Mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2019 10:27 Sannleikurinn er sá að það þýðir ekkert að vera svartsýnn og sjá allt dökkt framundan segir Geir skipstjóri. Vísir/Hari Geir Zoëga skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq segist mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist. Bjartsýni hans sé rökstudd á því að fréttir hafi borist frá skipum fyrir norðan um loðnu. Polar Amaroq kom til Neskaupstaðar í gær í þeim tilgangi að sækja loðnunót að því er greint er frá á vef Síldarvinnslunni. Polar Amaroq hefur að undanförnu sinnt loðnuleit við landið í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Rætt er við Geir á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem hann var spurður út í það hvers vegna veiðarfærið væri sótt. „Við höfum verið að sinna loðnuleit fyrir sunnan land síðustu daga. Þar er loðna á ferðinni og ég trúi því að ef finnst meiri loðna fyrir norðan og út af Vestfjörðum þá verði gefinn út einhver kvóti. Við erum einmitt núna að halda norður fyrir land í frekari leit. Ef eitthvað finnst fyrir norðan og vestan og kvóti verður gefinn út þá mega menn engan tíma missa,“ segir Geir. Þess vegna hafi þeir tekið nótina um borð. „Við ætlum að vera tilbúnir að hefja veiðar strax og við ætlum að verða fyrstir til að kasta. Ég er mjög bjartsýnn á að finnist meiri loðna. Það hafa borist einhverjar fréttir frá skipum fyrir norðan þannig að bjartsýni mín er rökstudd. Sannleikurinn er sá að það þýðir ekkert að vera svartsýnn og sjá allt dökkt framundan. Það hafa engir verið jafn iðnir við loðnuleit að undanförnu og við á Polar Amaroq og ég trúi því að það eigi eftir að finnast meiri loðna og sú trú er nokkuð sterk. Það var unaðslegt að taka nótina um borð. Ég fyllist alltaf ákveðinni vellíðunartilfinningu þegar nótaveiðar eru að hefjast og það þýðir ekkert annað en að trúa því að það sé að fara að gerast,“ segir Geir. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Geir Zoëga skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq segist mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist. Bjartsýni hans sé rökstudd á því að fréttir hafi borist frá skipum fyrir norðan um loðnu. Polar Amaroq kom til Neskaupstaðar í gær í þeim tilgangi að sækja loðnunót að því er greint er frá á vef Síldarvinnslunni. Polar Amaroq hefur að undanförnu sinnt loðnuleit við landið í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Rætt er við Geir á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem hann var spurður út í það hvers vegna veiðarfærið væri sótt. „Við höfum verið að sinna loðnuleit fyrir sunnan land síðustu daga. Þar er loðna á ferðinni og ég trúi því að ef finnst meiri loðna fyrir norðan og út af Vestfjörðum þá verði gefinn út einhver kvóti. Við erum einmitt núna að halda norður fyrir land í frekari leit. Ef eitthvað finnst fyrir norðan og vestan og kvóti verður gefinn út þá mega menn engan tíma missa,“ segir Geir. Þess vegna hafi þeir tekið nótina um borð. „Við ætlum að vera tilbúnir að hefja veiðar strax og við ætlum að verða fyrstir til að kasta. Ég er mjög bjartsýnn á að finnist meiri loðna. Það hafa borist einhverjar fréttir frá skipum fyrir norðan þannig að bjartsýni mín er rökstudd. Sannleikurinn er sá að það þýðir ekkert að vera svartsýnn og sjá allt dökkt framundan. Það hafa engir verið jafn iðnir við loðnuleit að undanförnu og við á Polar Amaroq og ég trúi því að það eigi eftir að finnast meiri loðna og sú trú er nokkuð sterk. Það var unaðslegt að taka nótina um borð. Ég fyllist alltaf ákveðinni vellíðunartilfinningu þegar nótaveiðar eru að hefjast og það þýðir ekkert annað en að trúa því að það sé að fara að gerast,“ segir Geir.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira