Kvennafangelsi verður breytt í ódýrar íbúðir Sylvía Hall skrifar 9. mars 2019 10:18 Holloway fangelsið. Vísir/AP Kvennafangelsið Holloway í norðurhluta Lundúnaborgar var selt íbúðafélaginu Peabody á föstudag fyrir tæplega 82 milljónir punda. Upphæðin nemur um 13 milljörðum íslenskra króna. Guardian greinir frá. Fangelsið var fyrsta kvennafangelsið í Bretlandi þegar það opnaði árið 1902 og var lengi það stærsta í vesturhluta Evrópu áður en það lokaði 2016 eftir að aðstæður þar voru metnar óviðunandi. Íbúðafélagið áætlar að breyta fangelsinu í þúsund íbúðir og hefur tilkynnt að meirihluti íbúðanna verði á hagstæðu verði. Um 70% ódýru íbúðanna verði leiguíbúðir og verður verð þeirra miðað við tekjur íbúanna. Kaupin á fangelsinu voru að hluta til fjármögnuð með láni úr sjóði á vegum borgarstjóra Lundúna og segir hann hið „byltingarkennda“ lán tryggja að stærsti hluti íbúðanna verði á viðráðanlegu verði. Jafnframt segir hann framkvæmdirnar sýna hvað hægt sé að gera á svæðum borgarinnar þrátt fyrir takmarkaðar valdheimildir. Dómsmálaráðuneyti landsins hefur reynt að selja fangelsið frá því að það lokaði árið 2016 og segir Rory Stewart, fangelsismálaráðherra, að ágóði sölunnar muni gera ráðuneytinu kleift að gera umbætur á þeim fangelsum sem eru komin til ára sinna. Áætlað er að hefja framkvæmdir árið 2022 og er stefnt að því að ljúka þeim árið 2026. Í skipulagi fyrir íbúðirnar er gert ráð fyrir kvennaathvarfi, grænum svæðum og leiksvæðum fyrir börn. Bretland Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Kvennafangelsið Holloway í norðurhluta Lundúnaborgar var selt íbúðafélaginu Peabody á föstudag fyrir tæplega 82 milljónir punda. Upphæðin nemur um 13 milljörðum íslenskra króna. Guardian greinir frá. Fangelsið var fyrsta kvennafangelsið í Bretlandi þegar það opnaði árið 1902 og var lengi það stærsta í vesturhluta Evrópu áður en það lokaði 2016 eftir að aðstæður þar voru metnar óviðunandi. Íbúðafélagið áætlar að breyta fangelsinu í þúsund íbúðir og hefur tilkynnt að meirihluti íbúðanna verði á hagstæðu verði. Um 70% ódýru íbúðanna verði leiguíbúðir og verður verð þeirra miðað við tekjur íbúanna. Kaupin á fangelsinu voru að hluta til fjármögnuð með láni úr sjóði á vegum borgarstjóra Lundúna og segir hann hið „byltingarkennda“ lán tryggja að stærsti hluti íbúðanna verði á viðráðanlegu verði. Jafnframt segir hann framkvæmdirnar sýna hvað hægt sé að gera á svæðum borgarinnar þrátt fyrir takmarkaðar valdheimildir. Dómsmálaráðuneyti landsins hefur reynt að selja fangelsið frá því að það lokaði árið 2016 og segir Rory Stewart, fangelsismálaráðherra, að ágóði sölunnar muni gera ráðuneytinu kleift að gera umbætur á þeim fangelsum sem eru komin til ára sinna. Áætlað er að hefja framkvæmdir árið 2022 og er stefnt að því að ljúka þeim árið 2026. Í skipulagi fyrir íbúðirnar er gert ráð fyrir kvennaathvarfi, grænum svæðum og leiksvæðum fyrir börn.
Bretland Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira