Þorvaldur ætlar að kæra hjólreiðamann eftir árekstur Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 21:21 Mynd af stíg í Reykjavík en atvikið átti sér stað úti á Seltjarnarnesi. Vísir/Getty Þorvaldur Ingvarsson læknir íhugar að kæra hjólreiðamann til lögreglu eftir að hafa verið hjólaður niður á göngustíg úti á Seltjarnarnesi á þriðjudag í síðustu viku. Þorvaldur var á gangi með félaga sínum og hundi hans á stígnum við Bakkatjörn en Þorvaldur segir í samtali við Vísi að það hefði ekki átt að fara framhjá neinum að þeir voru á stígnum. Hann segist hafa heyrt einhvern kalla og snúið sér aftur til að athuga málið. „Þá skellur hjólreiðamaður á mér á fullum hraða,“ segir Þorvaldur. Margir hjólreiðamenn notast við forritið Strava þar sem hægt er að fylgjast með ferðum og hraða fólks, hvort sem það er gangandi, hjólandi eða hlaupandi.Þorvaldur Ingvarsson læknirÞorvaldur segir umræddan hjólreiðamann hafa verið á því forriti. Við skoðun á ferð hans um stíginn við Bakkatjörn kom í ljós að hann var á rúmlega þrjátíu kílómetra hraða. Þorvaldur kastaðist fram og aftur, missti andann og kom niður á hendur á fætur. „Og hálf vankaðist. Ég er allur lurkum laminn. Ég býð ekki í það ef þetta hefði verið krakki sem lenti í þessu,“ segir Þorvaldur. Spurður hvort eitthvað hefði farið á milli hans og hjólreiðamannsins eftir áreksturinn segist Þorvaldur hafa heyrt takmarkað í honum. „Ég náði varla andanum,“ segir Þorvaldur en honum heyrðist hjólreiðamaðurinn hafa skammað sig og félaga sinn fyrir að hafa verið fyrir honum. Félagi Þorvaldar fékk hins vegar nafn og kennitölu mannsins. „Og hafði áhyggjur af því að hjólið væri skemmt. Svo hjólaði hann sína leið,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa leitað á heilsugæslustöð í kjölfarið vegna eymsla í hálsi og baki en var einnig með skrapsár á hnjám og marbletti hingað og þangað um líkamann.Atvikið átti sér stað á stígnum við Nestjörn.Map.isÞorvaldur býst við því að fara á lögreglustöð og kæra málið. „Því mér finnst að það verði að gera eitthvað í þessu. Það verður að aðskilja betur þessa umferð gangandi og hjólandi.“ Hann segir þessa umferð ekki fara saman og bendir til dæmis á að á Ægissíðu séu stígar aðskildir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „Hjólreiðamenn virðast samt hjóla meira á göngustígnum heldur en hjólastígnum sem var lagður fyrir þá. Það þarf ekki annað en að fara þarna til að sjá það. Fólk verður allavega að nýta hluti sem voru gerðir fyrir hjólreiðamenn og fara varlega.“ Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, greindi frá því fyrr í dag að hann ætli að leggja fram tillögu í bæjarstjórn um hámarkshraða á göngustígum í sveitarfélaginu. Var ástæðan áreksturinn sem Þorvaldur varð fyrir í síðustu viku. Benti Karl á að í Garðabæ hafi verið settur 15 kílómetra hámarkshraði á klukkustund á stígum. Þorvaldur segist styðja þessa hugmynd eindregið. Hjólreiðar Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Þorvaldur Ingvarsson læknir íhugar að kæra hjólreiðamann til lögreglu eftir að hafa verið hjólaður niður á göngustíg úti á Seltjarnarnesi á þriðjudag í síðustu viku. Þorvaldur var á gangi með félaga sínum og hundi hans á stígnum við Bakkatjörn en Þorvaldur segir í samtali við Vísi að það hefði ekki átt að fara framhjá neinum að þeir voru á stígnum. Hann segist hafa heyrt einhvern kalla og snúið sér aftur til að athuga málið. „Þá skellur hjólreiðamaður á mér á fullum hraða,“ segir Þorvaldur. Margir hjólreiðamenn notast við forritið Strava þar sem hægt er að fylgjast með ferðum og hraða fólks, hvort sem það er gangandi, hjólandi eða hlaupandi.Þorvaldur Ingvarsson læknirÞorvaldur segir umræddan hjólreiðamann hafa verið á því forriti. Við skoðun á ferð hans um stíginn við Bakkatjörn kom í ljós að hann var á rúmlega þrjátíu kílómetra hraða. Þorvaldur kastaðist fram og aftur, missti andann og kom niður á hendur á fætur. „Og hálf vankaðist. Ég er allur lurkum laminn. Ég býð ekki í það ef þetta hefði verið krakki sem lenti í þessu,“ segir Þorvaldur. Spurður hvort eitthvað hefði farið á milli hans og hjólreiðamannsins eftir áreksturinn segist Þorvaldur hafa heyrt takmarkað í honum. „Ég náði varla andanum,“ segir Þorvaldur en honum heyrðist hjólreiðamaðurinn hafa skammað sig og félaga sinn fyrir að hafa verið fyrir honum. Félagi Þorvaldar fékk hins vegar nafn og kennitölu mannsins. „Og hafði áhyggjur af því að hjólið væri skemmt. Svo hjólaði hann sína leið,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa leitað á heilsugæslustöð í kjölfarið vegna eymsla í hálsi og baki en var einnig með skrapsár á hnjám og marbletti hingað og þangað um líkamann.Atvikið átti sér stað á stígnum við Nestjörn.Map.isÞorvaldur býst við því að fara á lögreglustöð og kæra málið. „Því mér finnst að það verði að gera eitthvað í þessu. Það verður að aðskilja betur þessa umferð gangandi og hjólandi.“ Hann segir þessa umferð ekki fara saman og bendir til dæmis á að á Ægissíðu séu stígar aðskildir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „Hjólreiðamenn virðast samt hjóla meira á göngustígnum heldur en hjólastígnum sem var lagður fyrir þá. Það þarf ekki annað en að fara þarna til að sjá það. Fólk verður allavega að nýta hluti sem voru gerðir fyrir hjólreiðamenn og fara varlega.“ Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, greindi frá því fyrr í dag að hann ætli að leggja fram tillögu í bæjarstjórn um hámarkshraða á göngustígum í sveitarfélaginu. Var ástæðan áreksturinn sem Þorvaldur varð fyrir í síðustu viku. Benti Karl á að í Garðabæ hafi verið settur 15 kílómetra hámarkshraði á klukkustund á stígum. Þorvaldur segist styðja þessa hugmynd eindregið.
Hjólreiðar Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga 6. mars 2019 19:15