Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 12:40 Forgangshópar eru hvattir til að mæta í bólusetningu gegn mislingum sem hefjast strax í dag. Vísir/Anton Brink Sóttvarnalæknir og fulltrúar heilbrigðisyfirvalda hvetja fólk sem er fætt árið 1970 eða síðar og er óbólusett við mislingum og þá sem eru útsettir fyrir smiti til að mæta í bólusetningu sem boðið verður upp á frá og með deginum í dag. Grunur er um fimmta mislingasmitið á landinu. Ákvörðunin var tekin eftir að nokkur mislingasmit greindust á landinu. Grunur vaknaði um fimmta smitið í gær. Sá einstaklingur komst í snertingu við einstakling sem kom með flugi til Egilsstaða 15. febrúar og greindist síðar með mislinga. Niðurstaðna um mögulegt smit er sagt að vænta síðar í dag. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að ákvörðunin um að bjóða upp á bólusetningar við mislingum hafi verið tekin á fundi sóttvarnalæknis með Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalans í morgun. Bólusetningarnar hefjast í dag og munu standa yfir um helgina á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Þeir einstaklingar sem hafa verið bólusettir eða fengið mislinga eru ekki sagðir þurfa frekari bólusetningu. Forgangshóparnir sem eru hvattir til að mæta í bólusetningu eru annars vega fólk fætt á bilinu 1. janúar 1970 til 1. september árið 2018 og hins vegar einstaklingar sem eru útsettir fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Í tilkynningunni segir að þeir sem séu fæddir fyrir 1970 hafi langflestir fengið mislinga og þeir séu því ekki í forgangi í bólusetninga. Einstaklingar með sögu um eina bólusetningu séu heldur ekki í forgangi en hægt verði að bjóða þeim bólusetningu síðar. Börn yngri en sex mánaða eru ekki sögð hafa gagn af bólusetningu. Veittar eru upplýsingar vegna mislinga í síma 1700.Upplýsingar um bólusetningarnar á vefsíðu Heilgusgæslu höfuðborgarsvæðisins.Upplýsingar um bólusetningar á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Sóttvarnalæknir og fulltrúar heilbrigðisyfirvalda hvetja fólk sem er fætt árið 1970 eða síðar og er óbólusett við mislingum og þá sem eru útsettir fyrir smiti til að mæta í bólusetningu sem boðið verður upp á frá og með deginum í dag. Grunur er um fimmta mislingasmitið á landinu. Ákvörðunin var tekin eftir að nokkur mislingasmit greindust á landinu. Grunur vaknaði um fimmta smitið í gær. Sá einstaklingur komst í snertingu við einstakling sem kom með flugi til Egilsstaða 15. febrúar og greindist síðar með mislinga. Niðurstaðna um mögulegt smit er sagt að vænta síðar í dag. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að ákvörðunin um að bjóða upp á bólusetningar við mislingum hafi verið tekin á fundi sóttvarnalæknis með Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalans í morgun. Bólusetningarnar hefjast í dag og munu standa yfir um helgina á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Þeir einstaklingar sem hafa verið bólusettir eða fengið mislinga eru ekki sagðir þurfa frekari bólusetningu. Forgangshóparnir sem eru hvattir til að mæta í bólusetningu eru annars vega fólk fætt á bilinu 1. janúar 1970 til 1. september árið 2018 og hins vegar einstaklingar sem eru útsettir fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Í tilkynningunni segir að þeir sem séu fæddir fyrir 1970 hafi langflestir fengið mislinga og þeir séu því ekki í forgangi í bólusetninga. Einstaklingar með sögu um eina bólusetningu séu heldur ekki í forgangi en hægt verði að bjóða þeim bólusetningu síðar. Börn yngri en sex mánaða eru ekki sögð hafa gagn af bólusetningu. Veittar eru upplýsingar vegna mislinga í síma 1700.Upplýsingar um bólusetningarnar á vefsíðu Heilgusgæslu höfuðborgarsvæðisins.Upplýsingar um bólusetningar á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05