umfram erlendar skuldir, lánshæfi landsins er sterkara og lánskjör því betri og verðbólga hefur verið innan marka um þó nokkurt skeið. Erlent fjármagn hefur leitað ávöxtunar á Íslandi, fyrst í ríkisskuldabréfum en svo í hlutabréfum. Losun fjármagnshafta leysti mikla orku úr læðingi og efldi tiltrú á Íslandi. Þessi jákvæðu efnahagslegu áhrif komu fram af fullum þunga í kjölfar þess að áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt um mitt ár 2015 og hafa varað síðan. Aukin verðmætasköpun Þessi viðsnúningur varð ekki af sjálfsdáðum heldur með skýrri stefnu stjórnvalda og verðmætasköpun almennings og fyrirtækja. Vöxtur ferðaþjónustu hefur skilað miklum umsvifum um land allt og það sama má segja um iðnað og aðrar atvinnugreinar. Iðnaður stendur að baki þriðjungi hagvaxtar frá 2010 og skapar nú tæplega fjórðung landsframleiðslu. Samfélagið allt nýtur góðs af þessum árangri. Vissulega er enn verk að vinna. Ljúka þarf endurskoðun peningastefnu sem allra fyrst en það verkefni hefur verið á dagskrá um margra ára skeið. Markmiðið hlýtur að vera að peningastefna tryggi betur stöðugleika í efnahagslífinu m.t.t. verðlags og fjármálastöðugleika. Þá þarf að móta framtíðarsýn um fjármálakerfið þannig að það sé traust og þjóni almenningi og atvinnulífi á skilvirkan og hagkvæman hátt. Umgjörð vinnumarkaðar þarf að styrkja þannig að laun þróist í takt við framleiðni. Blikur á lofti Kjarasamningar voru undirritaðir í janúar 2016 og kváðu á um talsverðar hækkanir. Á þeim tíma var því spáð að verðbólga myndi aukast en sú varð ekki raunin. Þá var hagkerfið enn í miklum vexti þannig að meira var til skiptanna en nú. Hins vegar leysti losun hafta talsverða orku úr læðingi með mjög jákvæðum efnahagslegum áhrifum og ytri aðstæður voru hagfelldar. Hvorugt á við nú. Hvalreki sambærilegur við losun hafta er ekki í augsýn auk þess sem nú hægir á gangi hagkerfisins og benda öll merki í sömu átt. Seðlabankinn spáir mun minni vexti á þessu ári en undanfarin ár. Leiðandi hagvísir Analytica hefur lækkað 12 mánuði í röð og bendir til stöðnunar og óvissu næstu misserin. Undanfarna mánuði hafa fyrirtæki sagt upp starfsfólki og bendir allt til að svo verði áfram næstu mánuði. Kólnun blasir við. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði. Með gríðarlegum launahækkunum í kólnandi hagkerfi og án þess að neinn hvalreki sé í augsýn verður gengið á höfuðstólinn. Á því töpum við öll.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Sigurður Hannesson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa orðið breytingar til hins betra á íslensku hagkerfi þó enn sé nokkuð í land með að langþráður stöðugleiki verði að veruleika. Stoðir hagkerfisins eru mun sterkari en áður og því má segja að höfuðstóllinn hafi vaxið. Markvissar aðgerðir skiluðu þessum árangri, hann varð ekki til á einni nóttu. Honum er hins vegar hægt að glutra niður á stuttum tíma og bendir margt til þess að sú verði raunin miðað við stöðuna á vinnumarkaði.Sveipað óstöðugleika Um það verður ekki deilt að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð hvort sem litið er til hagrænna þátta eða annarra þátta. Þannig hefur íslenskur þjóðarbúskapur sögulega orðið fyrir hlutfallslega stærri skellum en önnur iðnvædd hagkerfi hvort sem litið er til sveiflna í landsframleiðslu, verðlagi eða raungengi. Sveiflurnar eru kostnaðarsamar fyrir samfélagið þar sem þær draga úr samkeppnishæfni landsins sem er nokkurs konar heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum. Markviss árangur Ísland hefur náð sér á strik eftir áfall fyrir um áratug síðan. Efnahagslegri endurreisn er lokið og gekk hún vonum framar. Alger viðsnúningur hefur orðið á íslensku hagkerfi á undanförnum árum, krónan hefur styrkst, í fyrsta sinn eru erlendar eignir umfram erlendar skuldir, lánshæfi landsins er sterkara og lánskjör því betri og verðbólga hefur verið innan marka um þó nokkurt skeið. Erlent fjármagn hefur leitað ávöxtunar á Íslandi, fyrst í ríkisskuldabréfum en svo í hlutabréfum. Losun fjármagnshafta leysti mikla orku úr læðingi og efldi tiltrú á Íslandi. Þessi jákvæðu efnahagslegu áhrif komu fram af fullum þunga í kjölfar þess að áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt um mitt ár 2015 og hafa varað síðan. Aukin verðmætasköpun Þessi viðsnúningur varð ekki af sjálfsdáðum heldur með skýrri stefnu stjórnvalda og verðmætasköpun almennings og fyrirtækja. Vöxtur ferðaþjónustu hefur skilað miklum umsvifum um land allt og það sama má segja um iðnað og aðrar atvinnugreinar. Iðnaður stendur að baki þriðjungi hagvaxtar frá 2010 og skapar nú tæplega fjórðung landsframleiðslu. Samfélagið allt nýtur góðs af þessum árangri. Vissulega er enn verk að vinna. Ljúka þarf endurskoðun peningastefnu sem allra fyrst en það verkefni hefur verið á dagskrá um margra ára skeið. Markmiðið hlýtur að vera að peningastefna tryggi betur stöðugleika í efnahagslífinu m.t.t. verðlags og fjármálastöðugleika. Þá þarf að móta framtíðarsýn um fjármálakerfið þannig að það sé traust og þjóni almenningi og atvinnulífi á skilvirkan og hagkvæman hátt. Umgjörð vinnumarkaðar þarf að styrkja þannig að laun þróist í takt við framleiðni. Blikur á lofti Kjarasamningar voru undirritaðir í janúar 2016 og kváðu á um talsverðar hækkanir. Á þeim tíma var því spáð að verðbólga myndi aukast en sú varð ekki raunin. Þá var hagkerfið enn í miklum vexti þannig að meira var til skiptanna en nú. Hins vegar leysti losun hafta talsverða orku úr læðingi með mjög jákvæðum efnahagslegum áhrifum og ytri aðstæður voru hagfelldar. Hvorugt á við nú. Hvalreki sambærilegur við losun hafta er ekki í augsýn auk þess sem nú hægir á gangi hagkerfisins og benda öll merki í sömu átt. Seðlabankinn spáir mun minni vexti á þessu ári en undanfarin ár. Leiðandi hagvísir Analytica hefur lækkað 12 mánuði í röð og bendir til stöðnunar og óvissu næstu misserin. Undanfarna mánuði hafa fyrirtæki sagt upp starfsfólki og bendir allt til að svo verði áfram næstu mánuði. Kólnun blasir við. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði. Með gríðarlegum launahækkunum í kólnandi hagkerfi og án þess að neinn hvalreki sé í augsýn verður gengið á höfuðstólinn. Á því töpum við öll.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun