Telja Norður-Kóreu vera að undirbúa eldflauga- eða gervihnattarskot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. mars 2019 09:42 Donald Trump og Kim Jong-un hittust á leiðtogafundi í Hanoi í Víetnam fyrir stuttu. VNA/Getty Nýjar gervihnattamyndir af iðnaðarsvæði skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa valdið áhyggjum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa gervihnattar- eða eldflaugarskot á næstu misserum. Myndirnar voru birtar af bandarísku útvarpsstöðinni NPR. Myndirnar sýna aukna virkni á svæðinu, þekktu sem Sanumdong, en þar hafa Norður-Kóreumenn sett saman flestar skot- og eldflaugar sínar í gegn um tíðina. Fyrir nokkru bárust fréttir af því að unnið sé að endurbyggingu eldflaugastöðvar í Sohae, þaðan sem flest eldflaugaskot landsins hafa komið. Vinna við að taka skotsvæðið niður hófst á síðasta ári en stöðvaði þegar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu stöðnuðu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hvers konar vopnaprófun af hálfu Norður-Kóreu myndu valda honum vonbrigðum „Það kæmi mér á óvart á neikvæðan hátt ef hann [Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu] kynni að gera eitthvað sem væri ekki samkvæmt samkomulagi okkar. En við sjáum hvað setur. Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef ég sæi vopnaprófun.“ Sérfræðingar telja líklegra að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa að skjóta upp gervihnetti frekar en að prófa langdrægar skot- eða eldflaugar. Bandarísk stjórnvöld hafa þó sagt að það væri einnig í trássi við þau loforð sem Kim Jong-un hefur gefið Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Bandaríkin opin fyrir samningaviðræðum við Norður Kóreu þrátt fyrir bakslag Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill halda áfram samningaviðræðum við Norður-Kóreu þrátt fyrir að nýlegar upplýsingar bendi til þess að Noður-Kóreumenn hafi hafið enduruppbyggingu á eldflaugastöð sinni í Sanumdong. 8. mars 2019 11:46 Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Nýjar gervihnattamyndir af iðnaðarsvæði skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa valdið áhyggjum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa gervihnattar- eða eldflaugarskot á næstu misserum. Myndirnar voru birtar af bandarísku útvarpsstöðinni NPR. Myndirnar sýna aukna virkni á svæðinu, þekktu sem Sanumdong, en þar hafa Norður-Kóreumenn sett saman flestar skot- og eldflaugar sínar í gegn um tíðina. Fyrir nokkru bárust fréttir af því að unnið sé að endurbyggingu eldflaugastöðvar í Sohae, þaðan sem flest eldflaugaskot landsins hafa komið. Vinna við að taka skotsvæðið niður hófst á síðasta ári en stöðvaði þegar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu stöðnuðu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hvers konar vopnaprófun af hálfu Norður-Kóreu myndu valda honum vonbrigðum „Það kæmi mér á óvart á neikvæðan hátt ef hann [Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu] kynni að gera eitthvað sem væri ekki samkvæmt samkomulagi okkar. En við sjáum hvað setur. Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef ég sæi vopnaprófun.“ Sérfræðingar telja líklegra að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa að skjóta upp gervihnetti frekar en að prófa langdrægar skot- eða eldflaugar. Bandarísk stjórnvöld hafa þó sagt að það væri einnig í trássi við þau loforð sem Kim Jong-un hefur gefið Trump Bandaríkjaforseta.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Bandaríkin opin fyrir samningaviðræðum við Norður Kóreu þrátt fyrir bakslag Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill halda áfram samningaviðræðum við Norður-Kóreu þrátt fyrir að nýlegar upplýsingar bendi til þess að Noður-Kóreumenn hafi hafið enduruppbyggingu á eldflaugastöð sinni í Sanumdong. 8. mars 2019 11:46 Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42
Bandaríkin opin fyrir samningaviðræðum við Norður Kóreu þrátt fyrir bakslag Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill halda áfram samningaviðræðum við Norður-Kóreu þrátt fyrir að nýlegar upplýsingar bendi til þess að Noður-Kóreumenn hafi hafið enduruppbyggingu á eldflaugastöð sinni í Sanumdong. 8. mars 2019 11:46
Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34