Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. mars 2019 06:15 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Mynd/Alþingi Hugsanleg brot á ákvæðum um þagnarskyldu sem kunna að hafa verið framin í aðdraganda húsleitar hjá fyrirtækinu Samherja árið 2012 eru ekki komin á borð lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. Fyrir liggur hins vegar að héraðssaksóknari yrði vanhæfur til að fara með þetta tiltekna mál þar sem embætti sérstaks saksóknara tók þátt í hinni umdeildu húsleit með Seðlabankanum. Eins og fram kom á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær beindi hann því til forsætisráðherra að kalla þyrfti eftir upplýsingum um hver hafi verið hlutur starfs manna gjaldeyris eftir lits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja árið 2012, hver hafi tekið ákvörðun um að veita þær upplýsingar og hver hafi verið að koma og vitneskja yfirstjórnar bankans um þessi samskipti við Ríkisútvarpið. Vísar umboðsmaður meðal annars til bókarinnar Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason en í henni kemur fram að Helgi Seljan fréttamaður hafi verið með umfjöllun í vinnslu um meint brot fyrirtækisins á gjaldeyrislöggjöfinni. Þegar ákvörðun um að framkvæma húsleit hjá fyrirtækinu lá fyrir hafi menn óttast að umfjöllun Helga Seljan kynni að eyðileggja þá rannsókn og því verið óskað eftir því við Sigmar Guðmundsson, umsjónarmann Kastljóss, að beðið yrði með umfjöllunina en í staðinn fengi RÚV fyrst allra fjölmiðla upplýsingar um hvenær farið yrði af stað með málið. Í bréfi umboðsmanns til forsætisráðherra kemur fram að upplýsingar sem hann hafi fengið frá ónafngreindum aðila gefi enn frekar ástæðu til að kanna hlut starfsmanna Seðlabankans í fyrrgreindri upplýsingagjöf. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Hugsanleg brot á ákvæðum um þagnarskyldu sem kunna að hafa verið framin í aðdraganda húsleitar hjá fyrirtækinu Samherja árið 2012 eru ekki komin á borð lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. Fyrir liggur hins vegar að héraðssaksóknari yrði vanhæfur til að fara með þetta tiltekna mál þar sem embætti sérstaks saksóknara tók þátt í hinni umdeildu húsleit með Seðlabankanum. Eins og fram kom á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær beindi hann því til forsætisráðherra að kalla þyrfti eftir upplýsingum um hver hafi verið hlutur starfs manna gjaldeyris eftir lits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja árið 2012, hver hafi tekið ákvörðun um að veita þær upplýsingar og hver hafi verið að koma og vitneskja yfirstjórnar bankans um þessi samskipti við Ríkisútvarpið. Vísar umboðsmaður meðal annars til bókarinnar Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason en í henni kemur fram að Helgi Seljan fréttamaður hafi verið með umfjöllun í vinnslu um meint brot fyrirtækisins á gjaldeyrislöggjöfinni. Þegar ákvörðun um að framkvæma húsleit hjá fyrirtækinu lá fyrir hafi menn óttast að umfjöllun Helga Seljan kynni að eyðileggja þá rannsókn og því verið óskað eftir því við Sigmar Guðmundsson, umsjónarmann Kastljóss, að beðið yrði með umfjöllunina en í staðinn fengi RÚV fyrst allra fjölmiðla upplýsingar um hvenær farið yrði af stað með málið. Í bréfi umboðsmanns til forsætisráðherra kemur fram að upplýsingar sem hann hafi fengið frá ónafngreindum aðila gefi enn frekar ástæðu til að kanna hlut starfsmanna Seðlabankans í fyrrgreindri upplýsingagjöf.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira