Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks

Þegar hún var handtekin árið 2010 gekk hún undir nafninu Bradley Manning og hefur hún verið vistuð í herfangelsi í Fort Leavenworth. Þar fór hún í kynleiðréttingu. Hún reyndi tvisvar sinnum að fremja sjálfsvíg í fangelsi og Barack Obama, fyrrverandi forseti, stytti dóm hennar svo hún slapp úr fangelsi árið 2017. Annars hefði hún þurft að sitja inni til ársins 2045.
Manning var kölluð fyrir dómara þar sem hún sagðist ekki ætla að bera vitni gegn Wikileaks og að hún myndi sætta sig við hvaða refsingu sem dómarinn teldi við hæfi. Hún sagðist þar að auki hafa gefið allar þær upplýsingar sem hún bjó yfir þegar réttað var yfir henni á sínum tíma.
Dómarinn sagði að hún myndi sitja í fangelsi þar til hún ákveður að bera vitni eða þar til hópur kviðdómenda, svokallaður Grand jury, lýkur störfum sínum. Kviðdómur (e. grand jury) af þessu tagi leggur mat á hvort að saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur.
Tengdar fréttir

Rannsaka lekann til WikiLeaks
Gögn frá WikiLeaks, Vault 7, benda til þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna nýti sér öryggisgalla í snjalltækjum til að fylgjast með notendum. CIA vill ekki svara fyrir lekann. FBI leitar að uppruna lekans.

Repúblikanar æfir vegna styttingar á dómi Chelsea Manning
Barack Obama stytti í gær dóm Chelsea Manning og mun hún losna úr fangelsi þann 17. maí næstkomandi í stað þess að losna út árið 2045.

Chelsea Manning dæmd í 14 daga einangrun vegna sjálfsmorðstilraunar
Manning reyndi að svipta sig í lífi í sumar og verður refsað af fangelsisyfirvöldum vegna tilraunarinnar.

Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu
Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær.

Chelsea Manning birtir mynd af fyrstu skrefunum handan fangelsisveggjanna
„Fyrstu frjálsu skrefin,“ segir Chelsea Manning bæði á Twitter og Instagram þar sem hún birtir mynd af Converse-skónum sínum á parketgólfi.

Manning varð himinlifandi vegna birtingar WikiLeaks á Íslandsgögnum
Chelsea Manning rifjar upp gagnaleka sína í ítarlegu viðtali við New York Times sem birtist í gær.