Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 23:01 Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. FBL/Ernir Sóttvarnalæknir hefur sent foreldrum bréf sem sóttu Barnalæknaþjónustu Domus Medica síðastliðinn sunnudag vegna barns sem smitað var af mislingum og var þar á sama tíma. Eru þeir sem voru á Barnalæknaþjónustunni umrætt sinn beðnir um að vera heima frá föstudeginum 8. mars til mánudagsins 25. mars, eða sautján daga, hafi þeir ekki fengið bólusetningu, að því er fram kemur í bréfi Sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir segir að á þeim tíma hafi einkenni um mislinga komið fram sem gera einstaklinga smitandi, en það tekur um 7 – 21 dag fyrir veikindin að koma fram. Einstaklingar eru smitandi um einum sólarhring áður en einkenni koma fram og því erfitt að bíða eingöngu eftir að einkenni koma fram. Eftir 25. mars geta einstaklingar og börn sem voru á Barnalæknaþjónustunni síðastliðinn sunnudag verið örugg um að smit hafi ekki átt sér stað.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirVísir/baldurBólusettir einstaklingar þurfa hins vegar ekki að óttast að hafa smitast og smita því ekki aðra. Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim sem fengu bréfin til að fara sem fyrst í bólusetningu ef þeir hafa ekki áður verið bólusettir til að koma í veg fyrir veikindi. Bólusetning innan 72 klukkustunda frá smiti kemur í mörgum tilfellum í vef fyrir veikindi þannig að bólusetning fyrir daginn í dag, það er að segja 6. mars, hefði geta minnkað líkurnar á smiti. Ef einstaklingarnir eru hins vegar með sögu um bólusetningar þá séu líkur á smiti mjög litlar og ekki þörf á frekari aðgerðum. Landlæknisembættið hefur sett á laggirnar símaþjónustu í símanúmer 1700 sem leiðbeinir fólki frekar um allt sem við kemur mislingum og hvert fólk á að leita ef það telur það eða börn hafi smitast af mislingum. Er fólk beðið um að fara ekki beint á sjúkrahús eða heilsugæslustöð ef það telur það eða börn séu veik af mislingum. Mun Læknavaktin fara heim til fólks og gera nauðsynlegar greiningar heima eftir samtal í síma 1700. Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga en tveir fullorðnir og tvö börn hafa nú verið greind með mislinga. Börnin tvö eru ellefu og átján mánaða en eldra barnið var á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða annarra ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í rúmar tvær vikur. Yngra barnið greindist með mislinga á laugardag en eldra barnið aðfaranótt þriðjudags. Öll smituðust þau í innanlandsflugi frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn en þar var farþegi smitaður af mislingum sem hafði komið til landsins daginn áður með flugi Icelandair frá London. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Hafði samband við lækni þegar útbrotin létu sjá sig en hafði áður upplifað skelfilega daga í veikindunum. 6. mars 2019 19:13 Heima í 2-3 vikur vegna mislingasmits á leikskólanum Foreldrar barns á ungbarnaleikskólanum Hnoðrakoti, sem nú eru með sautján mánaða dóttur sína heima í sóttkví, segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við þegar mislingasmit kom upp. 6. mars 2019 20:00 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur sent foreldrum bréf sem sóttu Barnalæknaþjónustu Domus Medica síðastliðinn sunnudag vegna barns sem smitað var af mislingum og var þar á sama tíma. Eru þeir sem voru á Barnalæknaþjónustunni umrætt sinn beðnir um að vera heima frá föstudeginum 8. mars til mánudagsins 25. mars, eða sautján daga, hafi þeir ekki fengið bólusetningu, að því er fram kemur í bréfi Sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir segir að á þeim tíma hafi einkenni um mislinga komið fram sem gera einstaklinga smitandi, en það tekur um 7 – 21 dag fyrir veikindin að koma fram. Einstaklingar eru smitandi um einum sólarhring áður en einkenni koma fram og því erfitt að bíða eingöngu eftir að einkenni koma fram. Eftir 25. mars geta einstaklingar og börn sem voru á Barnalæknaþjónustunni síðastliðinn sunnudag verið örugg um að smit hafi ekki átt sér stað.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirVísir/baldurBólusettir einstaklingar þurfa hins vegar ekki að óttast að hafa smitast og smita því ekki aðra. Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim sem fengu bréfin til að fara sem fyrst í bólusetningu ef þeir hafa ekki áður verið bólusettir til að koma í veg fyrir veikindi. Bólusetning innan 72 klukkustunda frá smiti kemur í mörgum tilfellum í vef fyrir veikindi þannig að bólusetning fyrir daginn í dag, það er að segja 6. mars, hefði geta minnkað líkurnar á smiti. Ef einstaklingarnir eru hins vegar með sögu um bólusetningar þá séu líkur á smiti mjög litlar og ekki þörf á frekari aðgerðum. Landlæknisembættið hefur sett á laggirnar símaþjónustu í símanúmer 1700 sem leiðbeinir fólki frekar um allt sem við kemur mislingum og hvert fólk á að leita ef það telur það eða börn hafi smitast af mislingum. Er fólk beðið um að fara ekki beint á sjúkrahús eða heilsugæslustöð ef það telur það eða börn séu veik af mislingum. Mun Læknavaktin fara heim til fólks og gera nauðsynlegar greiningar heima eftir samtal í síma 1700. Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga en tveir fullorðnir og tvö börn hafa nú verið greind með mislinga. Börnin tvö eru ellefu og átján mánaða en eldra barnið var á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða annarra ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í rúmar tvær vikur. Yngra barnið greindist með mislinga á laugardag en eldra barnið aðfaranótt þriðjudags. Öll smituðust þau í innanlandsflugi frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn en þar var farþegi smitaður af mislingum sem hafði komið til landsins daginn áður með flugi Icelandair frá London.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Hafði samband við lækni þegar útbrotin létu sjá sig en hafði áður upplifað skelfilega daga í veikindunum. 6. mars 2019 19:13 Heima í 2-3 vikur vegna mislingasmits á leikskólanum Foreldrar barns á ungbarnaleikskólanum Hnoðrakoti, sem nú eru með sautján mánaða dóttur sína heima í sóttkví, segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við þegar mislingasmit kom upp. 6. mars 2019 20:00 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Hafði samband við lækni þegar útbrotin létu sjá sig en hafði áður upplifað skelfilega daga í veikindunum. 6. mars 2019 19:13
Heima í 2-3 vikur vegna mislingasmits á leikskólanum Foreldrar barns á ungbarnaleikskólanum Hnoðrakoti, sem nú eru með sautján mánaða dóttur sína heima í sóttkví, segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við þegar mislingasmit kom upp. 6. mars 2019 20:00
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06