Segir almenna borgara ekki geta beitt sömu afsökunum og ríkið beiti Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 13:13 Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi harðlega á Alþingi í morgun að enn væri ekki byrjað að greiða öryrkjum leiðréttingar vegna ólöglegra búsetuskerðinga á bótum þeirra. Félagsmálaráðherra sagði engan vafa leika á að leiðrétta ætti greiðslurnar en tíma tæki að reikna út leiðréttingu hvers og eins. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu um mitt ár í fyrra að Tryggingastofnun hafi ekki verið heimilt að skerða örorkubætur allt frá árinu 2009 hjá fólki sem hafði tímabundið búið eða dvalið í öðrum löndum á evrópska efnahagssvæðinu og hafa stofnunin og stjórnvöld viðurkennt að ekki var farið að lögum. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun væri ekki enn farin að greiða leiðréttingar aftur í tímann. „En þegar það á að fara að endurgreiða þetta, þá er það svo flókið. Þegar einstaklingur brýtur lög gagnvart banka eða ríkinu, getur hann þá sagt ég ætla ekki að borga næstu átján mánuði eða svo af því þetta er svo flókið fyrir mig að reikna þetta út.“Ásmundur Einar Daðason.VísirSpurði Guðmundur Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra hvers vegna ekki væri farið að greiða út þessar leiðréttingar til fólks sem vegna þeirra hafi þurft að lifa á 18 til 80 þúsund krónum á mánuði undanfarin ár. Nú þegar væri farið að greiða út réttar bætur í upphafi hvers mánaðar, sem byggðu á sömu upplýsingum frá systurstofnunum í öðrum löndum og leiðréttingar ættu að byggja á. Ráðherra sagði Tryggingastofnun hafa sett fram áætlun um með hvaða hætti leiðréttingarnar verði greiddar út. „Þar sem að gert er ráð fyrir að það þurfi að hafa samband við systurstofnanir Tryggingastofnunar í þeim löndum sem að einstaklingarnir sem þetta varðar hafa búið í. Hann gerði ráð fyrir að Tryggingastofnun reyndi að vinna þetta eins hratt og mögulegt væri. „Og við þurfum að safna þessum upplýsingum og við þurfum að afla okkur fjárheimilda síðan fyrir þeim. Vera viss um að það rúmist innan þess fjárramma sem að ráðuneytið hefur,“ sagði Ásmundur Einar Daðason „Fjármálaráðherra er búinn að segja að það á að borga þetta. Ef fólk átti þennan rétt þá á bara að borga. Það þarf enga heimild. Við erum að tala um fólk sem ætti að vera með 200 þúsund útborgaðar en eru kannski með 18 til áttatíu þúsund,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson. Alþingi Félagsmál Flokkur fólksins Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi harðlega á Alþingi í morgun að enn væri ekki byrjað að greiða öryrkjum leiðréttingar vegna ólöglegra búsetuskerðinga á bótum þeirra. Félagsmálaráðherra sagði engan vafa leika á að leiðrétta ætti greiðslurnar en tíma tæki að reikna út leiðréttingu hvers og eins. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu um mitt ár í fyrra að Tryggingastofnun hafi ekki verið heimilt að skerða örorkubætur allt frá árinu 2009 hjá fólki sem hafði tímabundið búið eða dvalið í öðrum löndum á evrópska efnahagssvæðinu og hafa stofnunin og stjórnvöld viðurkennt að ekki var farið að lögum. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun væri ekki enn farin að greiða leiðréttingar aftur í tímann. „En þegar það á að fara að endurgreiða þetta, þá er það svo flókið. Þegar einstaklingur brýtur lög gagnvart banka eða ríkinu, getur hann þá sagt ég ætla ekki að borga næstu átján mánuði eða svo af því þetta er svo flókið fyrir mig að reikna þetta út.“Ásmundur Einar Daðason.VísirSpurði Guðmundur Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra hvers vegna ekki væri farið að greiða út þessar leiðréttingar til fólks sem vegna þeirra hafi þurft að lifa á 18 til 80 þúsund krónum á mánuði undanfarin ár. Nú þegar væri farið að greiða út réttar bætur í upphafi hvers mánaðar, sem byggðu á sömu upplýsingum frá systurstofnunum í öðrum löndum og leiðréttingar ættu að byggja á. Ráðherra sagði Tryggingastofnun hafa sett fram áætlun um með hvaða hætti leiðréttingarnar verði greiddar út. „Þar sem að gert er ráð fyrir að það þurfi að hafa samband við systurstofnanir Tryggingastofnunar í þeim löndum sem að einstaklingarnir sem þetta varðar hafa búið í. Hann gerði ráð fyrir að Tryggingastofnun reyndi að vinna þetta eins hratt og mögulegt væri. „Og við þurfum að safna þessum upplýsingum og við þurfum að afla okkur fjárheimilda síðan fyrir þeim. Vera viss um að það rúmist innan þess fjárramma sem að ráðuneytið hefur,“ sagði Ásmundur Einar Daðason „Fjármálaráðherra er búinn að segja að það á að borga þetta. Ef fólk átti þennan rétt þá á bara að borga. Það þarf enga heimild. Við erum að tala um fólk sem ætti að vera með 200 þúsund útborgaðar en eru kannski með 18 til áttatíu þúsund,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson.
Alþingi Félagsmál Flokkur fólksins Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira