Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. mars 2019 12:06 Tvö börn, ellefu og átján mánaða, hafa greinst með mislinga hér á landi síðustu daga. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða.Sjá einnig: Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga en tveir fullorðnir og tvö börn hafa nú verið greind með mislinga. Börnin tvö eru ellefu og átján mánaða en eldra barnið var á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða annarra ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í rúmar tvær vikur.Ekki við neinn að sakast Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að foreldrar barnsins hafi brugðist hárrétt við miðað við upplýsingar sem þeir fengu þegar fyrst var kannað hvort barnið væri smitað.Þórdís Lóa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.Skjáskot/Stöð 2„Það er búið að fara yfir þetta mál, og Ásgeir [Haraldsson] til dæmis, sem er prófessor í barnalækningum, hann sagði að foreldrar hefðu gert nákvæmlega það sem þeim hefði verið uppálagt að gera. Það var ekki betur vitað en að barnið væri ekki með mislingasmit eftir að það var búið að rannsaka það, þannig að það var ekki við neinn að sakast í því máli,“ segir Þórdís. Þess vegna hafi foreldrarnir metið það svo að óhætt væri að koma með barnið á leikskólann. „En eðlilega þarf þá að fara í gegnum einhverja ferla með það að það hafi ekki verið gefið út að barnið væri ekki með mislinga. En þau fengu það staðfest að barnið væri ekki með mislinga.“Fleiri smit ekki staðfest á landinu það sem af er degi Þórdís segir barnið á batavegi og jafni sig nú heima hjá sér. Þá hafa ekki komið upp fleiri mislingasmit á leikskólanum. „Nei, ekki sem við vitum um.“ Komið hefur fram að smitberinn var farþegi í vél Icelandair sem kom til landsins þann fjórtánda febrúar síðastliðinn og fór áfram til Egilsstaða daginn eftir. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna málsins gær en þar kemur fram að smitberar hafi farið víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Starfsmenn vinna nú að því að finna þá sem helst má reikna með að gætu hafa smitast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfesti við fréttastofu fyrir hádegi að það sem af er degi hefðu ekki verið staðfest fleiri mislingasmit en fyrrnefnd fjögur tilfelli. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða.Sjá einnig: Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga en tveir fullorðnir og tvö börn hafa nú verið greind með mislinga. Börnin tvö eru ellefu og átján mánaða en eldra barnið var á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða annarra ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í rúmar tvær vikur.Ekki við neinn að sakast Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að foreldrar barnsins hafi brugðist hárrétt við miðað við upplýsingar sem þeir fengu þegar fyrst var kannað hvort barnið væri smitað.Þórdís Lóa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.Skjáskot/Stöð 2„Það er búið að fara yfir þetta mál, og Ásgeir [Haraldsson] til dæmis, sem er prófessor í barnalækningum, hann sagði að foreldrar hefðu gert nákvæmlega það sem þeim hefði verið uppálagt að gera. Það var ekki betur vitað en að barnið væri ekki með mislingasmit eftir að það var búið að rannsaka það, þannig að það var ekki við neinn að sakast í því máli,“ segir Þórdís. Þess vegna hafi foreldrarnir metið það svo að óhætt væri að koma með barnið á leikskólann. „En eðlilega þarf þá að fara í gegnum einhverja ferla með það að það hafi ekki verið gefið út að barnið væri ekki með mislinga. En þau fengu það staðfest að barnið væri ekki með mislinga.“Fleiri smit ekki staðfest á landinu það sem af er degi Þórdís segir barnið á batavegi og jafni sig nú heima hjá sér. Þá hafa ekki komið upp fleiri mislingasmit á leikskólanum. „Nei, ekki sem við vitum um.“ Komið hefur fram að smitberinn var farþegi í vél Icelandair sem kom til landsins þann fjórtánda febrúar síðastliðinn og fór áfram til Egilsstaða daginn eftir. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna málsins gær en þar kemur fram að smitberar hafi farið víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Starfsmenn vinna nú að því að finna þá sem helst má reikna með að gætu hafa smitast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfesti við fréttastofu fyrir hádegi að það sem af er degi hefðu ekki verið staðfest fleiri mislingasmit en fyrrnefnd fjögur tilfelli.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30