Hjólreiðar

Fréttamynd

„Þetta var manndrápstilraun“

Hollenski hjólakappinn Mathieu van der Poel fagnaði sigri í Paris-Roubaix hjólakeppninni um helgina þrátt fyrir að lenda í mjög óskemmtilegu og í raun stórhættulegu atviki í miðri keppni.

Sport
Fréttamynd

Hafði ekki hug­mynd um að ein­stakt hjól sitt væri týnt

Eigandi reiðhjóls sem sótt var í Reykjavíkurhöfn fyrr í vikunni af kafara er kominn í leitirnar. Eigandinn hafði ekki hugmynd um að hjólið væri horfið úr bakgarðinum fyrr en eiginkona hans rak augun í mynd af hjólinu á Facebook. Hann segir hjólið það eina sinnar tegundar hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Hjólað inní framtíðinna

Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum.

Skoðun
Fréttamynd

Stígarnir fá fall­ein­kunn hjá hjólafólki

Töluverð hálka hefur myndast á höfuðborgarsvæðinu síðustu sólarhringa. Hjólreiðafólk og gangandi eru allt annað en sáttir með stígahreinsun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, og víðar. 

Innlent
Fréttamynd

Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliða­ár opin um­ferð

Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Unga hjólreiðakonan látin

Svissneska hjólreiðakonan Muriel Furrer, sem slasaðist alvarlega á höfði á heimsmeistaramóti ungmenna í Sviss, er látin, átján ára að aldri.

Sport
Fréttamynd

Er­lend glæpa­gengi fá Ís­lendinga til að ræna reiðhjólaverslanir

Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi.

Innlent